Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarstjórn Húnabyggðar sem birt var í kvöld.
Það er eftir að maður skaut konu til bana og særði eiginmann hennar alvarlega um síðustu helgi. Sonur hjónanna banaði svo árásarmanninum, samkvæmt heimildum fréttastofu.
Sveitarstjórnin biður alla þá sem vilja senda góða strauma og hlýju að mæta og taka þátt í kærleiksstundinni, sem hefst klukkan níu annað kvöld við nýja vallarhúsið.