Sextán „fyrirmyndarfyrirtækjum“ veitt viðurkenning Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2022 17:00 Fulltrúar fyrirtækjanna sextán sem þykja til fyrirmyndar. Eyþór Árnason Sextán fyrirtæki hlutu í dag viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“ við hátíðlega athöfn á Nauthóli. Auk fulltrúa fyrirtækjanna voru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland viðstödd athöfnina en þau veita viðurkenningarnar. Fyrirtækin sextán standa í fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna banka, fjármálafyrirtæki, tryggingarfélög, fasteignafélög, fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki, verkfræðiþjónustu og drykkjarframleiðanda. Fyrirtækin sem hlutu verðlaun sem fyrirmyndarfyrirtæki í ár eru Arion Banki, Landsbankinn, Kvika banki, Íslandssjóðir, Reiknistofa bankanna, Lánasjóður sveitarfélaga, Stefnir, TM, Vátryggingafélag Íslands, Vörður, Eik fasteignafélag, Reitir, Reginn, Sýn, Mannvit og Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Tilnefningarnefndir hafi aukið gegnsæi og áhuga Á viðurkenningarathöfninni hélt Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, erindi um hluthafalýðræði og tilnefningarnefndir. Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, fór með tölu.Eyþór Árnason Þar sagði hann meðal annars að reynsla af tilnefningarnefndum, sem farið hefur ört fjölgandi á síðustu árum, sé almennt góð. Nefndirnar auki gegnsæi og fagleika auk þess sem framboðum til stjórnarsetu hafi almennt fjölgað með tilkomu þeirra. Þá fór Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf yfir verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum sem sett var á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að „góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín“ en liður í því er „útgáfa, og regluleg uppfærsla, leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja“. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, veitti viðurkenningarnar og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var fundarstjóri. Kauphöllin Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Auk fulltrúa fyrirtækjanna voru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland viðstödd athöfnina en þau veita viðurkenningarnar. Fyrirtækin sextán standa í fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna banka, fjármálafyrirtæki, tryggingarfélög, fasteignafélög, fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki, verkfræðiþjónustu og drykkjarframleiðanda. Fyrirtækin sem hlutu verðlaun sem fyrirmyndarfyrirtæki í ár eru Arion Banki, Landsbankinn, Kvika banki, Íslandssjóðir, Reiknistofa bankanna, Lánasjóður sveitarfélaga, Stefnir, TM, Vátryggingafélag Íslands, Vörður, Eik fasteignafélag, Reitir, Reginn, Sýn, Mannvit og Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Tilnefningarnefndir hafi aukið gegnsæi og áhuga Á viðurkenningarathöfninni hélt Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, erindi um hluthafalýðræði og tilnefningarnefndir. Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, fór með tölu.Eyþór Árnason Þar sagði hann meðal annars að reynsla af tilnefningarnefndum, sem farið hefur ört fjölgandi á síðustu árum, sé almennt góð. Nefndirnar auki gegnsæi og fagleika auk þess sem framboðum til stjórnarsetu hafi almennt fjölgað með tilkomu þeirra. Þá fór Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf yfir verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum sem sett var á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að „góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín“ en liður í því er „útgáfa, og regluleg uppfærsla, leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja“. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, veitti viðurkenningarnar og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var fundarstjóri.
Kauphöllin Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira