Stríðsástand í stúkunni eftir Stokkhólmsslaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 07:31 Stuðningsmenn Hammarby áður en öryggisgirðing á milli þeirra og stuðningsmanna AIK var brotin niður. Dagens Nyheter/Jonathan Näckstrand/Bildbyrån Óhætt er að segja að stemningin hafi ekki verið vinaleg á Friends Arena í Stokkhólmi í gær eftir 2-2 jafntefli grannliðanna AIK og Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lögreglan í sænsku höfuðborginni er með málið til rannsóknar. Eftir að leik lauk brutust út mikil slagsmál milli stuðningsmanna liðanna þar sem þeir brutu niður girðingu sem aðskildi tilskipuð svæði þeirra. Öryggisverðir þurftu að stíga á milli manna en það voru ekki aðeins hnefarnir sem voru látnir tala þar sem stuðningsmenn beggja liða skutu einnig skotblysum í átt að hvorum öðrum. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá því að lögregla rannsaki tvö mismunandi atvik uppþots í stúkunni. „Stuðningsfólkið gerði aðsúg að hvoru öðru á mismunandi stöðum í stúkunni. Eftir það voru uppþot á tveimur mismunandi stöðum á vellinum. Í uppþotinu beitti fólk hvoru öðru grófu ofbeldi og flugeldaskotum,“ hefur SVT eftir Ola Österling, talsmanni lögreglunnar í Stokkhólmi. Stökiga scener efter stockholmsderbyt på Friends Arena pic.twitter.com/gZVHhTqthk— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 28, 2022 Österling segir þá skýrt að öryggisáætlun hafi mistekist. „Það er á ábyrgð skipuleggjanda leiksins, og þeir verða að hafa stuðning lögreglunnar. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn hafa getað komist hjá öryggisgæslu á vellinum til að beita hvora aðra ofbeldi. En auðvitað munum við rannsaka hvað fór úrskeiðis í öryggisáætlun skipuleggjenda með þeim,“ segir hann. Í frétt SVT segir þá að fjölmargir gerendanna séu þekktar fótboltabullur og séu ekki á borði lögreglu í fyrsta sinn. Þónokkrar handtökur hafi verið gerðar í gær. Þá sakaði engan alvarlega en þónokkrir sáust flýja vettvang blóðugir. Slagsmál brutust einnig út í Årsta-hverfi í Stokkhólmi eftir leik í gær. Þar voru 97 handteknir. Líklegt þykir að AIK og Hammarby eigi sektir yfir höfði sér vegna atvika gærdagsins. Hammarby er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig en AIK er með 36 stig í fjórða sæti. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Eftir að leik lauk brutust út mikil slagsmál milli stuðningsmanna liðanna þar sem þeir brutu niður girðingu sem aðskildi tilskipuð svæði þeirra. Öryggisverðir þurftu að stíga á milli manna en það voru ekki aðeins hnefarnir sem voru látnir tala þar sem stuðningsmenn beggja liða skutu einnig skotblysum í átt að hvorum öðrum. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá því að lögregla rannsaki tvö mismunandi atvik uppþots í stúkunni. „Stuðningsfólkið gerði aðsúg að hvoru öðru á mismunandi stöðum í stúkunni. Eftir það voru uppþot á tveimur mismunandi stöðum á vellinum. Í uppþotinu beitti fólk hvoru öðru grófu ofbeldi og flugeldaskotum,“ hefur SVT eftir Ola Österling, talsmanni lögreglunnar í Stokkhólmi. Stökiga scener efter stockholmsderbyt på Friends Arena pic.twitter.com/gZVHhTqthk— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 28, 2022 Österling segir þá skýrt að öryggisáætlun hafi mistekist. „Það er á ábyrgð skipuleggjanda leiksins, og þeir verða að hafa stuðning lögreglunnar. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn hafa getað komist hjá öryggisgæslu á vellinum til að beita hvora aðra ofbeldi. En auðvitað munum við rannsaka hvað fór úrskeiðis í öryggisáætlun skipuleggjenda með þeim,“ segir hann. Í frétt SVT segir þá að fjölmargir gerendanna séu þekktar fótboltabullur og séu ekki á borði lögreglu í fyrsta sinn. Þónokkrar handtökur hafi verið gerðar í gær. Þá sakaði engan alvarlega en þónokkrir sáust flýja vettvang blóðugir. Slagsmál brutust einnig út í Årsta-hverfi í Stokkhólmi eftir leik í gær. Þar voru 97 handteknir. Líklegt þykir að AIK og Hammarby eigi sektir yfir höfði sér vegna atvika gærdagsins. Hammarby er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig en AIK er með 36 stig í fjórða sæti.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira