Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 08:32 Lilja Alfreðsdóttir hefur vísað gagnrýni alfarið á bug. Vísir/Vilhelm Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félögunum tveimur. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur verið gagnrýnd harðlega undanfarið fyrir skipun sína á Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. Embættisstaðan hefur ekki verið auglýst í rúmlega tuttugu ár. Félög fornleifafræðinga og þjóðfræðinga segja gagnrýnina ekki snúast um hæfi Hörpu eða til þess fallna að draga hæfi hennar til að gegna embættinu í efa. Harpa Þórsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir við skipun Hörpu í embætti þjóðminjavarðar.Stjórnarráðið „Hins vegar hefur verið bent á að með því að skipa þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið laust til umsóknar glatist dýrmætt tækifæri til þess að ræða ólík sjónarmið um hlutverk og framtíðarstefnu safnsins. Okkur þykir skipunin til marks um metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart menningarmálum og virðingarleysi fyrir fagfólki sem starfar innan þeirra,“ segir í yfirlýsingunni. Að mati félaganna hafi ekki komið fram nein málefnaleg eða fagleg rök fyrir skipun þjóðminjavarðar með þessum hætti í svörum ráðherrans. Þau skora jafnframt á Lilju að draga skipunina til baka og auglýsa embættið laust til umsóknar. Aðeins þannig sé hægt að skapa traust um stöðu Þjóðminjasafns Íslands. Stjórn Sagnfræðingafélagsins gagnrýnir einnig skipun Hörpu og segir í yfirlýsingu að það harmi að ráðherra hafi ekki auglýst starf þjóðminjavarðar laust til umsóknar við ráðningu í embættið. Þjóðminjasafnið sé eitt af höfuðbólum íslenskrar menningarvarðveislu og miðlunar og því beri að veita þá virðingu að vanda til ráðningar með faglegu ferli. „Innan íslensks safna- og fræðasamfélags er aragrúi af hæfu fólki sem vill láta gott af sér leiða í þágu íslensks menningararfs. Þegar staða þjóðminjavarðar er laus í fyrsta skiptið á þessari öld er algerlega óviðunandi að veita ekki öllum tækifæri til umsóknar. Stjórnin vill þó árétta að hér er ráðningarferli ráðuneytisins gagnrýnt en ekki sú manneskja sem skipuð var í embættið,“ segir í yfirlýsingunni. Harpa hæf og lagaheimildir til skipana til staðar Lilja sagði í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að hún hafi skipað Hörpu vegna þess að hún sé einkar hæf í starfið. Spurð hvort Harpa hefði þá ekki flogið í gegnum umsóknarferlið segir Lilja að Harpa hafi verið afar farsæl og náð að opna safnið sitt. „Ég er að vonast til að það verði líka raunin hjá Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafnið hefur verið mjög vel rekið, verið framsýnt og var valið eitt af eftirsóknarverðustu söfnum á sínum tíma.“ Lilja hefur verið sökuð um stjórnsýslulegt afturhvarf til fortíðar með skipuninni, en hún vísar þeirri gagnrýni á bug. „Ég náttúrlega hafna þessari gagnrýni vegna þess að ef við lítum á þau rök sem eru í málinu: Í fyrsta lagi þá er skýr lagaheimild fyrir þessu. Og það eru fleiri ráðherrar sem hafa verið að nýta sér þessa heimild. Og í öðru lagi erum við með mjög hæfan einstakling sem kemur frá einu safni og er að fara yfir í það næsta,“ sagði Lilja í gær. Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að skipun Lilju á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindri klíkuráðningar sé í vinnslu til að aftra slíku. „Þetta er ekki fyrsta málið og ekki í fyrsta skiptið sem þessi tiltekni ráðherra fer ofboðslega illa með vald sitt þegar kemur að skipan í opinber embætti,“ sagði Jóhann en skipanir Lilju hafa áður verið umfjöllunarefni, til dæmis þegar Lilja braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Jóhann sagðist vera með frumvarp í smíðum sem tekur á geðþótta- og klíkuráðningum ráðherra. Frumvarpið felur í sér að reistar verði ákveðnar skorður við undanþágum frá auglýsingaskyldu. „Þetta er regla sem felur í sér vörn gegn geðþóttastjórnsýslu, vörn gegn klíkuráðningum og ráðamenn verða að fara ofboðslega varlega með allar undanþágur frá henni,“ sagði Jóhann. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Félags fornleifafræðinga, Félags þjóðfræðinga og Sagnfræðifélagsins í heild sinni. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing Sagnfræðingafélagsins barst klukkan 9:00. Yfirlýsing Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga vegna skipun þjóðminjavarðar Stjórnir félaganna tveggja gefa lítið fyrir svör Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati okkar lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægi þess í íslensku samfélagi. Í gagnrýni fagfélaga og annarra sem hafa tjáð sig um málið hefur hæfi Hörpu Þórsdóttur til að gegna embættinu hvergi verið dregið í efa. Hins vegar hefur verið bent á að með því að skipa þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið laust til umsóknar glatist dýrmætt tækifæri til þess að ræða ólík sjónarmið um hlutverk og framtíðarstefnu safnsins. Okkur þykir skipunin til marks um metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart menningarmálum og virðingarleysi fyrir fagfólki sem starfar innan þeirra. Í þessu ljósi telja félögin nauðsynlegt að ráðherra dragi skipunina til baka og auglýsi embættið laust til umsóknar. Aðeins með því er hægt að skapa traust um stöðu Þjóðminjasafns Íslands. Stjórn Félags fornleifafræðinga Stjórn Félags þjóðfræðinga á Íslandi Félag fornleifafræðinga segir: Svör ráðherra við gagnrýninni hafa verið verulega ófullnægjandi, dapurleg og til vitnisburðar um skort á skilningi á hlutverki Þjóðminjasafnis. Enn hafa ekki komið fram nein málefnaleg eða fagleg rök fyrir því að skipa þjóðminjavörð með þessum hætti. Skipunin er lýsandi fyrir virðingarleysi ríkisstjórnarinnar fyrir hönd safnsins og viðhorf hennar til menningar: veikur málaflokkur þar sem það þykir í lagi að veita embætti án auglýsinga og faglegra umræðu. Stjórn Félags Þjóðfræðinga á Íslandi segir: Við tökum undir orð félags fornleifafræðinga, þarna glatast nauðsynlegt tækifæri til að ræða framtíðarstefnu Þjóðminjasafns Íslands. Þjóðminjasafn Íslands sem höfuðsafn á sínu sviði er fordæmisgefandi í sínum starfsháttum og leiðir faglegt starf safna sem undir það heyra. Því er enn ríkari ástæða til að vanda til verka við skipun þjóðminjavarðar. Yfirlýsing Sagnfræðingafélagsins vegna skipun þjóðminjavarðar Stjórn Sagnfræðingafélagsins hefur rætt skipun Þjóðminjavarðar án auglýsingar og sendir hennar vegna frá sér eftirfarandi yfirlýsingu um leið og menningar- og viðskiptaráðherra er brýndur til að er til að efla sögukennslu og tryggja enn frekar aðgengi almennings að söfnum og menningarminjum landsins: Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands harmar að menningar- og viðskiptaráðherra auglýsti ekki starf þjóðminjavarðar laust til umsóknar við ráðningu í embættið. Þjóðminjasafn Íslands er eitt af höfuðbólum íslenskrar menningarvarðveislu og miðlunar og því ber að veita þá virðingu að vanda til ráðningarinnar með faglegu ferli. Innan íslensks safna- og fræðasamfélags er aragrúi af hæfu fólki sem vill láta gott af sér leiða í þágu íslensks menningararfs. Þegar staða þjóðminjavarðar er laus í fyrsta skiptið á þessari öld er algerlega óviðunandi að veita ekki öllum tækifæri til umsóknar. Stjórnin vill þó árétta að hér er ráðningarferli ráðuneytisins gagnrýnt en ekki sú manneskja sem skipuð var í embættið. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórisdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félögunum tveimur. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur verið gagnrýnd harðlega undanfarið fyrir skipun sína á Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. Embættisstaðan hefur ekki verið auglýst í rúmlega tuttugu ár. Félög fornleifafræðinga og þjóðfræðinga segja gagnrýnina ekki snúast um hæfi Hörpu eða til þess fallna að draga hæfi hennar til að gegna embættinu í efa. Harpa Þórsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir við skipun Hörpu í embætti þjóðminjavarðar.Stjórnarráðið „Hins vegar hefur verið bent á að með því að skipa þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið laust til umsóknar glatist dýrmætt tækifæri til þess að ræða ólík sjónarmið um hlutverk og framtíðarstefnu safnsins. Okkur þykir skipunin til marks um metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart menningarmálum og virðingarleysi fyrir fagfólki sem starfar innan þeirra,“ segir í yfirlýsingunni. Að mati félaganna hafi ekki komið fram nein málefnaleg eða fagleg rök fyrir skipun þjóðminjavarðar með þessum hætti í svörum ráðherrans. Þau skora jafnframt á Lilju að draga skipunina til baka og auglýsa embættið laust til umsóknar. Aðeins þannig sé hægt að skapa traust um stöðu Þjóðminjasafns Íslands. Stjórn Sagnfræðingafélagsins gagnrýnir einnig skipun Hörpu og segir í yfirlýsingu að það harmi að ráðherra hafi ekki auglýst starf þjóðminjavarðar laust til umsóknar við ráðningu í embættið. Þjóðminjasafnið sé eitt af höfuðbólum íslenskrar menningarvarðveislu og miðlunar og því beri að veita þá virðingu að vanda til ráðningar með faglegu ferli. „Innan íslensks safna- og fræðasamfélags er aragrúi af hæfu fólki sem vill láta gott af sér leiða í þágu íslensks menningararfs. Þegar staða þjóðminjavarðar er laus í fyrsta skiptið á þessari öld er algerlega óviðunandi að veita ekki öllum tækifæri til umsóknar. Stjórnin vill þó árétta að hér er ráðningarferli ráðuneytisins gagnrýnt en ekki sú manneskja sem skipuð var í embættið,“ segir í yfirlýsingunni. Harpa hæf og lagaheimildir til skipana til staðar Lilja sagði í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að hún hafi skipað Hörpu vegna þess að hún sé einkar hæf í starfið. Spurð hvort Harpa hefði þá ekki flogið í gegnum umsóknarferlið segir Lilja að Harpa hafi verið afar farsæl og náð að opna safnið sitt. „Ég er að vonast til að það verði líka raunin hjá Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafnið hefur verið mjög vel rekið, verið framsýnt og var valið eitt af eftirsóknarverðustu söfnum á sínum tíma.“ Lilja hefur verið sökuð um stjórnsýslulegt afturhvarf til fortíðar með skipuninni, en hún vísar þeirri gagnrýni á bug. „Ég náttúrlega hafna þessari gagnrýni vegna þess að ef við lítum á þau rök sem eru í málinu: Í fyrsta lagi þá er skýr lagaheimild fyrir þessu. Og það eru fleiri ráðherrar sem hafa verið að nýta sér þessa heimild. Og í öðru lagi erum við með mjög hæfan einstakling sem kemur frá einu safni og er að fara yfir í það næsta,“ sagði Lilja í gær. Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að skipun Lilju á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindri klíkuráðningar sé í vinnslu til að aftra slíku. „Þetta er ekki fyrsta málið og ekki í fyrsta skiptið sem þessi tiltekni ráðherra fer ofboðslega illa með vald sitt þegar kemur að skipan í opinber embætti,“ sagði Jóhann en skipanir Lilju hafa áður verið umfjöllunarefni, til dæmis þegar Lilja braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Jóhann sagðist vera með frumvarp í smíðum sem tekur á geðþótta- og klíkuráðningum ráðherra. Frumvarpið felur í sér að reistar verði ákveðnar skorður við undanþágum frá auglýsingaskyldu. „Þetta er regla sem felur í sér vörn gegn geðþóttastjórnsýslu, vörn gegn klíkuráðningum og ráðamenn verða að fara ofboðslega varlega með allar undanþágur frá henni,“ sagði Jóhann. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Félags fornleifafræðinga, Félags þjóðfræðinga og Sagnfræðifélagsins í heild sinni. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing Sagnfræðingafélagsins barst klukkan 9:00. Yfirlýsing Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga vegna skipun þjóðminjavarðar Stjórnir félaganna tveggja gefa lítið fyrir svör Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati okkar lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægi þess í íslensku samfélagi. Í gagnrýni fagfélaga og annarra sem hafa tjáð sig um málið hefur hæfi Hörpu Þórsdóttur til að gegna embættinu hvergi verið dregið í efa. Hins vegar hefur verið bent á að með því að skipa þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið laust til umsóknar glatist dýrmætt tækifæri til þess að ræða ólík sjónarmið um hlutverk og framtíðarstefnu safnsins. Okkur þykir skipunin til marks um metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart menningarmálum og virðingarleysi fyrir fagfólki sem starfar innan þeirra. Í þessu ljósi telja félögin nauðsynlegt að ráðherra dragi skipunina til baka og auglýsi embættið laust til umsóknar. Aðeins með því er hægt að skapa traust um stöðu Þjóðminjasafns Íslands. Stjórn Félags fornleifafræðinga Stjórn Félags þjóðfræðinga á Íslandi Félag fornleifafræðinga segir: Svör ráðherra við gagnrýninni hafa verið verulega ófullnægjandi, dapurleg og til vitnisburðar um skort á skilningi á hlutverki Þjóðminjasafnis. Enn hafa ekki komið fram nein málefnaleg eða fagleg rök fyrir því að skipa þjóðminjavörð með þessum hætti. Skipunin er lýsandi fyrir virðingarleysi ríkisstjórnarinnar fyrir hönd safnsins og viðhorf hennar til menningar: veikur málaflokkur þar sem það þykir í lagi að veita embætti án auglýsinga og faglegra umræðu. Stjórn Félags Þjóðfræðinga á Íslandi segir: Við tökum undir orð félags fornleifafræðinga, þarna glatast nauðsynlegt tækifæri til að ræða framtíðarstefnu Þjóðminjasafns Íslands. Þjóðminjasafn Íslands sem höfuðsafn á sínu sviði er fordæmisgefandi í sínum starfsháttum og leiðir faglegt starf safna sem undir það heyra. Því er enn ríkari ástæða til að vanda til verka við skipun þjóðminjavarðar. Yfirlýsing Sagnfræðingafélagsins vegna skipun þjóðminjavarðar Stjórn Sagnfræðingafélagsins hefur rætt skipun Þjóðminjavarðar án auglýsingar og sendir hennar vegna frá sér eftirfarandi yfirlýsingu um leið og menningar- og viðskiptaráðherra er brýndur til að er til að efla sögukennslu og tryggja enn frekar aðgengi almennings að söfnum og menningarminjum landsins: Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands harmar að menningar- og viðskiptaráðherra auglýsti ekki starf þjóðminjavarðar laust til umsóknar við ráðningu í embættið. Þjóðminjasafn Íslands er eitt af höfuðbólum íslenskrar menningarvarðveislu og miðlunar og því ber að veita þá virðingu að vanda til ráðningarinnar með faglegu ferli. Innan íslensks safna- og fræðasamfélags er aragrúi af hæfu fólki sem vill láta gott af sér leiða í þágu íslensks menningararfs. Þegar staða þjóðminjavarðar er laus í fyrsta skiptið á þessari öld er algerlega óviðunandi að veita ekki öllum tækifæri til umsóknar. Stjórnin vill þó árétta að hér er ráðningarferli ráðuneytisins gagnrýnt en ekki sú manneskja sem skipuð var í embættið.
Yfirlýsing Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga vegna skipun þjóðminjavarðar Stjórnir félaganna tveggja gefa lítið fyrir svör Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati okkar lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægi þess í íslensku samfélagi. Í gagnrýni fagfélaga og annarra sem hafa tjáð sig um málið hefur hæfi Hörpu Þórsdóttur til að gegna embættinu hvergi verið dregið í efa. Hins vegar hefur verið bent á að með því að skipa þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið laust til umsóknar glatist dýrmætt tækifæri til þess að ræða ólík sjónarmið um hlutverk og framtíðarstefnu safnsins. Okkur þykir skipunin til marks um metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart menningarmálum og virðingarleysi fyrir fagfólki sem starfar innan þeirra. Í þessu ljósi telja félögin nauðsynlegt að ráðherra dragi skipunina til baka og auglýsi embættið laust til umsóknar. Aðeins með því er hægt að skapa traust um stöðu Þjóðminjasafns Íslands. Stjórn Félags fornleifafræðinga Stjórn Félags þjóðfræðinga á Íslandi Félag fornleifafræðinga segir: Svör ráðherra við gagnrýninni hafa verið verulega ófullnægjandi, dapurleg og til vitnisburðar um skort á skilningi á hlutverki Þjóðminjasafnis. Enn hafa ekki komið fram nein málefnaleg eða fagleg rök fyrir því að skipa þjóðminjavörð með þessum hætti. Skipunin er lýsandi fyrir virðingarleysi ríkisstjórnarinnar fyrir hönd safnsins og viðhorf hennar til menningar: veikur málaflokkur þar sem það þykir í lagi að veita embætti án auglýsinga og faglegra umræðu. Stjórn Félags Þjóðfræðinga á Íslandi segir: Við tökum undir orð félags fornleifafræðinga, þarna glatast nauðsynlegt tækifæri til að ræða framtíðarstefnu Þjóðminjasafns Íslands. Þjóðminjasafn Íslands sem höfuðsafn á sínu sviði er fordæmisgefandi í sínum starfsháttum og leiðir faglegt starf safna sem undir það heyra. Því er enn ríkari ástæða til að vanda til verka við skipun þjóðminjavarðar. Yfirlýsing Sagnfræðingafélagsins vegna skipun þjóðminjavarðar Stjórn Sagnfræðingafélagsins hefur rætt skipun Þjóðminjavarðar án auglýsingar og sendir hennar vegna frá sér eftirfarandi yfirlýsingu um leið og menningar- og viðskiptaráðherra er brýndur til að er til að efla sögukennslu og tryggja enn frekar aðgengi almennings að söfnum og menningarminjum landsins: Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands harmar að menningar- og viðskiptaráðherra auglýsti ekki starf þjóðminjavarðar laust til umsóknar við ráðningu í embættið. Þjóðminjasafn Íslands er eitt af höfuðbólum íslenskrar menningarvarðveislu og miðlunar og því ber að veita þá virðingu að vanda til ráðningarinnar með faglegu ferli. Innan íslensks safna- og fræðasamfélags er aragrúi af hæfu fólki sem vill láta gott af sér leiða í þágu íslensks menningararfs. Þegar staða þjóðminjavarðar er laus í fyrsta skiptið á þessari öld er algerlega óviðunandi að veita ekki öllum tækifæri til umsóknar. Stjórnin vill þó árétta að hér er ráðningarferli ráðuneytisins gagnrýnt en ekki sú manneskja sem skipuð var í embættið.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórisdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03
Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórisdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16