LeBron með sonunum á forsíðu SI: Ætlar að spila með þeim báðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2022 14:01 LeBron James ásamt sonum sínum á forsíðu Sports Illustrated. sports illustrated Tuttugu árum eftir að hann prýddi forsíðu Sports Illustrated í fyrsta sinn er LeBron James á forsíðu íþróttatímaritsins fræga í nýjasta hefti þess. Með honum á forsíðunni eru synir hans, Bronny og Bryce. Frægt var þegar LeBron, þá aðeins sautján ára, var á forsíðu Sports Illustrated 2002 undir yfirskriftinni „Hinn útvaldi“. Hann hefur svo sannarlega staðið undir þeim gríðarlega miklu væntingum sem gerðar voru til hans og er enn í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar, þrátt fyrir að hann verði 38 ára í lok árs. WHOA!!!! Just kids from Akron!!!! The Chosen One x The Chosen Sons #JamesGang #TheLegecyContinues Jeffery A. Salter @SInow https://t.co/m7YE9nHthw pic.twitter.com/ShWIvGWO86— LeBron James (@KingJames) August 30, 2022 LeBron er hvergi nærri hættur og hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Lakers. Í viðtalinu við Sports Illustrated segist hann ætla að spila fram á fimmtugsaldurinn og með sonum sínum. LeBron hefur áður sagst ætla að spila með Bronny, sem verður átján ára í byrjun október, og hann vonast einnig til að geta spilað með Bryce sem er fimmtán ára. „Mér finnst ég geta spilað lengur. Þetta snýst um líkamlegt ástand og það sem er kannski mikilvægara, andlegu hliðina. Ef hugurinn er skarpur og ferskur eru mér engin takmörk sett. En við sjáum til,“ sagði LeBron við Sports Illustrated. Á forsíðunni er hann í hlýrabol með mynd af forsíðunni frægu frá 2002 og yfirskriftin, „The Chosen Sons“, vísar í yfirskriftina á gömlu forsíðunni, „The Chosen One“. 2002 2022The Chosen One x The Chosen Sons https://t.co/WE2aP1d1j3 pic.twitter.com/Ns9BQcEnha— Sports Illustrated (@SInow) August 30, 2022 Bronny og Bryce eru báðir í Sierra Canyon menntaskólanum í Kaliforníu. Þeir eru báðir undir smásjá stórra háskóla í Bandaríkjunum. LeBron var næststigahæstur leikmaður NBA á síðasta tímabili með 30,3 stig að meðaltali í leik. Auk þess tók hann 8,2 fráköst og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Gengi Lakers var þó ekki gott og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. NBA Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Frægt var þegar LeBron, þá aðeins sautján ára, var á forsíðu Sports Illustrated 2002 undir yfirskriftinni „Hinn útvaldi“. Hann hefur svo sannarlega staðið undir þeim gríðarlega miklu væntingum sem gerðar voru til hans og er enn í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar, þrátt fyrir að hann verði 38 ára í lok árs. WHOA!!!! Just kids from Akron!!!! The Chosen One x The Chosen Sons #JamesGang #TheLegecyContinues Jeffery A. Salter @SInow https://t.co/m7YE9nHthw pic.twitter.com/ShWIvGWO86— LeBron James (@KingJames) August 30, 2022 LeBron er hvergi nærri hættur og hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Lakers. Í viðtalinu við Sports Illustrated segist hann ætla að spila fram á fimmtugsaldurinn og með sonum sínum. LeBron hefur áður sagst ætla að spila með Bronny, sem verður átján ára í byrjun október, og hann vonast einnig til að geta spilað með Bryce sem er fimmtán ára. „Mér finnst ég geta spilað lengur. Þetta snýst um líkamlegt ástand og það sem er kannski mikilvægara, andlegu hliðina. Ef hugurinn er skarpur og ferskur eru mér engin takmörk sett. En við sjáum til,“ sagði LeBron við Sports Illustrated. Á forsíðunni er hann í hlýrabol með mynd af forsíðunni frægu frá 2002 og yfirskriftin, „The Chosen Sons“, vísar í yfirskriftina á gömlu forsíðunni, „The Chosen One“. 2002 2022The Chosen One x The Chosen Sons https://t.co/WE2aP1d1j3 pic.twitter.com/Ns9BQcEnha— Sports Illustrated (@SInow) August 30, 2022 Bronny og Bryce eru báðir í Sierra Canyon menntaskólanum í Kaliforníu. Þeir eru báðir undir smásjá stórra háskóla í Bandaríkjunum. LeBron var næststigahæstur leikmaður NBA á síðasta tímabili með 30,3 stig að meðaltali í leik. Auk þess tók hann 8,2 fráköst og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Gengi Lakers var þó ekki gott og liðið komst ekki í úrslitakeppnina.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum