Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2022 07:01 Siggi Bjarni og Vilborg á leið sinni upp fjallið. Vilborg Arna Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. Fjallið er rétt rúmlega átta þúsund metra hátt en þegar Vilborg og Siggi Bjarni voru komin í sjö þúsund metra hæð fann Vilborg að það var eitthvað ekki eins og það ætti að vera. Vilborg og Siggi Bjarni höfðu verið í Pakistan í mest allt sumar þegar þau þurftu að hætta við verkefni sitt.Vilborg Arna „Við ákváðum að lækka okkur á fjallinu en í stað þess að lagast að þá fóru einkenni að koma í ljós hjá mér sem bentu til þess að ég væri að verða lasin. Við vorum búin að vega og meta aðstæður og töldum of mikla áhættu fólgna í því að halda áfram og snerum því niður í grunnbúðir. Ég reyndist svo vera með lungnabólgu og fékk far með þyrlu frá herbúðum sem eru rétt við grunnbúðirnar til bæjarins Skardu þar sem ég fór í eftirlit á spítalanum og fékk meðhöndlun,“ segir Vilborg. Hún telur að ef að hún hefði ekki farið heim þá hefði hún sett sig í verulega hættu en hún og Siggi Bjarni voru eina teymið á fjallinu þegar þetta var að gerast. Hún hefði getað orðið alvarlega veik, örmagnast eða ekki náð niður áður en veðurglugginn lokaðist. Fjallið er afar krefjandi en til að komast að fjallinu þurftu Vilborg Arna og Siggi Bjarni að ganga hundrað kílómetra á fimm dögum. Á leið sinni upp fjallið þarf að fara í gegnum ísfjall, ferðast á torfærum jökli og klífa brattann og tignarlegan hrygg. Fjallið er alls ekki fyrir reynslulítið klifurfólk.Vilborg Arna Vilborg og Siggi Bjarni héldu til Slóveníu frá Islamabad, höfuðborgar Pakistan, í nótt. Í dag ferðast þau svo aftur heim til Íslands. „Ég ætla að taka góðan tíma í að ná mér almennilega og komast aftur í form. Ég var með plön fyrir haustið sem þarf aðeins að endurskoða núna en ég er viss um að það kemur eitthvað skemmtilegt út úr því,“ segir Vilborg. Henni líður betur í dag og er að braggast með hverjum degi. Hún er ekki viss hvort hún reyni að klífa Gasherbrum II á ný en það sé þó aldrei að vita. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hefur þurft að ganga frá svona verkefni. „En að því sögðu að þá þarf maður alltaf að vera tilbúinn til þess því aðal markmiðið er alltaf að koma heim. Það er góð tilfinning að vita að við snérum frá á réttum tímapunkti, það erum við Siggi hjartanlega sammála um,“ segir Vilborg. Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fjallið er rétt rúmlega átta þúsund metra hátt en þegar Vilborg og Siggi Bjarni voru komin í sjö þúsund metra hæð fann Vilborg að það var eitthvað ekki eins og það ætti að vera. Vilborg og Siggi Bjarni höfðu verið í Pakistan í mest allt sumar þegar þau þurftu að hætta við verkefni sitt.Vilborg Arna „Við ákváðum að lækka okkur á fjallinu en í stað þess að lagast að þá fóru einkenni að koma í ljós hjá mér sem bentu til þess að ég væri að verða lasin. Við vorum búin að vega og meta aðstæður og töldum of mikla áhættu fólgna í því að halda áfram og snerum því niður í grunnbúðir. Ég reyndist svo vera með lungnabólgu og fékk far með þyrlu frá herbúðum sem eru rétt við grunnbúðirnar til bæjarins Skardu þar sem ég fór í eftirlit á spítalanum og fékk meðhöndlun,“ segir Vilborg. Hún telur að ef að hún hefði ekki farið heim þá hefði hún sett sig í verulega hættu en hún og Siggi Bjarni voru eina teymið á fjallinu þegar þetta var að gerast. Hún hefði getað orðið alvarlega veik, örmagnast eða ekki náð niður áður en veðurglugginn lokaðist. Fjallið er afar krefjandi en til að komast að fjallinu þurftu Vilborg Arna og Siggi Bjarni að ganga hundrað kílómetra á fimm dögum. Á leið sinni upp fjallið þarf að fara í gegnum ísfjall, ferðast á torfærum jökli og klífa brattann og tignarlegan hrygg. Fjallið er alls ekki fyrir reynslulítið klifurfólk.Vilborg Arna Vilborg og Siggi Bjarni héldu til Slóveníu frá Islamabad, höfuðborgar Pakistan, í nótt. Í dag ferðast þau svo aftur heim til Íslands. „Ég ætla að taka góðan tíma í að ná mér almennilega og komast aftur í form. Ég var með plön fyrir haustið sem þarf aðeins að endurskoða núna en ég er viss um að það kemur eitthvað skemmtilegt út úr því,“ segir Vilborg. Henni líður betur í dag og er að braggast með hverjum degi. Hún er ekki viss hvort hún reyni að klífa Gasherbrum II á ný en það sé þó aldrei að vita. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hefur þurft að ganga frá svona verkefni. „En að því sögðu að þá þarf maður alltaf að vera tilbúinn til þess því aðal markmiðið er alltaf að koma heim. Það er góð tilfinning að vita að við snérum frá á réttum tímapunkti, það erum við Siggi hjartanlega sammála um,“ segir Vilborg.
Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira