Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2022 11:12 Kim Yo Jong er systir einræðisherrans Kim Jong Un og háttsett innan kommúnistaflokks Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. Kim sagði að ráðamenn í Norður-Kóreu myndu aldrei sætta sig við svo djarfa tillögu og að Yoon ætti frekar að halda kjafti en að varpa frá sér þvælu sem þessari. Enn fremur kallaði hún þá hugmynd að Norður-Kórea myndi fórna „heiðri sínum og kjarnorkuvopnum“ fyrir efnahagssamvinnu, barnalega. Kim sagði tillöguna varpa ljósi á að Yoon væri einnig barnalegur og einfaldur. „Enginn selur örlög sín fyrir kornköku,“ sagði Kim samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að tillagan hafi fyrst verið opinberuð í maí en Yoon hafi nýverið ítrekað hana. Í stuttu máli felst tillagan í því að hjálpa Norður-Kóreu með hagkerfið, þróun og uppbyggingu innviða. Yoon hefur þó einnig lagt áherslu á að auka hernaðarmátt Suður-Kóreu og hafið á nýjan leik æfingar með herafla Bandaríkjanna. Kim, sem er háttsett í kommúnistaflokki Norður-Kóreu, hefur lengi verið vígreif í garð nágranna sinna í suðri. Nú í vor hótaði hún því til að mynda að Norður-Kórea myndi gera kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu. Sjá einnig: Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Í áðurnefndri yfirlýsingu sem birt var á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, í morgun, sakar Kim Suður-Kóreu um að senda „óhreinan úrgang“ til Norður-Kóreu og mun það vera tilvísun í það að ráðamenn í einræðisríkinu hafa haldið því fram að áróðursmiðar sem sendir eru reglulega með blöðrum til Norður-Kóreu hafi borið Covid-19. Þá gaf Kim einnig út yfirlýsingu og hótaði alvarlegum viðbrögðum við blöðrusendingunum. Yonhap hefur eftir sameiningarráðherra Suður-Kóreu að ummæli Kim séu óviðeigandi og dónaleg. Það væri miður að ráðamenn í Norður-Kóreu væru að rangtúlka tillögur Yoon og bregðast svona dónalega við. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38 Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11 Flugu í átt að landamærum Norður-Kóreu Um tuttugu herþotur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum fóru í morgun á loft og flugu í átt að landamærunum að Norður-Kóreu. Flugferðin átti að sýna Norður-Kóreumönnum glöggt hernaðarmátt sunnanmanna sem njóta liðsinnis Bandaríkjanna. 7. júní 2022 07:31 Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11 Skammaði sína æðstu embættismenn fyrir „vanþroska“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði sína æðstu embættismenn fyrir þroskaleysi og fyrir að bregðast í viðbrögðum við faraldri Covid-19 þar í landi. Þetta segja ríkismiðlar Norður-Kóreu að Kim hafi gert á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu (Politburo) á dögunum. 18. maí 2022 12:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Kim sagði að ráðamenn í Norður-Kóreu myndu aldrei sætta sig við svo djarfa tillögu og að Yoon ætti frekar að halda kjafti en að varpa frá sér þvælu sem þessari. Enn fremur kallaði hún þá hugmynd að Norður-Kórea myndi fórna „heiðri sínum og kjarnorkuvopnum“ fyrir efnahagssamvinnu, barnalega. Kim sagði tillöguna varpa ljósi á að Yoon væri einnig barnalegur og einfaldur. „Enginn selur örlög sín fyrir kornköku,“ sagði Kim samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að tillagan hafi fyrst verið opinberuð í maí en Yoon hafi nýverið ítrekað hana. Í stuttu máli felst tillagan í því að hjálpa Norður-Kóreu með hagkerfið, þróun og uppbyggingu innviða. Yoon hefur þó einnig lagt áherslu á að auka hernaðarmátt Suður-Kóreu og hafið á nýjan leik æfingar með herafla Bandaríkjanna. Kim, sem er háttsett í kommúnistaflokki Norður-Kóreu, hefur lengi verið vígreif í garð nágranna sinna í suðri. Nú í vor hótaði hún því til að mynda að Norður-Kórea myndi gera kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu. Sjá einnig: Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Í áðurnefndri yfirlýsingu sem birt var á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, í morgun, sakar Kim Suður-Kóreu um að senda „óhreinan úrgang“ til Norður-Kóreu og mun það vera tilvísun í það að ráðamenn í einræðisríkinu hafa haldið því fram að áróðursmiðar sem sendir eru reglulega með blöðrum til Norður-Kóreu hafi borið Covid-19. Þá gaf Kim einnig út yfirlýsingu og hótaði alvarlegum viðbrögðum við blöðrusendingunum. Yonhap hefur eftir sameiningarráðherra Suður-Kóreu að ummæli Kim séu óviðeigandi og dónaleg. Það væri miður að ráðamenn í Norður-Kóreu væru að rangtúlka tillögur Yoon og bregðast svona dónalega við.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38 Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11 Flugu í átt að landamærum Norður-Kóreu Um tuttugu herþotur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum fóru í morgun á loft og flugu í átt að landamærunum að Norður-Kóreu. Flugferðin átti að sýna Norður-Kóreumönnum glöggt hernaðarmátt sunnanmanna sem njóta liðsinnis Bandaríkjanna. 7. júní 2022 07:31 Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11 Skammaði sína æðstu embættismenn fyrir „vanþroska“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði sína æðstu embættismenn fyrir þroskaleysi og fyrir að bregðast í viðbrögðum við faraldri Covid-19 þar í landi. Þetta segja ríkismiðlar Norður-Kóreu að Kim hafi gert á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu (Politburo) á dögunum. 18. maí 2022 12:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38
Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11
Flugu í átt að landamærum Norður-Kóreu Um tuttugu herþotur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum fóru í morgun á loft og flugu í átt að landamærunum að Norður-Kóreu. Flugferðin átti að sýna Norður-Kóreumönnum glöggt hernaðarmátt sunnanmanna sem njóta liðsinnis Bandaríkjanna. 7. júní 2022 07:31
Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11
Skammaði sína æðstu embættismenn fyrir „vanþroska“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði sína æðstu embættismenn fyrir þroskaleysi og fyrir að bregðast í viðbrögðum við faraldri Covid-19 þar í landi. Þetta segja ríkismiðlar Norður-Kóreu að Kim hafi gert á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu (Politburo) á dögunum. 18. maí 2022 12:17
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent