Einnig voru þrír ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum en einn þeirra er sagður hafa ekið án þess að hafa ökuréttindi, sá hafi verið látinn laus eftir sýnatöku en hinir tveir eftir að „hefðbundnu ferli“ hafi verið lokið.
Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að ökumaður hafi verið stöðvaður klukkan hálf eitt í nótt á 133 kílómetra hraða á stað þar sem leyfður hámarkshraði sé 80, málið hafi verið afgreitt með vettvangsskýrslu.