Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 13:16 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. Framtíð leikskólans Bakka var rædd á fundi með foreldrum á mánudag en eins og komið hefur fram er pláss fyrir sextíu börn á leikskólanum en þar eru nú einungis tuttugu börn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að í ljósi þeirrar stöðu gætu börn sem bíða eftir plássi í Vogabyggð komið inn á leikskólann. Eftir samtöl við foreldra verði Bakkabörn sem fyrir eru einnig áfram í skólanum fram að áramótum. En þá myndu Bakkabörnin fara inn á samstarfsleikskólann Hamra - og húsnæði Bakka gæti eftir áramót mögulega nýst öðrum leikskólum í húsnæðisvanda. Honum verði þannig ekki lokað. Margrét Dan Þórisdóttir og bróðir hennar, Ingólfur Dan. Margrét heldur á yngsta syni sínum. Margrét Dan Þórisdóttir foreldri barns á Bakka segir foreldra hins vegar almennt túlka þessar mögulegu fyrirætlanir sem lokun. Og þetta hafi lengi legið í loftinu. „Það sem að við vitum er að það hafa ótrúlega margir foreldrar sett sig í samband við okkur núna og sögur sem við heyrum í gegnum tíðina er bara að þegar þú innritar barnið þitt þá segir leikskólastjórinn eða sá sem tekur á móti þér: Það er mikil óvissa með framtíð leikskólans, við mælum ekki endilega með að þú skráir barnið þitt hér í leikskólann. Þetta er bara staðreynd. Svona viðmót fælir náttúrulega bara frá,“ segir Margrét. Leikskólinn Bakki í Staðahverfi.Reykjavíkurborg Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs segir hins vegar að lausu plássin hafi verið kynnt foreldrum. Komið hafi á daginn að plássin virðist ekki hafa hentað foreldrum. Margrét telur kynningu á lausu plássunum hins vegar ábótavant. „Og við vitum líka til þess að fólk úr öðrum hverfum vissi ekki af lausum stöðum hér. Þegar það hafði samband við leikskólaráð þá var því sagt að öll pláss í Grafarvogi væru full,“ segir Margrét. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Framtíð leikskólans Bakka var rædd á fundi með foreldrum á mánudag en eins og komið hefur fram er pláss fyrir sextíu börn á leikskólanum en þar eru nú einungis tuttugu börn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að í ljósi þeirrar stöðu gætu börn sem bíða eftir plássi í Vogabyggð komið inn á leikskólann. Eftir samtöl við foreldra verði Bakkabörn sem fyrir eru einnig áfram í skólanum fram að áramótum. En þá myndu Bakkabörnin fara inn á samstarfsleikskólann Hamra - og húsnæði Bakka gæti eftir áramót mögulega nýst öðrum leikskólum í húsnæðisvanda. Honum verði þannig ekki lokað. Margrét Dan Þórisdóttir og bróðir hennar, Ingólfur Dan. Margrét heldur á yngsta syni sínum. Margrét Dan Þórisdóttir foreldri barns á Bakka segir foreldra hins vegar almennt túlka þessar mögulegu fyrirætlanir sem lokun. Og þetta hafi lengi legið í loftinu. „Það sem að við vitum er að það hafa ótrúlega margir foreldrar sett sig í samband við okkur núna og sögur sem við heyrum í gegnum tíðina er bara að þegar þú innritar barnið þitt þá segir leikskólastjórinn eða sá sem tekur á móti þér: Það er mikil óvissa með framtíð leikskólans, við mælum ekki endilega með að þú skráir barnið þitt hér í leikskólann. Þetta er bara staðreynd. Svona viðmót fælir náttúrulega bara frá,“ segir Margrét. Leikskólinn Bakki í Staðahverfi.Reykjavíkurborg Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs segir hins vegar að lausu plássin hafi verið kynnt foreldrum. Komið hafi á daginn að plássin virðist ekki hafa hentað foreldrum. Margrét telur kynningu á lausu plássunum hins vegar ábótavant. „Og við vitum líka til þess að fólk úr öðrum hverfum vissi ekki af lausum stöðum hér. Þegar það hafði samband við leikskólaráð þá var því sagt að öll pláss í Grafarvogi væru full,“ segir Margrét.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira