„Við erum aldrei að fara að falla úr þessari deild“ Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 20:00 Atli Jónasson, markvörður Leiknis. Sigurjón Atli Jónasson, markvörður Leiknis, lék í gær sinn fyrsta leik í efstu deild í 13 ár þegar Leiknir og Breiðablik áttust við í 19. umferð Bestu-deildar karla. Breiðablik vann leikinn 4-0 sem gerir að verkum að Leiknir er eitt í neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. „Númer eitt tvö og þrjú er það pirrandi fyrir okkur í Leikni að tapa þessum leik þó hann hafi verið erfiður. Það er nóg framundan en það gleymist að ég er í liði. Við ætlum bara að halda áfram að berjast en við erum aldrei að fara að falla úr þessari deild,“ sagði Atli í viðtali við Stöð 2 í dag. Atli kom óvænt inn í liðið eftir að aðalmarkvörður liðsins, Viktor Freyr Sigurðsson, gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Atli kom samt ágætlega frá leiknum þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni, leikmanni Breiðabliks, á 45. mínútu. „Ég vissi hvert hann var að fara að skjóta um leið og hann setti boltann á punktinn. Ég ætla ekki að segja hvernig ég vissi það en ég vissi það í svona korter, hvert hann ætlaði að skjóta,“ svaraði Atli aðspurður út í vítaspyrnuna. Síðasti leikur sem Atli lék í efstu deild var með KR gegn Val í júlí 2009. Atli er 35 ára gamall en hann vildi ekki gefa upp hvort hann myndi spila áfram með Leikni á næsta tímabili. „Á næsta ári?“ Spurði Atli hissa á móti áður en hann bætti við. „Við verðum bara að fá að skoða það,“ sagði Atli Jónasson, markvörður Leiknis, með bros á vör. Viðtalið við Atla í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. >
Breiðablik vann leikinn 4-0 sem gerir að verkum að Leiknir er eitt í neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. „Númer eitt tvö og þrjú er það pirrandi fyrir okkur í Leikni að tapa þessum leik þó hann hafi verið erfiður. Það er nóg framundan en það gleymist að ég er í liði. Við ætlum bara að halda áfram að berjast en við erum aldrei að fara að falla úr þessari deild,“ sagði Atli í viðtali við Stöð 2 í dag. Atli kom óvænt inn í liðið eftir að aðalmarkvörður liðsins, Viktor Freyr Sigurðsson, gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Atli kom samt ágætlega frá leiknum þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni, leikmanni Breiðabliks, á 45. mínútu. „Ég vissi hvert hann var að fara að skjóta um leið og hann setti boltann á punktinn. Ég ætla ekki að segja hvernig ég vissi það en ég vissi það í svona korter, hvert hann ætlaði að skjóta,“ svaraði Atli aðspurður út í vítaspyrnuna. Síðasti leikur sem Atli lék í efstu deild var með KR gegn Val í júlí 2009. Atli er 35 ára gamall en hann vildi ekki gefa upp hvort hann myndi spila áfram með Leikni á næsta tímabili. „Á næsta ári?“ Spurði Atli hissa á móti áður en hann bætti við. „Við verðum bara að fá að skoða það,“ sagði Atli Jónasson, markvörður Leiknis, með bros á vör. Viðtalið við Atla í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. >
Besta deild karla Íslenski boltinn Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn toppliðinu á sunnudag Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. 29. ágúst 2022 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Blikum, dramatík á Akureyri og í Keflavík, ÍBV kom til baka og ekkert gerðist í Vesturbæ Alls fóru fimm leikir fram í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag. Það var nóg um að vera, mikið af mörkum, nóg af dramatík og mikil skemmtun á flestum völlum. Hér að neðan má sjá öll mörkin og allt það helsta sem gerðist. 29. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn toppliðinu á sunnudag Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. 29. ágúst 2022 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15
Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Blikum, dramatík á Akureyri og í Keflavík, ÍBV kom til baka og ekkert gerðist í Vesturbæ Alls fóru fimm leikir fram í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag. Það var nóg um að vera, mikið af mörkum, nóg af dramatík og mikil skemmtun á flestum völlum. Hér að neðan má sjá öll mörkin og allt það helsta sem gerðist. 29. ágúst 2022 14:01