Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2022 22:01 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Julia Nikhinson Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. Þessi gögn tók hann með sér til Flórída og kom fyrir í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi sínum þar sem hann býr. Blaðsíðurnar sjö hundruð voru meðal gagna sem Trump sendi til Þjóðskjalasafnsins síðastliðinn janúar en þetta kemur fram í bréfi sem forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna sendu Trump í maí. Bréfið var opinberað í gærkvöldi af bandamanni Trumps. Gögnin sem nefnd eru í bréfinu eru ekki meðal þeirra sem starfsmenn FBI lögðu hald á er þeir gerðu húsleit í Mar-a-Lago fyrr í ágúst. Fjölmiðlar vestanhafs segja að meðal þeirra gagna sem voru haldlögð hafi verið nokkuð magn leynilegra skjala. Sjá einnig: Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Eftir að Trump afhenti um fimmtán kassa af gögnum til Þjóðskjalasafnsins grunaði starfsmenn þess að enn fleiri gögn, og þar á meðal leynilegar upplýsingar, mætti finna í Mar-a-Lago. Þá hófust viðræður milli safnsins og lögmanna Trumps um hvernig hægt væri að nálgast þessi gögn. Bréfið sem Debra Steidel Wall, yfirmaður Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna, sendi til lögmanna Trumps í maí.AP/Jon Elswick Samkvæmt frétt Politico sýnir bréfið fram á að auk þess að Trump hafi geymt leynileg gögn í Mar-a-Lago hafi lögmenn hans reynt fyrr á árinu að láta reyna á það hvort gögnin gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. Því var hafnað af bæði Hvíta húsinu og Þjóðskjalasafninu. Þrátt fyrir það lögðu lögmenn Trumps fram kröfu í gær þar sem þeir fóru fram á að utanaðkomandi aðili væri fenginn til að fara yfir gögnin og kanna hvort hluti þeirra gæti fallið undir þennan trúnað. Sjá einnig: Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Sá sem birti bréfið heitir John Solomon og hélt hann því fram að það bendlaði Joe Biden, núverandi forseta, við deilurnar um gögnin og húsleitina í Mar-a-Lago. Bréfið gerir það ekki en í því segir Debra Steidel Wall yfirmaður Þjóðskjalasafnsins að Biden hafi verið sammála henni og öðrum um að Trump gæti ekki krafist þess að gögnin nytu þess trúnaðar sem gjarnan fylgir forsetaembættinu. Gæti aukið á vandræði Trumps Í frétt New York Times segir að bréfið gæti aukið á vandræði Trumps. Það sanni að hann hafi geymt háleynilegar upplýsingar í Mar-a-Lago og að Trump og lögmenn hans hafi dregið fæturna í að afhenda gögn til Þjóðskjalasafnsins. Það gæti verið notað til að sýna fram á að Trump hafi reynt að hindra rannsókn á meðhöndlun hans á leynilegum gögnum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heljargrip Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Þessi gögn tók hann með sér til Flórída og kom fyrir í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi sínum þar sem hann býr. Blaðsíðurnar sjö hundruð voru meðal gagna sem Trump sendi til Þjóðskjalasafnsins síðastliðinn janúar en þetta kemur fram í bréfi sem forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna sendu Trump í maí. Bréfið var opinberað í gærkvöldi af bandamanni Trumps. Gögnin sem nefnd eru í bréfinu eru ekki meðal þeirra sem starfsmenn FBI lögðu hald á er þeir gerðu húsleit í Mar-a-Lago fyrr í ágúst. Fjölmiðlar vestanhafs segja að meðal þeirra gagna sem voru haldlögð hafi verið nokkuð magn leynilegra skjala. Sjá einnig: Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Eftir að Trump afhenti um fimmtán kassa af gögnum til Þjóðskjalasafnsins grunaði starfsmenn þess að enn fleiri gögn, og þar á meðal leynilegar upplýsingar, mætti finna í Mar-a-Lago. Þá hófust viðræður milli safnsins og lögmanna Trumps um hvernig hægt væri að nálgast þessi gögn. Bréfið sem Debra Steidel Wall, yfirmaður Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna, sendi til lögmanna Trumps í maí.AP/Jon Elswick Samkvæmt frétt Politico sýnir bréfið fram á að auk þess að Trump hafi geymt leynileg gögn í Mar-a-Lago hafi lögmenn hans reynt fyrr á árinu að láta reyna á það hvort gögnin gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. Því var hafnað af bæði Hvíta húsinu og Þjóðskjalasafninu. Þrátt fyrir það lögðu lögmenn Trumps fram kröfu í gær þar sem þeir fóru fram á að utanaðkomandi aðili væri fenginn til að fara yfir gögnin og kanna hvort hluti þeirra gæti fallið undir þennan trúnað. Sjá einnig: Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Sá sem birti bréfið heitir John Solomon og hélt hann því fram að það bendlaði Joe Biden, núverandi forseta, við deilurnar um gögnin og húsleitina í Mar-a-Lago. Bréfið gerir það ekki en í því segir Debra Steidel Wall yfirmaður Þjóðskjalasafnsins að Biden hafi verið sammála henni og öðrum um að Trump gæti ekki krafist þess að gögnin nytu þess trúnaðar sem gjarnan fylgir forsetaembættinu. Gæti aukið á vandræði Trumps Í frétt New York Times segir að bréfið gæti aukið á vandræði Trumps. Það sanni að hann hafi geymt háleynilegar upplýsingar í Mar-a-Lago og að Trump og lögmenn hans hafi dregið fæturna í að afhenda gögn til Þjóðskjalasafnsins. Það gæti verið notað til að sýna fram á að Trump hafi reynt að hindra rannsókn á meðhöndlun hans á leynilegum gögnum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heljargrip Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Heljargrip Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01
Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16
Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58
Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01
Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40