Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 06:49 Ivan Safronov er ákærður fyrir landráð en hann segir þær trúnaðarupplýsingar, sem hann á að hafa lekið, hafa verið hægt að finna auðveldlega á veraldarvefnum. Getty/Sefa Karacan Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. Safronov fjallaði um hernaðarmál fyrir dagblöðin Vedomosti og Kommersant áður en hann var ráðinn sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos. Hann starfaði þar í um tvo mánuði áður en hann var handtekinn í júlí 2020. Safronov hafnar ásökunum um að hann hafi ljóstrað upp um hernaðarleyndarmál um vopnasölu Rússlands í Mið-Austurlöndum og Afríku. Saksóknarar halda því fram að hann hafi lekið upplýsingum um vopnasöluna til Tékklands, sem er aðildarríki NATO, árið 2017 en hann starfaði þá sem blaðamaður. Fram kemur í frétt Reuters um málið að saksóknarar hafi tengt tékkneskan kunningja Safronovs í þessu samhengi en kunningi hans er blaðamaður sem hann kynntist í Moskvu árið 2010. Blaðamaðurinn umræddi stofnaði síðar veffréttamiðil sem Safronov hefur skrifað fyrir en Safronov segist aðeins hafa notað opinberar upplýsingar í skrifum sínum. Að sögn verjenda Safronovs fóru saksóknarar fram á 24 ára fangelsisdóm yfir honum eftir að hann hafnaði því að játa glæpinn gegn „aðeins“ tólf ára dómi. Þeir segja jafnframt að dómurinn hafi neitað að taka við nýbirtri blaðagrein sem sönnunargagni á mánudag. Í greininni, sem birt var á rússneska fréttamiðlinum Proekt, kemur fram að stóran hluta þeirra upplýsinga sem Safronov er sakaður um að hafa lekið til Tékklands hafi þegar verið hægt að finna á internetinu þegar greinar hans birtust. Dómur yfir Safronov verður kveðinn upp 5. september næstkomandi. Réttarhöldin yfir Safronov hafa skekið rússneskt samfélag og er litið á þau sem enn eina sönnun þess að grip stjórnvalda sé að herðast um alla kima samfélagsins. Frelsi fjölmiðla í landinu hefur skerst verulega undanfarna mánuði, frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst, en hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Sjálfstæðir fjölmiðlar, eins og Novaya Gazeta og Dozhd, hafa flúið landið og haldið starfsemi úti erlendis. Þá var stjórnarandstæðingurinn Leonid Gozman handtekinn á mánudag fyrir að hafa brotið lög, sem voru innleidd í fyrra, sem banna samanburð á kommúnisma og nasisma. Hámarksrefsing við slíku broti er fimmtán ára fangelsi. Samkvæmt frétt Reuters var Gozman handtekinn vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hann birti árið 2020 þar sem hann skrifaði að Stalín hafi verið verri en Hitler. Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Safronov fjallaði um hernaðarmál fyrir dagblöðin Vedomosti og Kommersant áður en hann var ráðinn sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos. Hann starfaði þar í um tvo mánuði áður en hann var handtekinn í júlí 2020. Safronov hafnar ásökunum um að hann hafi ljóstrað upp um hernaðarleyndarmál um vopnasölu Rússlands í Mið-Austurlöndum og Afríku. Saksóknarar halda því fram að hann hafi lekið upplýsingum um vopnasöluna til Tékklands, sem er aðildarríki NATO, árið 2017 en hann starfaði þá sem blaðamaður. Fram kemur í frétt Reuters um málið að saksóknarar hafi tengt tékkneskan kunningja Safronovs í þessu samhengi en kunningi hans er blaðamaður sem hann kynntist í Moskvu árið 2010. Blaðamaðurinn umræddi stofnaði síðar veffréttamiðil sem Safronov hefur skrifað fyrir en Safronov segist aðeins hafa notað opinberar upplýsingar í skrifum sínum. Að sögn verjenda Safronovs fóru saksóknarar fram á 24 ára fangelsisdóm yfir honum eftir að hann hafnaði því að játa glæpinn gegn „aðeins“ tólf ára dómi. Þeir segja jafnframt að dómurinn hafi neitað að taka við nýbirtri blaðagrein sem sönnunargagni á mánudag. Í greininni, sem birt var á rússneska fréttamiðlinum Proekt, kemur fram að stóran hluta þeirra upplýsinga sem Safronov er sakaður um að hafa lekið til Tékklands hafi þegar verið hægt að finna á internetinu þegar greinar hans birtust. Dómur yfir Safronov verður kveðinn upp 5. september næstkomandi. Réttarhöldin yfir Safronov hafa skekið rússneskt samfélag og er litið á þau sem enn eina sönnun þess að grip stjórnvalda sé að herðast um alla kima samfélagsins. Frelsi fjölmiðla í landinu hefur skerst verulega undanfarna mánuði, frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst, en hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Sjálfstæðir fjölmiðlar, eins og Novaya Gazeta og Dozhd, hafa flúið landið og haldið starfsemi úti erlendis. Þá var stjórnarandstæðingurinn Leonid Gozman handtekinn á mánudag fyrir að hafa brotið lög, sem voru innleidd í fyrra, sem banna samanburð á kommúnisma og nasisma. Hámarksrefsing við slíku broti er fimmtán ára fangelsi. Samkvæmt frétt Reuters var Gozman handtekinn vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hann birti árið 2020 þar sem hann skrifaði að Stalín hafi verið verri en Hitler.
Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53
Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01