Sjáðu fyrsta mark Þórs/KA síðan í júní og sjö mörk Stjörnunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2022 11:31 Stjarnan hafði ærna ástæðu til að fagna í gærkvöld. Vísir/Hulda Margrét Tveir leikir voru á dagskrá í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær sem voru mikilvægir bæði á toppi og botni. Þór/KA vann sinn fyrsta leik síðan 1. júní og Evrópudraumur Stjörnunnar lifir eftir risasigur. Þór/KA hafði spilað fjóra leiki í röð í deildinni án þess að skora þar sem síðustu mörk liðsins komu í 3-3 jafntefli við botnlið KR þann 14. júní. Liðið hafði þá ekki fagnað sigri frá 3-2 sigri á Keflavík þann 1. júní. Það var því kærkominn 1-0 sigur sem vannst á Þrótti Reykjavík, sem missteig sig í baráttunni um Evrópusæti. María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu en markið má sjá að neðan. Þór/KA fjarlægðist lítillega fallsvæðið með sigrinum en liðið er með 13 stig í áttunda sæti, jafnt Keflavík að stigum sem er sæti ofar, fjórum fyrir ofan Aftureldingu sem er með níu stig í níunda sæti. KR er með sjö stig á botninum. Klippa: Markið úr leik Þór/KA og Þróttar Tap Þróttar gaf Stjörnunni tækifæri á að hirða af þeim 3. sæti deildarinnar og halda vonum sínum um Evrópusæti á lífi. Tvö efstu sæti deildarinnar gefa sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Stjarnan mætti Aftureldingu, sem er líkt og Þór/KA að berjast á botninum. Mosfellingar byrjuðu betur en Eyrún Vala Harðardóttir kom liðinu yfir á 5. mínútu leiksins. Þær leiddu 1-0 fram á 34. mínútu þegar Jasmín Erla Ingadóttir jafnaði leikinn en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir á 43. mínútu og Jasmín bætti öðru marki sínu við strax í næstu sókn. Staðan var því 3-1 í hálfleik fyrir Garðbæinga. Hin nýsjálenska Betsy Hassett skoraði fjórða mark Stjörnunnar á 59. mínútu og Gyða Kristín skoraði annað mark sitt þremur mínútum síðar. Málfríður Erna Sigurðardóttir skoraði sjötta mark Stjörnunnar á 68. mínútu og þá innsiglaði Jasmín Erla þrennu sína og 7-1 sigur Stjörnunnar sex mínútum fyrir leikslok. Stjarnan fer þá uppfyrir Þrótt í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig, en Þróttur er með 25 stig í því fjórða. Breiðablik er aðeins stigi ofar en Stjarnan og Valur er á toppnum með 32 stig. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni á Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Aftureldingar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Stjarnan Þór Akureyri KA Þróttur Reykjavík Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan-Afturelding 7-1 | Stjarnan kjöldró Aftureldingu Stjarnan valtaði yfir Aftureldingu 7-1. Það var hins vegar Afturelding sem komst yfir á 5. mínútu en það virtist hafa verið það sem þurfti til að vekja Stjörnuna því heimakonur settu allt í botn eftir að hafa lent undir.Staðan í hálfleik var 3-1 og hafði Afturelding lítinn áhuga á að spila síðari hálfleikinn því mótspyrnan var engin sem varð til þess að Stjarnan bætti við þremur mörkum og leikurinn endaði 7-1. 23. ágúst 2022 22:25 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-Þróttur R. 1-0 | Norðankonur fjarlægjast fallsvæðið Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þrótti í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Liðið er nú þremur stigum frá fallsvæðinu eftir sigur kvöldsins. 23. ágúst 2022 21:04 800 kílóum létt af manni „Einhverjir tala um að það sé þungu fargi af manni létt en þetta voru svona 800 kíló sem er létt af manni,“ sagði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA kátur eftir mikilvægan 1-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna á SaltPay vellinum í kvöld. 23. ágúst 2022 20:31 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Þór/KA hafði spilað fjóra leiki í röð í deildinni án þess að skora þar sem síðustu mörk liðsins komu í 3-3 jafntefli við botnlið KR þann 14. júní. Liðið hafði þá ekki fagnað sigri frá 3-2 sigri á Keflavík þann 1. júní. Það var því kærkominn 1-0 sigur sem vannst á Þrótti Reykjavík, sem missteig sig í baráttunni um Evrópusæti. María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu en markið má sjá að neðan. Þór/KA fjarlægðist lítillega fallsvæðið með sigrinum en liðið er með 13 stig í áttunda sæti, jafnt Keflavík að stigum sem er sæti ofar, fjórum fyrir ofan Aftureldingu sem er með níu stig í níunda sæti. KR er með sjö stig á botninum. Klippa: Markið úr leik Þór/KA og Þróttar Tap Þróttar gaf Stjörnunni tækifæri á að hirða af þeim 3. sæti deildarinnar og halda vonum sínum um Evrópusæti á lífi. Tvö efstu sæti deildarinnar gefa sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Stjarnan mætti Aftureldingu, sem er líkt og Þór/KA að berjast á botninum. Mosfellingar byrjuðu betur en Eyrún Vala Harðardóttir kom liðinu yfir á 5. mínútu leiksins. Þær leiddu 1-0 fram á 34. mínútu þegar Jasmín Erla Ingadóttir jafnaði leikinn en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir á 43. mínútu og Jasmín bætti öðru marki sínu við strax í næstu sókn. Staðan var því 3-1 í hálfleik fyrir Garðbæinga. Hin nýsjálenska Betsy Hassett skoraði fjórða mark Stjörnunnar á 59. mínútu og Gyða Kristín skoraði annað mark sitt þremur mínútum síðar. Málfríður Erna Sigurðardóttir skoraði sjötta mark Stjörnunnar á 68. mínútu og þá innsiglaði Jasmín Erla þrennu sína og 7-1 sigur Stjörnunnar sex mínútum fyrir leikslok. Stjarnan fer þá uppfyrir Þrótt í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig, en Þróttur er með 25 stig í því fjórða. Breiðablik er aðeins stigi ofar en Stjarnan og Valur er á toppnum með 32 stig. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni á Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Aftureldingar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Stjarnan Þór Akureyri KA Þróttur Reykjavík Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan-Afturelding 7-1 | Stjarnan kjöldró Aftureldingu Stjarnan valtaði yfir Aftureldingu 7-1. Það var hins vegar Afturelding sem komst yfir á 5. mínútu en það virtist hafa verið það sem þurfti til að vekja Stjörnuna því heimakonur settu allt í botn eftir að hafa lent undir.Staðan í hálfleik var 3-1 og hafði Afturelding lítinn áhuga á að spila síðari hálfleikinn því mótspyrnan var engin sem varð til þess að Stjarnan bætti við þremur mörkum og leikurinn endaði 7-1. 23. ágúst 2022 22:25 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-Þróttur R. 1-0 | Norðankonur fjarlægjast fallsvæðið Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þrótti í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Liðið er nú þremur stigum frá fallsvæðinu eftir sigur kvöldsins. 23. ágúst 2022 21:04 800 kílóum létt af manni „Einhverjir tala um að það sé þungu fargi af manni létt en þetta voru svona 800 kíló sem er létt af manni,“ sagði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA kátur eftir mikilvægan 1-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna á SaltPay vellinum í kvöld. 23. ágúst 2022 20:31 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan-Afturelding 7-1 | Stjarnan kjöldró Aftureldingu Stjarnan valtaði yfir Aftureldingu 7-1. Það var hins vegar Afturelding sem komst yfir á 5. mínútu en það virtist hafa verið það sem þurfti til að vekja Stjörnuna því heimakonur settu allt í botn eftir að hafa lent undir.Staðan í hálfleik var 3-1 og hafði Afturelding lítinn áhuga á að spila síðari hálfleikinn því mótspyrnan var engin sem varð til þess að Stjarnan bætti við þremur mörkum og leikurinn endaði 7-1. 23. ágúst 2022 22:25
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-Þróttur R. 1-0 | Norðankonur fjarlægjast fallsvæðið Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þrótti í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Liðið er nú þremur stigum frá fallsvæðinu eftir sigur kvöldsins. 23. ágúst 2022 21:04
800 kílóum létt af manni „Einhverjir tala um að það sé þungu fargi af manni létt en þetta voru svona 800 kíló sem er létt af manni,“ sagði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA kátur eftir mikilvægan 1-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna á SaltPay vellinum í kvöld. 23. ágúst 2022 20:31