Þegar embættismenn fara ekki að lögum Sævar Þór Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 17:02 Fyrir nokkru fékk ég inn á borð til mín mál einstaklings sem sviptur var ökuréttindum. Hann var tekinn fyrir ölvunarakstur árið 2018 en málinu lauk ekki fyrr en með sektargerð í janúar 2020 vegna tafa málsins í höndum lögreglu. Þegar kom svo að því að viðkomandi ætlaði að sækja um ökuréttindi að nýju er honum tjáð að hann þurfi fyrst að ljúka sérstöku námskeiði hjá Samgöngustofu. Þannig var mál með vexti að 1. janúar 2020 höfðu ný umferðarlög tekið gildi sem gerðu það að skilyrði fyrir því að fá að ökuprófið aftur að setið væri sérstakt námskeið hjá Samgöngustofu, en slíkt var ekki skilyrði eldri laga sem í gildi voru þegar viðkomandi brot átti sér stað. Hafði umbjóðandi minn samband við lögreglu í júlí 2021 til að fá þessu breytt en lögreglan vísaði honum á Samgöngustofu. Hjá Samgöngustofu var honum svo aftur vísað á lögregluna. Þegar hann leitar á ný til lögreglunnar þá er honum bent á að tala við sýslumann, sýslumaður sagði honum svo enn á ný að hafa samband við lögreglu. Einstaklingurinn var því búinn að fara fram og til baka í kerfinu á milli embætta sem öll virtust vísa hvert á annað. Að vonum ákvað hann að leita til lögmanns. Eftir formleg bréfaskipti við lögregluna fengust þau svör í gegnum síma, ekki skriflega, að það væri alfarið í höndum Samgöngustofu að taka ákvörðun um það hvort viðkomandi þyrfti að sitja umrætt námskeið eður ei, til þess að fá ökuréttindi á ný. Formlegt svarbréf barst frá Samgöngustofu þar sem fram kom að ekki væri hægt að jafna umsókn um ný ökuréttindi við sjálf viðurlögin sem sviptingin felur í sér. Jafnframt að óski einstaklingur eftir því að fá ökuréttindi á ný beri að fara eftir þeim lögum sem gilda á þeim tíma sem slík umsókn berst og því ætti umbjóðandi minn að sitja námskeið sem nýju umferðalögin gerðu skilyrði um. Þessi ákvörðun Samgöngustofu var kærð Innviðaráðuneytis. Vegna tafa á úrslausn málsins hjá ráðuneytinu var svo send kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Ráðuneytið komst svo að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði þess að geta öðlast ökurétt að nýju gagnvart þeim sem hafa verið sviptir ökuréttindum og óska eftir að öðlast þau á ný, heldur sýslumanns eða eftir atvikum lögreglustjóra. Ráðuneytið tók einnig fram að samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins lægi fyrir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni á því hvort einstaklingar sem sviptir voru ökuskírteini í gildistíð eldri umferðarlaga þurfi að undirgangast námskeið hjá Samgöngustofu samkvæmt 3. mgr. 63. gr. umferðarlaga. Er nú þeim sem hafa verið sviptir í gildistíð eldri laga ekki gert að sækja sérstakt námskeið líkt og áður var krafist. Líkt og áður hefur verið rakið þá hefur ferlið frá því að umbjóðandi minn reyndi fyrst sjálfur að fá svör frá lögreglunni júlí 2021 og allt fram til júlí ári síðar verið langt og strangt. Hafði umbjóðandi minn áður leitað aðstoðar vegna málsins hjá lögreglu og sýslumanni en án árangurs. Það er svo ekki fyrr en að málið er komið til ráðuneytisins að í ljós kemur að hann þurfti ekki að sitja umrætt námskeið hjá Samgöngustofu, eins og hann hafði sjálfur alltaf haldið fram. Það virðist því hafa verið geðþóttaákvörðun embættismanna að setja honum þá kröfu að sitja umrætt námskeið án skýrar lagaheimlidir um slíkt. Það sem er svo einnig mjög alvarlegt í þessu er sú staðreynd að hann í reynd fékk enga afgreiðslu innan stjórnsýslunnar þegar hann óskaði eftir því. Honum er vísað fram og til baka og enginn virðist treysta sér til þess að takast á við röksemdir hans sem voru vel grundaðar og studdar lagatilvísunum. Það var þá ekki fyrr en málið var komið til ráðuneytisins og til umboðsmanns Alþingis að málið fór að fá úrvinnslu. Eftir situr spurningin um skilvirkni kerfisins og hvernig það er eiginlega að virka fyrir almenna borgara sem þurfa leiðbeiningar. Ef þetta mál er dæmigert fyrir málsmeðferðina er augljóst að fólk getur ekki leitað til stjórnsýslunnar án liðsinnis lögmanns. Þá má líka spyrja sig hvernig jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins er framfylgt því ofangreint dæmi gefur það til kynna að þeir sem hafa úthaldið og burði til að kaupa sér þjónustu lögmanna fá betri afgreiðslu á endanum. Er þetta kerfið sem við viljum hafa? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Umferðaröryggi Sævar Þór Jónsson Mest lesið Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru fékk ég inn á borð til mín mál einstaklings sem sviptur var ökuréttindum. Hann var tekinn fyrir ölvunarakstur árið 2018 en málinu lauk ekki fyrr en með sektargerð í janúar 2020 vegna tafa málsins í höndum lögreglu. Þegar kom svo að því að viðkomandi ætlaði að sækja um ökuréttindi að nýju er honum tjáð að hann þurfi fyrst að ljúka sérstöku námskeiði hjá Samgöngustofu. Þannig var mál með vexti að 1. janúar 2020 höfðu ný umferðarlög tekið gildi sem gerðu það að skilyrði fyrir því að fá að ökuprófið aftur að setið væri sérstakt námskeið hjá Samgöngustofu, en slíkt var ekki skilyrði eldri laga sem í gildi voru þegar viðkomandi brot átti sér stað. Hafði umbjóðandi minn samband við lögreglu í júlí 2021 til að fá þessu breytt en lögreglan vísaði honum á Samgöngustofu. Hjá Samgöngustofu var honum svo aftur vísað á lögregluna. Þegar hann leitar á ný til lögreglunnar þá er honum bent á að tala við sýslumann, sýslumaður sagði honum svo enn á ný að hafa samband við lögreglu. Einstaklingurinn var því búinn að fara fram og til baka í kerfinu á milli embætta sem öll virtust vísa hvert á annað. Að vonum ákvað hann að leita til lögmanns. Eftir formleg bréfaskipti við lögregluna fengust þau svör í gegnum síma, ekki skriflega, að það væri alfarið í höndum Samgöngustofu að taka ákvörðun um það hvort viðkomandi þyrfti að sitja umrætt námskeið eður ei, til þess að fá ökuréttindi á ný. Formlegt svarbréf barst frá Samgöngustofu þar sem fram kom að ekki væri hægt að jafna umsókn um ný ökuréttindi við sjálf viðurlögin sem sviptingin felur í sér. Jafnframt að óski einstaklingur eftir því að fá ökuréttindi á ný beri að fara eftir þeim lögum sem gilda á þeim tíma sem slík umsókn berst og því ætti umbjóðandi minn að sitja námskeið sem nýju umferðalögin gerðu skilyrði um. Þessi ákvörðun Samgöngustofu var kærð Innviðaráðuneytis. Vegna tafa á úrslausn málsins hjá ráðuneytinu var svo send kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Ráðuneytið komst svo að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði þess að geta öðlast ökurétt að nýju gagnvart þeim sem hafa verið sviptir ökuréttindum og óska eftir að öðlast þau á ný, heldur sýslumanns eða eftir atvikum lögreglustjóra. Ráðuneytið tók einnig fram að samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins lægi fyrir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni á því hvort einstaklingar sem sviptir voru ökuskírteini í gildistíð eldri umferðarlaga þurfi að undirgangast námskeið hjá Samgöngustofu samkvæmt 3. mgr. 63. gr. umferðarlaga. Er nú þeim sem hafa verið sviptir í gildistíð eldri laga ekki gert að sækja sérstakt námskeið líkt og áður var krafist. Líkt og áður hefur verið rakið þá hefur ferlið frá því að umbjóðandi minn reyndi fyrst sjálfur að fá svör frá lögreglunni júlí 2021 og allt fram til júlí ári síðar verið langt og strangt. Hafði umbjóðandi minn áður leitað aðstoðar vegna málsins hjá lögreglu og sýslumanni en án árangurs. Það er svo ekki fyrr en að málið er komið til ráðuneytisins að í ljós kemur að hann þurfti ekki að sitja umrætt námskeið hjá Samgöngustofu, eins og hann hafði sjálfur alltaf haldið fram. Það virðist því hafa verið geðþóttaákvörðun embættismanna að setja honum þá kröfu að sitja umrætt námskeið án skýrar lagaheimlidir um slíkt. Það sem er svo einnig mjög alvarlegt í þessu er sú staðreynd að hann í reynd fékk enga afgreiðslu innan stjórnsýslunnar þegar hann óskaði eftir því. Honum er vísað fram og til baka og enginn virðist treysta sér til þess að takast á við röksemdir hans sem voru vel grundaðar og studdar lagatilvísunum. Það var þá ekki fyrr en málið var komið til ráðuneytisins og til umboðsmanns Alþingis að málið fór að fá úrvinnslu. Eftir situr spurningin um skilvirkni kerfisins og hvernig það er eiginlega að virka fyrir almenna borgara sem þurfa leiðbeiningar. Ef þetta mál er dæmigert fyrir málsmeðferðina er augljóst að fólk getur ekki leitað til stjórnsýslunnar án liðsinnis lögmanns. Þá má líka spyrja sig hvernig jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins er framfylgt því ofangreint dæmi gefur það til kynna að þeir sem hafa úthaldið og burði til að kaupa sér þjónustu lögmanna fá betri afgreiðslu á endanum. Er þetta kerfið sem við viljum hafa? Höfundur er lögmaður.
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun