Stríðsástand í stúkunni eftir Stokkhólmsslaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 07:31 Stuðningsmenn Hammarby áður en öryggisgirðing á milli þeirra og stuðningsmanna AIK var brotin niður. Dagens Nyheter/Jonathan Näckstrand/Bildbyrån Óhætt er að segja að stemningin hafi ekki verið vinaleg á Friends Arena í Stokkhólmi í gær eftir 2-2 jafntefli grannliðanna AIK og Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lögreglan í sænsku höfuðborginni er með málið til rannsóknar. Eftir að leik lauk brutust út mikil slagsmál milli stuðningsmanna liðanna þar sem þeir brutu niður girðingu sem aðskildi tilskipuð svæði þeirra. Öryggisverðir þurftu að stíga á milli manna en það voru ekki aðeins hnefarnir sem voru látnir tala þar sem stuðningsmenn beggja liða skutu einnig skotblysum í átt að hvorum öðrum. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá því að lögregla rannsaki tvö mismunandi atvik uppþots í stúkunni. „Stuðningsfólkið gerði aðsúg að hvoru öðru á mismunandi stöðum í stúkunni. Eftir það voru uppþot á tveimur mismunandi stöðum á vellinum. Í uppþotinu beitti fólk hvoru öðru grófu ofbeldi og flugeldaskotum,“ hefur SVT eftir Ola Österling, talsmanni lögreglunnar í Stokkhólmi. Stökiga scener efter stockholmsderbyt på Friends Arena pic.twitter.com/gZVHhTqthk— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 28, 2022 Österling segir þá skýrt að öryggisáætlun hafi mistekist. „Það er á ábyrgð skipuleggjanda leiksins, og þeir verða að hafa stuðning lögreglunnar. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn hafa getað komist hjá öryggisgæslu á vellinum til að beita hvora aðra ofbeldi. En auðvitað munum við rannsaka hvað fór úrskeiðis í öryggisáætlun skipuleggjenda með þeim,“ segir hann. Í frétt SVT segir þá að fjölmargir gerendanna séu þekktar fótboltabullur og séu ekki á borði lögreglu í fyrsta sinn. Þónokkrar handtökur hafi verið gerðar í gær. Þá sakaði engan alvarlega en þónokkrir sáust flýja vettvang blóðugir. Slagsmál brutust einnig út í Årsta-hverfi í Stokkhólmi eftir leik í gær. Þar voru 97 handteknir. Líklegt þykir að AIK og Hammarby eigi sektir yfir höfði sér vegna atvika gærdagsins. Hammarby er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig en AIK er með 36 stig í fjórða sæti. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Eftir að leik lauk brutust út mikil slagsmál milli stuðningsmanna liðanna þar sem þeir brutu niður girðingu sem aðskildi tilskipuð svæði þeirra. Öryggisverðir þurftu að stíga á milli manna en það voru ekki aðeins hnefarnir sem voru látnir tala þar sem stuðningsmenn beggja liða skutu einnig skotblysum í átt að hvorum öðrum. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá því að lögregla rannsaki tvö mismunandi atvik uppþots í stúkunni. „Stuðningsfólkið gerði aðsúg að hvoru öðru á mismunandi stöðum í stúkunni. Eftir það voru uppþot á tveimur mismunandi stöðum á vellinum. Í uppþotinu beitti fólk hvoru öðru grófu ofbeldi og flugeldaskotum,“ hefur SVT eftir Ola Österling, talsmanni lögreglunnar í Stokkhólmi. Stökiga scener efter stockholmsderbyt på Friends Arena pic.twitter.com/gZVHhTqthk— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 28, 2022 Österling segir þá skýrt að öryggisáætlun hafi mistekist. „Það er á ábyrgð skipuleggjanda leiksins, og þeir verða að hafa stuðning lögreglunnar. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn hafa getað komist hjá öryggisgæslu á vellinum til að beita hvora aðra ofbeldi. En auðvitað munum við rannsaka hvað fór úrskeiðis í öryggisáætlun skipuleggjenda með þeim,“ segir hann. Í frétt SVT segir þá að fjölmargir gerendanna séu þekktar fótboltabullur og séu ekki á borði lögreglu í fyrsta sinn. Þónokkrar handtökur hafi verið gerðar í gær. Þá sakaði engan alvarlega en þónokkrir sáust flýja vettvang blóðugir. Slagsmál brutust einnig út í Årsta-hverfi í Stokkhólmi eftir leik í gær. Þar voru 97 handteknir. Líklegt þykir að AIK og Hammarby eigi sektir yfir höfði sér vegna atvika gærdagsins. Hammarby er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig en AIK er með 36 stig í fjórða sæti.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira