Á sunnudag var greint frá því að nýliðinn Robinson hefði hlotið tvö skotsár, bæði voru á neðri útlimum hans og leikmaðurinn því ekki í lífshættu. Hann fór þó strax í aðgerð og degi síðart birti hann mynd á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að „aðgerðin hefði farið vel.“
An update from Brian
— Washington Commanders (@Commanders) August 29, 2022
@BrianR_4 pic.twitter.com/xhfYRXtSoO
Lögreglan hefur ekki haft hendur í hári ræningjanna og enn er óvíst hvort um rán eða bílarán hafi verið að ræða. Það sem er vitað er að tveir menn veittust að Robinson er hann var í bifreið sinni með áðurnefndum afleiðingum. Eftir að skotin riðu af flúðu mennirnir af vettvangi og losuðu sig við skotvopnið sem fannst ekki langt í burtu frá staðnum þar sem ránstilraunin fór fram.
„Hann var mjög heppinn þar sem þetta hefði getað farið mun verr. Nú snýst þetta bara um að jafna sig, við bíðum eftir að læknarnir gefi honum grænt ljós en þangað til snýst þetta um að jafna sig. Hann er magnaður ungur maður, mun meira en aðeins fótboltamaður,“ sagði Ron Riviera, þjálfari Washington, um Robinson.
NFL-tímabilið hefst 9. september næstkomandi en Washington Commanders mæta Jacksonville Jaguers þann 11. september. Ljóst er að Robinson missir af þeim leik og óvíst er hvenær hann mun þreyta frumraun sína í NFL-deildinni.