Brynjar Þór: Maður segir aldrei alveg skilið við körfuboltann Atli Arason skrifar 27. ágúst 2022 08:00 Brynjar Þór Björnsson í leik með KR. Vísir/Bára Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, tilkynnti í gær að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril í körfubolta. Brynjar segist þó ekki alveg horfinn af sjónarsviðinu en ætlar að taka sér smá pásu frá boltanum. „Maður segir aldrei alveg skilið við körfuboltann. Ég ætla allavegana aðeins að bíða með að fara í einhverja þjálfun eða eitthvað svoleiðis og leyfa þessu aðeins að sjatna en svo sjáum við til,“ sagði Brynjar Þór Björnsson í viðtali við Stöð 2 í gær. Brynjar spilaði 69 leiki með landsliðinu á sínum ferli og fór meðal annars með landsliðinu á EM. Eins og kannski flestir, þá bjóst hann ekki við þessari ótrúlegu framþróun á íslenskum körfubolta sem hefur átt sér stað frá því hann byrjaði að spila. „Þegar maður kemur fyrst inn í þetta 2006 þá erum við í harki í þessu B-deildar fyrirkomulagi sem var hérna áður fyrr. Þá horfði maður á þetta eins og maður ætti engan möguleika að komast á eitthvað mót,“ sagði Brynjar sem þakkar baráttu Ólafs Rafnssonar heitins, sem barðist fyrir því að minni landslið kæmust inn á stórmót. „Með þessari gullkynslóð, 82 og 81 árganginum þá gerðist eitthvað fallegt. Þetta var eiginlega toppurinn á ferlinum því það var svo gaman að vera í landsliðinu. Peningar skiptu engi máli og menn voru bara í þessu af ástríðu. Þá fórnuðu menn sumarfríinu til að vera með landsliðinu því þetta var svo ógeðslega skemmtilegt. Menn fórnuðu tíma sínum fyrir land og þjóð,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. Brynjar fór um víðan völl í viðtali við Guðjón Guðmundsson en samtalið þeirra í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Brynjar Þór: Maður segir aldrei alveg skilið við körfuboltann Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla KR Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
„Maður segir aldrei alveg skilið við körfuboltann. Ég ætla allavegana aðeins að bíða með að fara í einhverja þjálfun eða eitthvað svoleiðis og leyfa þessu aðeins að sjatna en svo sjáum við til,“ sagði Brynjar Þór Björnsson í viðtali við Stöð 2 í gær. Brynjar spilaði 69 leiki með landsliðinu á sínum ferli og fór meðal annars með landsliðinu á EM. Eins og kannski flestir, þá bjóst hann ekki við þessari ótrúlegu framþróun á íslenskum körfubolta sem hefur átt sér stað frá því hann byrjaði að spila. „Þegar maður kemur fyrst inn í þetta 2006 þá erum við í harki í þessu B-deildar fyrirkomulagi sem var hérna áður fyrr. Þá horfði maður á þetta eins og maður ætti engan möguleika að komast á eitthvað mót,“ sagði Brynjar sem þakkar baráttu Ólafs Rafnssonar heitins, sem barðist fyrir því að minni landslið kæmust inn á stórmót. „Með þessari gullkynslóð, 82 og 81 árganginum þá gerðist eitthvað fallegt. Þetta var eiginlega toppurinn á ferlinum því það var svo gaman að vera í landsliðinu. Peningar skiptu engi máli og menn voru bara í þessu af ástríðu. Þá fórnuðu menn sumarfríinu til að vera með landsliðinu því þetta var svo ógeðslega skemmtilegt. Menn fórnuðu tíma sínum fyrir land og þjóð,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. Brynjar fór um víðan völl í viðtali við Guðjón Guðmundsson en samtalið þeirra í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Brynjar Þór: Maður segir aldrei alveg skilið við körfuboltann Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla KR Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti