Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 15:23 Samúðarkveðjur hafa borist frá fjölda fólks til íbúa Blönduóss í kjölfar atburðarins voveiflega í gærmorgun. Vísir/Helena Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. Á vefsíðu Forsetaembættisins sendir Forseti Íslands íbúum Blönduóss kveðju vegna voðaatburðarins um nýliðna helgi. Í bréfi sem forseti sendi til Guðmundar Hauks Jakobssonar, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar, segir „að á þessari sorgarstundu hugsi Íslendingar til heimafólks þar og allra sem nú eiga skilið stuðning og samúð.“ Einnig biður hann forseta sveitarstjórnar að koma á framfæri þökkum til allra sem sinnt hafa löggæslu, hjúkrun og áfallahjálp á vettvangi. Stjórnmálamenn hugsa til íbúa Blönduóss Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hún sagði ekki annað hægt en „að tárast yfir ávarpi Guðmundar Hauks Jakobssonar“ þegar hann bað um stuðning þjóðarinnar. Þá segir hún að hugur „okkar allra sé hjá þeim sem eiga um sárt að binda sem og öllum íbúum Húnabyggðar“ og að mestu skipti „að halda vel utan um hvert annað og standa saman í sorginni.“ Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um atburðinn voveiflega. Í færslu sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, skrifaði á Facebook sagði hún „Megi allt gott umvefja fallega samfélagið á Blönduósi og Húnabyggð allri í þessum hrikalegu aðstæðum.“ Enn fremur sagðist hún viss um að með tímanum tækist samfélaginu að vinna úr þessum atburðum í krafti smæðar sinnar. Þá tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sér sérstakan tíma til að skila kveðjum til íbúa Blönduóss í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 um ótengt mál. Samúðarkveðjur frá sveitarfélögum Kveðjur hafa borist einnig borist frá ýmsum sveitarfélögum til íbúa Blönduóss. Fyrir hönd íbúa Skagafjarðar sendi sveitarstjórn Skagafjarðar innilegar samúðarkveðjur til Blönduóss. Jafnframt sagði sveitarstjórnin í kveðjunni að hugur Skagfirðinga væri hjá „okkar kæru nágrönnum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna atburðanna.“ Jafnframt sendi bæjarstjórn Akureyrar samúðarkveðjur til „allra þeirra sem eiga um sárt að binda eftir þá voveiflegu atburði sem áttu sér stað á Blönduósi í gærmorgun.“ Þar segir að engin orð fái lýst sorg og vanmætti bæjarstjórnarinnar gagnvart „svo skelfilegum atburði“ og að þau hugsi „með hluttekningu og hlýhug“ til vina sinna á Blönduósi. Einnig sendi sveitarstjórn Húnaþings vestra kærleikskveðjur til Blönduóss þar sem þau sögðust harmi slegin og að hugur þeirra sé hjá öllum íbúum Húnabyggðar. Kirkjan á Blönduósi.Vísir/Helena Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Húnaþing vestra Akureyri Skagafjörður Tengdar fréttir Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Á vefsíðu Forsetaembættisins sendir Forseti Íslands íbúum Blönduóss kveðju vegna voðaatburðarins um nýliðna helgi. Í bréfi sem forseti sendi til Guðmundar Hauks Jakobssonar, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar, segir „að á þessari sorgarstundu hugsi Íslendingar til heimafólks þar og allra sem nú eiga skilið stuðning og samúð.“ Einnig biður hann forseta sveitarstjórnar að koma á framfæri þökkum til allra sem sinnt hafa löggæslu, hjúkrun og áfallahjálp á vettvangi. Stjórnmálamenn hugsa til íbúa Blönduóss Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hún sagði ekki annað hægt en „að tárast yfir ávarpi Guðmundar Hauks Jakobssonar“ þegar hann bað um stuðning þjóðarinnar. Þá segir hún að hugur „okkar allra sé hjá þeim sem eiga um sárt að binda sem og öllum íbúum Húnabyggðar“ og að mestu skipti „að halda vel utan um hvert annað og standa saman í sorginni.“ Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um atburðinn voveiflega. Í færslu sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, skrifaði á Facebook sagði hún „Megi allt gott umvefja fallega samfélagið á Blönduósi og Húnabyggð allri í þessum hrikalegu aðstæðum.“ Enn fremur sagðist hún viss um að með tímanum tækist samfélaginu að vinna úr þessum atburðum í krafti smæðar sinnar. Þá tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sér sérstakan tíma til að skila kveðjum til íbúa Blönduóss í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 um ótengt mál. Samúðarkveðjur frá sveitarfélögum Kveðjur hafa borist einnig borist frá ýmsum sveitarfélögum til íbúa Blönduóss. Fyrir hönd íbúa Skagafjarðar sendi sveitarstjórn Skagafjarðar innilegar samúðarkveðjur til Blönduóss. Jafnframt sagði sveitarstjórnin í kveðjunni að hugur Skagfirðinga væri hjá „okkar kæru nágrönnum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna atburðanna.“ Jafnframt sendi bæjarstjórn Akureyrar samúðarkveðjur til „allra þeirra sem eiga um sárt að binda eftir þá voveiflegu atburði sem áttu sér stað á Blönduósi í gærmorgun.“ Þar segir að engin orð fái lýst sorg og vanmætti bæjarstjórnarinnar gagnvart „svo skelfilegum atburði“ og að þau hugsi „með hluttekningu og hlýhug“ til vina sinna á Blönduósi. Einnig sendi sveitarstjórn Húnaþings vestra kærleikskveðjur til Blönduóss þar sem þau sögðust harmi slegin og að hugur þeirra sé hjá öllum íbúum Húnabyggðar. Kirkjan á Blönduósi.Vísir/Helena
Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Húnaþing vestra Akureyri Skagafjörður Tengdar fréttir Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30
Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47
Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31