Ekki af baki dottin þótt meirihlutinn hafi rifið upp ræturnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2022 09:00 Þar sem eitt sinn var nokkuð blómleg hjólhýsabyggð stendur eftir spýtnabrak og brostnar vonir. Vísir/Vilhelm Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir. Það er heldur hrörlegt um að lítast við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn, eins og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, komst að þegar hann var þar á ferðinni í vikunni. Karpað hefur verið um framtíð svæðisins undanfarin misseri. Sveitarfélagið hefur viljað rýma svæðið á meðan hjólhýsaeigendur, sem hafa margir hverjir haft afdrep á svæðinu í mörg ár, hafa viljað vera áfram. Ákvörðun var tekin í sumar um að svæðinu yrði lokað. Því var fylgt eftir á dögunum þegar hjólhýsaeigendum barst bréf frá Bláskógabyggð, sveitarfélaginu sem hefur skipulagsvald yfir umræddu svæði, um að rýma þyrfti svæðið í náinni framtíð. Eins og sjá má hafa margir pakkað saman og farið.Vísir/Vilhelm Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan hafa margir orðið við þeirri beiðni, fjarlægt hýsin, palla og önnur mannvirki. Myndin hér fyrir neðan sýnir svæðið eins og það leit út í fullum skrúða. Svona leit svæðið út í fullum skrúða.Vísir/Vilhelm „Það sekkur í mér hjartað í hvert skipti sem ég labba um svæðið,“ segir Guðlaugur Stefán Pálmason í samtali við Vísi. Hann segist vera talsmaður eigenda um fjörutíu sumarhýsa sem ætla að kanna réttarstöðu sína vegna málsins til hins ýtrasta. „Ég á eiginlega bara ekkert betra orð til að lýsa þessu heldur bara en Litla-Úkraína. Þetta er eins og það hafi verið varpað sprengju hérna,“ segir hann um ástandið á svæðinu eftir að formleg krafa verð gerð um rýmingu þess. Sextíu hýsi af um tvö hundruð eftir Hátt í tvö hundruð hýsi voru á svæðinu þegar mest lét. Guðlaugur reiknar með að um 130 séu farin. Guðlaugur Stefán Pálmason stendur vaktina.Vísir/Vilhelm „Það eru um sextíu hýsi eftir á svæðinu. Þetta er samfélag hérna, við erum bara eins og fjölskylda. Í ljósi umræðna undanfarna daga, í fjölmiðlum og annað, þá hefur verið hægt að stappa stáli í fólk, sem betur fer, því það var bara niðurlútt og þunglynt. Við erum náttúrulega að rífa niður minningar og svoleiðis. Flest af þessu fólki hérna á ekkert eftir að eiga sumarhreiður neins staðar annars staðar á lífsleiðinni.“ En um hvað snúast deilurnar? Það kom glögglega fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í sumar, þar sem Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, tókust á um málið. Spýtnabrak á víð og dreif.Vísir/Vilhelm Þar var Ásta spurð um ástæðurnar fyrir því af hverju sveitarfélagið vill hjólhýsabyggðina burt. „Ástæðan fyrir því að það var ákveðið, fyrir rétt tæpum tveimur árum, að loka þessu svæði var sú að öryggismál voru ekki í lagi, einkum og sér það sem snýr að brunavörnum,“ sagði Ásta um lokun svæðisins. Ekki hafi verið hægt að bæta úr brunavörnum nema rýma svæðið, deiliskipuleggja upp á nýtt og koma fyrir innviðum á borð við vatnslögnum og annað. Sagði Ásta einnig að þegar málið hafi verið kannað nánar hafi ekki verið ekki nein lagaheimild fyrir því „að vera með svona heilsárssvæði því það þurfti byggingarleyfi fyrir mannvirkjum sem ætti að standa á slíku svæði,“ eins og Ásta orðaði það. Svæðið má muna sinn fífill fegurri.Vísir/Vilhelm Guðlaugur gefur ekki mikið fyrir útskýringar sveitarfélagsins og segir að lögmaður sé kominn í málið fyrir hönd hópsins. „Spurningin hefur alltaf verið hvort að uppsagnirnar séu lögmætar. Það er verið að fara í gegnum það núna.“ Að auki hefur Guðlaugur sent inn kæru til innviðaráðuneytisins vegna framgöngu Bláskógabyggðar í málinu. Ég sendi í dag inn kæru til innviðaráðuneytisins um brot á stjórnsýslulögum og bað um flýtimeðferð, segir Guðlaugur. Þið ætlið að berjast fyrir þessu eins langt og þið komist? „Ég veit að margir koma aftur ef einhver mannúð er sýnd. Ég er aðeins byrjaður að athuga vilja fólks og það hafa nokkrir sýnt þann vilja, einn kominn með hjólhýsið aftur.“ Kofinn skilinn eftir, en annað farið.Vísir/Vilhelm Guðlaugur segir að hópurinn sé ánægður með að enn sé verið að berjast fyrir framtíð svæðisins. „Þau voru voða ánægð því að það var búið að rífa þau svo langt niður, þau voru voða ánægð að það væri einhver að taka upp hanskann aftur. Hrafnhildur er búin að berjast eins og hetja, búin að ryðja jarðveginn og sá og nú ég að reyna að tryggja að uppskeran komi upp.“ Útivaskurinn einn eftir.Vísir/Vilhelm Þegar Vísir náði tali af Guðlaugi stóð hann við afleggjarann að svæðinu. Þar er hann með stórt skilti og dreifibréf til að vekja athygli á málinu. Hann telur að heimamenn á Laugarvatni séu frekar með eigendum hjólhýsanna í liði en annað. „Þetta er minnihlutahópur í Bláskógabyggð og hann er alveg gjörsamlega hundsaður þrátt fyrir að þetta sé þeirra svæði og þeir hafi aldrei haft neitt út á okkur að setja.“ Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Bláskógabyggð Stjórnsýsla Tjaldsvæði Tengdar fréttir Bréfið að fara hryllilega í alla Í dag fengu íbúar hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni bréf frá sveitarstjórn þar sem þeim var sagt að þeir þyrftu að yfirgefa húsin innan tveggja vikna. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni segir bréfið fara hryllilega í alla íbúa en sveitarstjóri í Bláskógabyggð segir að fólki hafi átt að vera þetta ljóst. 18. ágúst 2022 17:00 „Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36 Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06 Mesta eldhættan þegar ekið er með hjólhýsi Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir mikilvægt að fólk gangi vel frá gasi og rafmagni áður en lagt er af stað í ferðalög með hjólhýsi og aðra aftanívagna. Mest hætta sé á ferðum við akstur með slíka ferðavagna í eftirdragi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti elda í tveimur hjólhýsum í gær. 19. júlí 2021 12:03 Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Það er heldur hrörlegt um að lítast við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn, eins og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, komst að þegar hann var þar á ferðinni í vikunni. Karpað hefur verið um framtíð svæðisins undanfarin misseri. Sveitarfélagið hefur viljað rýma svæðið á meðan hjólhýsaeigendur, sem hafa margir hverjir haft afdrep á svæðinu í mörg ár, hafa viljað vera áfram. Ákvörðun var tekin í sumar um að svæðinu yrði lokað. Því var fylgt eftir á dögunum þegar hjólhýsaeigendum barst bréf frá Bláskógabyggð, sveitarfélaginu sem hefur skipulagsvald yfir umræddu svæði, um að rýma þyrfti svæðið í náinni framtíð. Eins og sjá má hafa margir pakkað saman og farið.Vísir/Vilhelm Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan hafa margir orðið við þeirri beiðni, fjarlægt hýsin, palla og önnur mannvirki. Myndin hér fyrir neðan sýnir svæðið eins og það leit út í fullum skrúða. Svona leit svæðið út í fullum skrúða.Vísir/Vilhelm „Það sekkur í mér hjartað í hvert skipti sem ég labba um svæðið,“ segir Guðlaugur Stefán Pálmason í samtali við Vísi. Hann segist vera talsmaður eigenda um fjörutíu sumarhýsa sem ætla að kanna réttarstöðu sína vegna málsins til hins ýtrasta. „Ég á eiginlega bara ekkert betra orð til að lýsa þessu heldur bara en Litla-Úkraína. Þetta er eins og það hafi verið varpað sprengju hérna,“ segir hann um ástandið á svæðinu eftir að formleg krafa verð gerð um rýmingu þess. Sextíu hýsi af um tvö hundruð eftir Hátt í tvö hundruð hýsi voru á svæðinu þegar mest lét. Guðlaugur reiknar með að um 130 séu farin. Guðlaugur Stefán Pálmason stendur vaktina.Vísir/Vilhelm „Það eru um sextíu hýsi eftir á svæðinu. Þetta er samfélag hérna, við erum bara eins og fjölskylda. Í ljósi umræðna undanfarna daga, í fjölmiðlum og annað, þá hefur verið hægt að stappa stáli í fólk, sem betur fer, því það var bara niðurlútt og þunglynt. Við erum náttúrulega að rífa niður minningar og svoleiðis. Flest af þessu fólki hérna á ekkert eftir að eiga sumarhreiður neins staðar annars staðar á lífsleiðinni.“ En um hvað snúast deilurnar? Það kom glögglega fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í sumar, þar sem Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, tókust á um málið. Spýtnabrak á víð og dreif.Vísir/Vilhelm Þar var Ásta spurð um ástæðurnar fyrir því af hverju sveitarfélagið vill hjólhýsabyggðina burt. „Ástæðan fyrir því að það var ákveðið, fyrir rétt tæpum tveimur árum, að loka þessu svæði var sú að öryggismál voru ekki í lagi, einkum og sér það sem snýr að brunavörnum,“ sagði Ásta um lokun svæðisins. Ekki hafi verið hægt að bæta úr brunavörnum nema rýma svæðið, deiliskipuleggja upp á nýtt og koma fyrir innviðum á borð við vatnslögnum og annað. Sagði Ásta einnig að þegar málið hafi verið kannað nánar hafi ekki verið ekki nein lagaheimild fyrir því „að vera með svona heilsárssvæði því það þurfti byggingarleyfi fyrir mannvirkjum sem ætti að standa á slíku svæði,“ eins og Ásta orðaði það. Svæðið má muna sinn fífill fegurri.Vísir/Vilhelm Guðlaugur gefur ekki mikið fyrir útskýringar sveitarfélagsins og segir að lögmaður sé kominn í málið fyrir hönd hópsins. „Spurningin hefur alltaf verið hvort að uppsagnirnar séu lögmætar. Það er verið að fara í gegnum það núna.“ Að auki hefur Guðlaugur sent inn kæru til innviðaráðuneytisins vegna framgöngu Bláskógabyggðar í málinu. Ég sendi í dag inn kæru til innviðaráðuneytisins um brot á stjórnsýslulögum og bað um flýtimeðferð, segir Guðlaugur. Þið ætlið að berjast fyrir þessu eins langt og þið komist? „Ég veit að margir koma aftur ef einhver mannúð er sýnd. Ég er aðeins byrjaður að athuga vilja fólks og það hafa nokkrir sýnt þann vilja, einn kominn með hjólhýsið aftur.“ Kofinn skilinn eftir, en annað farið.Vísir/Vilhelm Guðlaugur segir að hópurinn sé ánægður með að enn sé verið að berjast fyrir framtíð svæðisins. „Þau voru voða ánægð því að það var búið að rífa þau svo langt niður, þau voru voða ánægð að það væri einhver að taka upp hanskann aftur. Hrafnhildur er búin að berjast eins og hetja, búin að ryðja jarðveginn og sá og nú ég að reyna að tryggja að uppskeran komi upp.“ Útivaskurinn einn eftir.Vísir/Vilhelm Þegar Vísir náði tali af Guðlaugi stóð hann við afleggjarann að svæðinu. Þar er hann með stórt skilti og dreifibréf til að vekja athygli á málinu. Hann telur að heimamenn á Laugarvatni séu frekar með eigendum hjólhýsanna í liði en annað. „Þetta er minnihlutahópur í Bláskógabyggð og hann er alveg gjörsamlega hundsaður þrátt fyrir að þetta sé þeirra svæði og þeir hafi aldrei haft neitt út á okkur að setja.“
Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Bláskógabyggð Stjórnsýsla Tjaldsvæði Tengdar fréttir Bréfið að fara hryllilega í alla Í dag fengu íbúar hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni bréf frá sveitarstjórn þar sem þeim var sagt að þeir þyrftu að yfirgefa húsin innan tveggja vikna. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni segir bréfið fara hryllilega í alla íbúa en sveitarstjóri í Bláskógabyggð segir að fólki hafi átt að vera þetta ljóst. 18. ágúst 2022 17:00 „Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36 Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06 Mesta eldhættan þegar ekið er með hjólhýsi Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir mikilvægt að fólk gangi vel frá gasi og rafmagni áður en lagt er af stað í ferðalög með hjólhýsi og aðra aftanívagna. Mest hætta sé á ferðum við akstur með slíka ferðavagna í eftirdragi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti elda í tveimur hjólhýsum í gær. 19. júlí 2021 12:03 Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Bréfið að fara hryllilega í alla Í dag fengu íbúar hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni bréf frá sveitarstjórn þar sem þeim var sagt að þeir þyrftu að yfirgefa húsin innan tveggja vikna. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni segir bréfið fara hryllilega í alla íbúa en sveitarstjóri í Bláskógabyggð segir að fólki hafi átt að vera þetta ljóst. 18. ágúst 2022 17:00
„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36
Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06
Mesta eldhættan þegar ekið er með hjólhýsi Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir mikilvægt að fólk gangi vel frá gasi og rafmagni áður en lagt er af stað í ferðalög með hjólhýsi og aðra aftanívagna. Mest hætta sé á ferðum við akstur með slíka ferðavagna í eftirdragi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti elda í tveimur hjólhýsum í gær. 19. júlí 2021 12:03
Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04