Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2022 14:17 Ólafur Þ. Stephensen hvetur stjórnvöld til að lækka toll á innflutning franskra kartafla. Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sendi bréf til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með erindi sínu um afnám tollsins. Þar segir hann að tollurinn á innflutning franskra kartafla hafi um árabil „eingöngu verndað framleiðslu þessa eina fyrirtækis, sem þar að auki framleiddi franskar að hluta til úr innfluttu hráefni.“ Ekki hægt að réttlæta himinháan reikning til neytenda Jafnframt segir hann að undanfarin ár hafi um 95 prósent franskra kartafla, sem sé neytt hérlendis, verið innflutt vara og að á þær leggist hæsti mögulegi tollur samkvæmt tollskrá, eða 76 prósent. Ekki sé hægt að réttlæta að neytendum sé sendur himinhár reikningur til að vernda innlenda framleiðslu þegar hún er ekki lengur til. Í ljósi þeirrar miklu verðbólgi sem nú er segir Ólafur að stjórnvöld eigi að „gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lækka verð á neyzluvörum. Afnám tolls á franskar kartöflur er augljós leið til þess.“ Skattar og tollar Matur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sendi bréf til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með erindi sínu um afnám tollsins. Þar segir hann að tollurinn á innflutning franskra kartafla hafi um árabil „eingöngu verndað framleiðslu þessa eina fyrirtækis, sem þar að auki framleiddi franskar að hluta til úr innfluttu hráefni.“ Ekki hægt að réttlæta himinháan reikning til neytenda Jafnframt segir hann að undanfarin ár hafi um 95 prósent franskra kartafla, sem sé neytt hérlendis, verið innflutt vara og að á þær leggist hæsti mögulegi tollur samkvæmt tollskrá, eða 76 prósent. Ekki sé hægt að réttlæta að neytendum sé sendur himinhár reikningur til að vernda innlenda framleiðslu þegar hún er ekki lengur til. Í ljósi þeirrar miklu verðbólgi sem nú er segir Ólafur að stjórnvöld eigi að „gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lækka verð á neyzluvörum. Afnám tolls á franskar kartöflur er augljós leið til þess.“
Skattar og tollar Matur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09