Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2022 17:04 Bryndís Schram segir illa farið með eiginmann sinn. Samsett Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. Í gær fór fram hátíðarsamkoma í tilefni af þriggja áratuga afmæli stjórnmálasambands Íslands við Eystrasaltsríkin en Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna á endurheimt sjálfstæðis Eistlands, Lettlands og Litháens eftir fall Sovíetríkjanna. Forsetar ríkjanna sóttu dagskránna og hittu fulltrúa íslenskra stjórnvalda í gær. Jón Baldvin, sem var utanríkisráðherra á þessum tíma og gegndi mikilvægu hlutverki í stuðningi Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna, var ekki viðstaddur hátíðarsamkomuna. Hann hefur bæði gagnrýnt að boðskort sitt hafi borist of seint og að ekki hafi verið gert ráð fyrir honum í dagskrá samkomunnar. Að sögn forsetaembættisins voru boð send út til allra boðsgesta á mánudag en Jón Baldvin sagðist ekki sjá sér fært að mæta með svo skömmum fyrirvara þar sem hann sé búsettur erlendis. Svarað neyðarkalli frá Litháen Í grein sem birtist á Vísi í dag rifjar Bryndís það upp þegar Jón Baldvin fékk símtal frá Vilníus, höfuðborg Litháen, um miðja nótt í janúar árið 1991. „Kunnugleg rödd sagði: „Jón Baldvin, nú er stundin runnin upp. Þetta er neyðarkall frá Vilníus.“ Þessa rödd átti Vytautas Landsbergis, forseti Þjóðþingsins í Vilníus. Honum var mikið niðri fyrir. Ég heyrði hvert orð sem hann sagði: „Rússarnir hafa ákveðið að láta til skarar skríða“. Ég man, að það fór um mig hrollur við tilhugsunina - Rússarnir – til skarar skríða! „Þú verður að koma strax – nærvera NATO-ráðherra skiptir máli. En enginn þeirra hefur svarað ákalli mínu“,“ skrifar Bryndís og bætir við að Jón Baldvin hafi svarað kallinu og farið til Litháen. Bryndís segir að fréttamenn hafi verið með í för en henni komið á óvart að fyrsta kvöldið hafi í sjónvarpsfréttum verið lögð áhersla á að Jón Baldvin hefði tapað skjalatöskunni sinni á leiðinni. „Það var gefið í skyn, að sennilega hefði [Jón Baldvin] bara dottið í‘ða og þess vegna týnt töskunni sinni! Seinna var sú skýring fundin upp, að líklega hefði KGB stolið þessari umræddu tösku. Hvort tveggja staðleysustafir – tóm vitleysa. Alla vega er taskan enn á sínum stað,“ segir Bryndís. „Og svona eftir á að hyggja: Var þetta það sem þótti fréttnæmast við þessa örlagaríku ferð? Who Cared! Og sagan endurtekur sig í dag.“ Frétt af komu forsetanna fyrir tilviljun Í skriflegu svari til fréttastofu segist Bryndís þarna einkum vísa til þess að fjölmiðlar á borð við RÚV og Morgunblaðið hafi ekki notað tilefnið núna til að rifja upp söguna þar sem Jón Baldvin hafi spilað lykilhlutverk. Í stað þess hafi áhersla verið lögð á hvort eða hvenær honum hafi verið boðið á umrædda samkomu. Bryndís segir þó vera undantekningar þar á. Útvarp Saga hafi flutt langt viðtal við Jón Baldvin og Fréttablaðið birt grein eftir hann þar sem sagan er rifjuð upp. „Opinber heimsókn þriggja þjóðarleiðtoga á sér langan aðdraganda. [Jón Baldvin] frétti af komu þeirra fyrir tilviljun í símtali við vin sinn í Tallinn s.l. mánudag.“ Gitanas Nausėda, forseti Litáens, Diana Nausėdienė, Sirje Karis, Alar Karis, forseti Eistlands, Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Gunnar Sigvaldason, Egils Levits, forseti Lettlands, og Andra Levite í gær.Stjórnarráðið Hefur áhyggjur af skaðlegum misskilningi Jón Baldvin sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á fimmtudag að forsetaembættið hafi farið með rangt mál þegar það sagði hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomuna um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Þetta hefur Jón Baldvin áréttað sérstaklega í bréfi til forseta og utanríkisráðherra Eystrasaltsríkjanna þar sem hann segir svar embættisins gefa til kynna að honum hafi ekki hugnast heimsókn forsetanna til Íslands. „Ég vill fullvissa ykkur um að það gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Líkt og allir samlandar mínir þá fanga ég heimsókn ykkar og okkar vinasambandi.“ Í yfirlýsingu Jóns Baldvins til fjölmiðla í gær sagði hann skýringuna á fjarveru sinni vera einfalda og auðskilda. „Hvergi í dagskrá heimsóknarinnar er gert ráð fyrir nærveru fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Ekki einu sinni í Höfða, þar sem upphafið að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurheimtu sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, átti sér stað, að frumkvæði hans.“ Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Í gær fór fram hátíðarsamkoma í tilefni af þriggja áratuga afmæli stjórnmálasambands Íslands við Eystrasaltsríkin en Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna á endurheimt sjálfstæðis Eistlands, Lettlands og Litháens eftir fall Sovíetríkjanna. Forsetar ríkjanna sóttu dagskránna og hittu fulltrúa íslenskra stjórnvalda í gær. Jón Baldvin, sem var utanríkisráðherra á þessum tíma og gegndi mikilvægu hlutverki í stuðningi Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna, var ekki viðstaddur hátíðarsamkomuna. Hann hefur bæði gagnrýnt að boðskort sitt hafi borist of seint og að ekki hafi verið gert ráð fyrir honum í dagskrá samkomunnar. Að sögn forsetaembættisins voru boð send út til allra boðsgesta á mánudag en Jón Baldvin sagðist ekki sjá sér fært að mæta með svo skömmum fyrirvara þar sem hann sé búsettur erlendis. Svarað neyðarkalli frá Litháen Í grein sem birtist á Vísi í dag rifjar Bryndís það upp þegar Jón Baldvin fékk símtal frá Vilníus, höfuðborg Litháen, um miðja nótt í janúar árið 1991. „Kunnugleg rödd sagði: „Jón Baldvin, nú er stundin runnin upp. Þetta er neyðarkall frá Vilníus.“ Þessa rödd átti Vytautas Landsbergis, forseti Þjóðþingsins í Vilníus. Honum var mikið niðri fyrir. Ég heyrði hvert orð sem hann sagði: „Rússarnir hafa ákveðið að láta til skarar skríða“. Ég man, að það fór um mig hrollur við tilhugsunina - Rússarnir – til skarar skríða! „Þú verður að koma strax – nærvera NATO-ráðherra skiptir máli. En enginn þeirra hefur svarað ákalli mínu“,“ skrifar Bryndís og bætir við að Jón Baldvin hafi svarað kallinu og farið til Litháen. Bryndís segir að fréttamenn hafi verið með í för en henni komið á óvart að fyrsta kvöldið hafi í sjónvarpsfréttum verið lögð áhersla á að Jón Baldvin hefði tapað skjalatöskunni sinni á leiðinni. „Það var gefið í skyn, að sennilega hefði [Jón Baldvin] bara dottið í‘ða og þess vegna týnt töskunni sinni! Seinna var sú skýring fundin upp, að líklega hefði KGB stolið þessari umræddu tösku. Hvort tveggja staðleysustafir – tóm vitleysa. Alla vega er taskan enn á sínum stað,“ segir Bryndís. „Og svona eftir á að hyggja: Var þetta það sem þótti fréttnæmast við þessa örlagaríku ferð? Who Cared! Og sagan endurtekur sig í dag.“ Frétt af komu forsetanna fyrir tilviljun Í skriflegu svari til fréttastofu segist Bryndís þarna einkum vísa til þess að fjölmiðlar á borð við RÚV og Morgunblaðið hafi ekki notað tilefnið núna til að rifja upp söguna þar sem Jón Baldvin hafi spilað lykilhlutverk. Í stað þess hafi áhersla verið lögð á hvort eða hvenær honum hafi verið boðið á umrædda samkomu. Bryndís segir þó vera undantekningar þar á. Útvarp Saga hafi flutt langt viðtal við Jón Baldvin og Fréttablaðið birt grein eftir hann þar sem sagan er rifjuð upp. „Opinber heimsókn þriggja þjóðarleiðtoga á sér langan aðdraganda. [Jón Baldvin] frétti af komu þeirra fyrir tilviljun í símtali við vin sinn í Tallinn s.l. mánudag.“ Gitanas Nausėda, forseti Litáens, Diana Nausėdienė, Sirje Karis, Alar Karis, forseti Eistlands, Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Gunnar Sigvaldason, Egils Levits, forseti Lettlands, og Andra Levite í gær.Stjórnarráðið Hefur áhyggjur af skaðlegum misskilningi Jón Baldvin sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á fimmtudag að forsetaembættið hafi farið með rangt mál þegar það sagði hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomuna um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Þetta hefur Jón Baldvin áréttað sérstaklega í bréfi til forseta og utanríkisráðherra Eystrasaltsríkjanna þar sem hann segir svar embættisins gefa til kynna að honum hafi ekki hugnast heimsókn forsetanna til Íslands. „Ég vill fullvissa ykkur um að það gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Líkt og allir samlandar mínir þá fanga ég heimsókn ykkar og okkar vinasambandi.“ Í yfirlýsingu Jóns Baldvins til fjölmiðla í gær sagði hann skýringuna á fjarveru sinni vera einfalda og auðskilda. „Hvergi í dagskrá heimsóknarinnar er gert ráð fyrir nærveru fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Ekki einu sinni í Höfða, þar sem upphafið að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurheimtu sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, átti sér stað, að frumkvæði hans.“
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01
Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32
Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30