Mikkel Hansen um veikindin sín: Sjokk fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 11:30 Mikkel Hansen í leik á móti Spánverjum á Evrópumeistaramótinu í ár. EPA-EFE/Tibor Illyes Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen var kynntur í gær sem nýr leikmaður danska félagsins Aalborg Handball en hann kemur til liðsins frá franska liðinu Paris Saint Germain. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir Hansen, sem endaði tíu ára feril sinn með PSG á óhuggulegan hátt. Hansen hefur ekki mikið talað um veikindin sín en gerði það í gær. Hansen er nefnilega á batavegi eftir að hafa fengið blóðtappa í lungun í mars. „Það er alveg á hreinu að þetta var sjokk. Það er aftur á móti minna sjokk þegar þú ert sjálfur í miðju alls því þú ert með fullt af góðu fólki til að hugsa um þig,“ sagði Mikkel Hansen við TV2. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) „Þetta var samt sjokk fyrir mig og það var mjög erfitt fyrir mig að enda tíu ár hjá félaginu svona eftir að hafa verið mjög ánægður þar,“ sagði Hansen. Hér fyrir ofan má einnig sjá hann í viðtali við danska ríkissjónvarpið. Hansen gat ekki klárað síðustu mánuði tímabilsins en hefur unnið að því að koma sér aftur til baka á handboltavöllinn. Hann hefur líkamlega verið endurhæfingu og á blóðþynningarlyfjum. En þetta hefur auðvitað líka reynt á hann andlega. „Þú kemst í gegnum svona með því að tala um það. Það var mjög gott að hafa fjölskylduna með þér og börn sem elska þig sama hvað gerist. Ég fæ nýjan dag með þeim á hverjum degi þar sem við getum gert eitthvað skemmtilegt. Ég eyddi miklum tíma með þeim,“ sagði Hansen. „Ég hef líka hugsað um æfingarnar en það hefur verið mikill tími fyrir eitthvað annað. Það hefur verið gott andlega að geta komist aðeins frá handboltanum. Það eru nefnilega svo mörg ár síðan ég fékk almennilegt frí,“ sagði Hansen en óttast hann að fá annað blóðtappa? „Þannig lifi ég ekki mínu lífi. Ef það væri þannig þá gæti ég alveg eins hætt þessu,“ sagði Hansen. Hann býst við því að byrja að spila um miðjan september. Þangað til má hann ekki spila af því að það er hætta á innvortis blæðingum. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Danski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir Hansen, sem endaði tíu ára feril sinn með PSG á óhuggulegan hátt. Hansen hefur ekki mikið talað um veikindin sín en gerði það í gær. Hansen er nefnilega á batavegi eftir að hafa fengið blóðtappa í lungun í mars. „Það er alveg á hreinu að þetta var sjokk. Það er aftur á móti minna sjokk þegar þú ert sjálfur í miðju alls því þú ert með fullt af góðu fólki til að hugsa um þig,“ sagði Mikkel Hansen við TV2. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) „Þetta var samt sjokk fyrir mig og það var mjög erfitt fyrir mig að enda tíu ár hjá félaginu svona eftir að hafa verið mjög ánægður þar,“ sagði Hansen. Hér fyrir ofan má einnig sjá hann í viðtali við danska ríkissjónvarpið. Hansen gat ekki klárað síðustu mánuði tímabilsins en hefur unnið að því að koma sér aftur til baka á handboltavöllinn. Hann hefur líkamlega verið endurhæfingu og á blóðþynningarlyfjum. En þetta hefur auðvitað líka reynt á hann andlega. „Þú kemst í gegnum svona með því að tala um það. Það var mjög gott að hafa fjölskylduna með þér og börn sem elska þig sama hvað gerist. Ég fæ nýjan dag með þeim á hverjum degi þar sem við getum gert eitthvað skemmtilegt. Ég eyddi miklum tíma með þeim,“ sagði Hansen. „Ég hef líka hugsað um æfingarnar en það hefur verið mikill tími fyrir eitthvað annað. Það hefur verið gott andlega að geta komist aðeins frá handboltanum. Það eru nefnilega svo mörg ár síðan ég fékk almennilegt frí,“ sagði Hansen en óttast hann að fá annað blóðtappa? „Þannig lifi ég ekki mínu lífi. Ef það væri þannig þá gæti ég alveg eins hætt þessu,“ sagði Hansen. Hann býst við því að byrja að spila um miðjan september. Þangað til má hann ekki spila af því að það er hætta á innvortis blæðingum. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold)
Danski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni