Helena Ósk í stuði er Blikakonur unnu þær tékknesku | Fer Valur í umspil? Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 10:56 Byrjunarlið Breiðabliks í sigrinum á Slovacko. Twitter/Blikar.is Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði öll þrjú mörk Breiðabliks sem vann 3-0 sigur á Slovacko frá Tékklandi í Þrándheimi í Noregi í morgun. Um er að ræða síðari leik Kópavogsliðsins í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Tap fyrir Rosenborg í miðri viku gerði út um vonir Kópavogskvenna um áframhald í keppninni. Blikakonur taka þátt í fyrsta stigi í forkeppni Meistaradeildarinnar en þar eru fjögur lið dregin saman, þau spila til undanúrslita og úrslita, og aðeins eitt lið af fjórum kemst áfram. Þar sem Breiðablik lenti í öðru sæti í Bestu deild kvenna í fyrra eru þær í deildarhluta forkeppninnar, í stað meistarahlutans, en í meistarahlutanum eru Íslandsmeistarar Vals sem geta komist áfram er þær spila síðar í dag. Breiðablik mætir því öðrum liðum sem ekki urðu meistarar í sínu landi, en úr sterkari deildum sem hafa fleira en eitt Evrópusæti, þar á meðal Rosenborg sem vann leik liðanna 4-2 í Þrándheimi á fimmtudag og Blikakonur úr leik. Slovacko tapaði 2-1 fyrir Minsk í Þrándheimi sama dag og því ljóst að Blikar og Slovacko færu ekki lengra í keppninni en liðin spila málamyndaleik um þriðja sæti riðilsins. Sigurinn ekki til einskis þó liðið sé úr leik Breiðablik vann leik dagsins 3-0 þar sem Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði fyrsta mark Blikakvenna á 44. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þannig stóð raunar allt fram á 79. mínútu þegar Helena skoraði sitt annað mark og þá fullkomnaði hún þrennu sína og innsiglaði 3-0 sigur Breiðabliks tveimur mínútum síðar. Sigurinn er þó ekki til einskis því Blikakonur vinna sér og Íslandi inn stig á styrkleikalista UEFA. Ísland á því betri möguleika á að halda í Evrópusætin sín tvö, en í ár eru tvö íslensk lið að taka þátt í Meistaradeildinni annað árið í röð. Svo hafði áður ekki verið frá árinu 2011, þegar bæði Valur og Þór/KA kepptu fyrir Íslands hönd. Valskonur vilja feta í fótspor Blikakvenna Valskonur eru staddar í Beltinci í Slóveníu þar sem þær spila úrslitaleik við Shelbourne frá Írlandi um sæti í umspili um sæti í riðlakeppninni. Leikurinn hefst klukkan 15:30. Valur vann 2-0 sigur á Armeníumeisturum Hayasa í miðri viku á meðan írsku meistararnir í Shelbourne unnu heimakonur í Pomruje. Valur vill eflaust leika eftir afrek Blikakvenna frá því í fyrra en þá komust þær áfram í meistarahluta forkeppninnar og slógu svo Osijek frá Króatíu út í umspilinu til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar fengu leikmenn Breiðabliks að máta sig við marga af bestu leikmönnum heims er þær drógust í riðil með bæði Paris Saint-Germain og Real Madrid. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Blikakonur taka þátt í fyrsta stigi í forkeppni Meistaradeildarinnar en þar eru fjögur lið dregin saman, þau spila til undanúrslita og úrslita, og aðeins eitt lið af fjórum kemst áfram. Þar sem Breiðablik lenti í öðru sæti í Bestu deild kvenna í fyrra eru þær í deildarhluta forkeppninnar, í stað meistarahlutans, en í meistarahlutanum eru Íslandsmeistarar Vals sem geta komist áfram er þær spila síðar í dag. Breiðablik mætir því öðrum liðum sem ekki urðu meistarar í sínu landi, en úr sterkari deildum sem hafa fleira en eitt Evrópusæti, þar á meðal Rosenborg sem vann leik liðanna 4-2 í Þrándheimi á fimmtudag og Blikakonur úr leik. Slovacko tapaði 2-1 fyrir Minsk í Þrándheimi sama dag og því ljóst að Blikar og Slovacko færu ekki lengra í keppninni en liðin spila málamyndaleik um þriðja sæti riðilsins. Sigurinn ekki til einskis þó liðið sé úr leik Breiðablik vann leik dagsins 3-0 þar sem Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði fyrsta mark Blikakvenna á 44. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þannig stóð raunar allt fram á 79. mínútu þegar Helena skoraði sitt annað mark og þá fullkomnaði hún þrennu sína og innsiglaði 3-0 sigur Breiðabliks tveimur mínútum síðar. Sigurinn er þó ekki til einskis því Blikakonur vinna sér og Íslandi inn stig á styrkleikalista UEFA. Ísland á því betri möguleika á að halda í Evrópusætin sín tvö, en í ár eru tvö íslensk lið að taka þátt í Meistaradeildinni annað árið í röð. Svo hafði áður ekki verið frá árinu 2011, þegar bæði Valur og Þór/KA kepptu fyrir Íslands hönd. Valskonur vilja feta í fótspor Blikakvenna Valskonur eru staddar í Beltinci í Slóveníu þar sem þær spila úrslitaleik við Shelbourne frá Írlandi um sæti í umspili um sæti í riðlakeppninni. Leikurinn hefst klukkan 15:30. Valur vann 2-0 sigur á Armeníumeisturum Hayasa í miðri viku á meðan írsku meistararnir í Shelbourne unnu heimakonur í Pomruje. Valur vill eflaust leika eftir afrek Blikakvenna frá því í fyrra en þá komust þær áfram í meistarahluta forkeppninnar og slógu svo Osijek frá Króatíu út í umspilinu til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar fengu leikmenn Breiðabliks að máta sig við marga af bestu leikmönnum heims er þær drógust í riðil með bæði Paris Saint-Germain og Real Madrid.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira