Fyrsta kúlan sem var dregin innihélt nöfn HK og Breiðabliks. Sigurliðið úr þessum leik sem nú er í gangi fær verðugt verkefni í undanúrslitum þar sem ríkjandi bikarmeistarar Víkings bíða. Það er þó alveg ljóst að sama hvernig leikur kvöldsins fer þá fara Víkingar í Kópavoginn.
Hin liðin tvö í undanúrslitum eru FH og KA og munu þau mætast í undanúrslitum. Nafn FH kom fyrr upp úr skálinni og verður leikurinn því spilaður í Kaplakrika, á heimavelli FH-inga.
Undanúrslitin fara fram dagana 31. ágúst og 1. september, en það kemur í ljós í kvöld hvor leikurinn verður leikinn fyrri daginn og hvor þeirra verður leikinn seinni daginn.