Ójöfnuður hafi aukist í fyrra Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 14:25 Guðrúnartún 1 þar sem skrifstofa ASÍ er til húsa auk annarra félaga. VÍSIR/VILHELM Á síðasta ári jókst ójöfnuður í íslensku hagkerfi samkvæmt mánaðaryfirlit ASÍ. Þar kemur fram að stærsta breytingin á tekjum íslenskra heimila í fyrra hafi verið aukning fjármagnstekna en sú aukning hafi nær einungis verið hjá tekjuhæstu tíu prósentum heimilanna. Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að hjá tekjuhæstu tíu prósentum íslenskra heimila hækkuðu ráðstöfunartekjur að meðaltali um rúmlega tíu prósent. Þá hækkun megi einna helst rekja til hækkunar fjármagnstekna en tekjuhækkun í öðrum tekjutíundum var mun minni. Hér fyrir neðan má sjá meðalbreytingu einstakra tekjuhópa þar sem hæsta tekjutíundin bætti miklu við sig. Tekjuskipting ívið jafnari á Íslandi en á Norðurlöndum Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að í alþjóðlegum samanburði sé tekjuskipting heldur jöfn á Íslandi og sömuleiðis einna jöfnust meðal OECD ríkja. Þá segir einnig í yfirlitinu að tekjudreifing á Ísland sé jafnari en á Norðurlöndunum eða á pari við þau þrátt fyrir að launadreifing á íslenskum vinnumarkaði sé heldur ójafnari en á hinum Norðurlöndunum. Þar vegur á móti að atvinnuþátttaka er hærri hér á landi en eftir því sem fleiri eru á vinnumarkaði þeim mun jafnari er tekjuskipting almennt. Ójöfnuður aukist undanfarna tvo áratugi Til að meta umfang tekjujöfnuðar beitir ASÍ Gini-mælikvarðanum sem dregur saman í eina tölu umfang ójafnaðar í tekjuskiptingu þjóðar. Sá stuðull nær frá núll upp í einn og því hærri sem talan er því meiri er ójöfnuðurinn. Hér fyrir neðan má sjá graf sem sýnir þróun Gini-stuðulsins á Íslandi undanfarna tvo áratugi. Þar sést hvernig tekjuskipting varð ójafnari frá miðbiki tíunda áratugarins og svo hvernig stuðullinn hækkaði hratt á árunum fyrir fjármálahrun. Eftir hrun lækkaði stuðullinn svo aftur nokkuð hratt. Á árunum 2013 til 2020 reis stuðullinn síðan og hneig aftur og loks sést síðan hvernig ójöfnuður jókst aftur í fyrra. Skoði maður grafið í heild sinni sést einnig hvernig ójöfnuður er orðinn nokkuð meiri en hann var fyrir tveimur áratugum. Kjaramál ASÍ Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að hjá tekjuhæstu tíu prósentum íslenskra heimila hækkuðu ráðstöfunartekjur að meðaltali um rúmlega tíu prósent. Þá hækkun megi einna helst rekja til hækkunar fjármagnstekna en tekjuhækkun í öðrum tekjutíundum var mun minni. Hér fyrir neðan má sjá meðalbreytingu einstakra tekjuhópa þar sem hæsta tekjutíundin bætti miklu við sig. Tekjuskipting ívið jafnari á Íslandi en á Norðurlöndum Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að í alþjóðlegum samanburði sé tekjuskipting heldur jöfn á Íslandi og sömuleiðis einna jöfnust meðal OECD ríkja. Þá segir einnig í yfirlitinu að tekjudreifing á Ísland sé jafnari en á Norðurlöndunum eða á pari við þau þrátt fyrir að launadreifing á íslenskum vinnumarkaði sé heldur ójafnari en á hinum Norðurlöndunum. Þar vegur á móti að atvinnuþátttaka er hærri hér á landi en eftir því sem fleiri eru á vinnumarkaði þeim mun jafnari er tekjuskipting almennt. Ójöfnuður aukist undanfarna tvo áratugi Til að meta umfang tekjujöfnuðar beitir ASÍ Gini-mælikvarðanum sem dregur saman í eina tölu umfang ójafnaðar í tekjuskiptingu þjóðar. Sá stuðull nær frá núll upp í einn og því hærri sem talan er því meiri er ójöfnuðurinn. Hér fyrir neðan má sjá graf sem sýnir þróun Gini-stuðulsins á Íslandi undanfarna tvo áratugi. Þar sést hvernig tekjuskipting varð ójafnari frá miðbiki tíunda áratugarins og svo hvernig stuðullinn hækkaði hratt á árunum fyrir fjármálahrun. Eftir hrun lækkaði stuðullinn svo aftur nokkuð hratt. Á árunum 2013 til 2020 reis stuðullinn síðan og hneig aftur og loks sést síðan hvernig ójöfnuður jókst aftur í fyrra. Skoði maður grafið í heild sinni sést einnig hvernig ójöfnuður er orðinn nokkuð meiri en hann var fyrir tveimur áratugum.
Kjaramál ASÍ Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira