Sport

Dagkráin í dag: Rafíþróttir, Meistaradeildin og Besta-deildin

Atli Arason skrifar
Þróttur getur haldið vonum sínum Evrópusæti á lofti með sigri á Þór/KA í dag.
Þróttur getur haldið vonum sínum Evrópusæti á lofti með sigri á Þór/KA í dag. Vísir/Hulda Margrét

Það eru fjórar beinar útsendingar á dagskrá á sport rásum Stöðvar 2 í dag. Umspil um síðustu sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur áfram, rafíþróttir og 14. umferð Bestu-deild kvenna hefst.

Stöð 2 Sport

Fjörið hefst allt á viðureign Þór/KA og Þróttar í Bestu-deild kvenna klukkan 17.50. Leikurinn er frysta viðureign 14. umferð deildarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Síðari viðureign Rauðu Stjörnunnar og Maccabi Haifa í umspili fyrir Meistaradeild Evrópu fer af stað klukkan 18.50. Maccabi Hafia leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum

Stöð 2 Sport 3

Á sama tíma fer fram leikur Viktoria Plzen og Qarabag, eða klukkan 18.50. Staðan í því einvígi er jöfn en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli Qarabag.

Stöð 2 eSport

Stelpurnar í Queens munu spila hina ýmsu leiki og streyma því beint klukkan 21.00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×