Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2022 09:43 Björk Guðmundsdóttir segir að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi bakkað út. Samsett Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í löngu viðtali við Björk í The Guardian, sem birtist í morgun, í tilefni þess að von er á nýrri plötu Bjarkar, Fossora. Í viðtalinu fer Björk yfir víðan völl, hvaða áhrif Covid-faraldurinn hafi haft á listsköpun hennar, nýju plötuna, ferilinn og hennar hjartans mál, sem meðal annars eru umhverfismál. Sár og svekkt með Katrínu Ef marka má viðtalið virðist Björk vera sár og svekkt með framgöngu Katrínar í umhverfismálum. Þannig segir í viðtalinu að árið 2019 hafi Björk, Greta Thunberg og Katrín, sem þá hafði verið forsætisráðherra í tvö ár, myndað með sér samstarf um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Katrín ávarpaði loftslagsfund SÞ í september árið 2019. Sama ár og Björk segir að hún, Katrín og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman.Stephanie Keith/Getty Images) Kemur fram í viðtalinu að þegar tími hafi verið kominn til að senda út tilkynningu hafi Katrín hins vegar hætt við, á ögurstundu. „Ég treysti henni, kannski vegna þess að hún er kona. Svo fór hún og hélt ræðu og minntist ekki einu orði á þetta. Hún minntist ekkert á þetta. Og ég varð svo pirruð,“ er haft eftir Björk á vef Guardian þar sem tekið er fram að henni hafi verið heitt í hamsi þegar hún ræddi um þetta. „Ég hafði undirbúið þetta í marga mánuði,“ er haft eftir Björk. Segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið Á þessum tíma hafði Thunberg öðlast heimsfrægð fyrir að krefja leiðtoga heims um aðgerðir í loftslagsmálum, þá aðeins sextán ára gömul. Þær Björk höfðu einnig unnið saman á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, þar sem skilaboð frá Thunberg voru hluti af tónleikum Bjarkar. Greta Thunberg birtist á skjám á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á tónleikum Bjarkar í New York það ár.Santiago Felipe/Getty Images) Ekki kemur fram hvenær eða við hvaða tilefni Katrín á að hafa bakkað út úr því að tilkynna það sem Björk nefnir í viðtalinu. Nefna má að 2019, sama ár og Björk nefndi í viðtalinu og sama ár og skilaboð Thunberg voru birt á tónleikaferðalagi Bjarkar var Katrín valin til þess að ávarpa loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna, auk Thunberg. Í viðtalinu í Guardian er Björk harðorð í garð Katrínar. „Ég vildi geta stutt hana. Það er erfitt að vera kvenkyns forsætisráðherra. Hún er með alla menningarsnauðu ruddana (e. redneck) á bakinu. En hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið,“ er haft eftir Björk í viðtalinu, sem lesa má í heild sinni hér. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Björk Menning Tónlist Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í löngu viðtali við Björk í The Guardian, sem birtist í morgun, í tilefni þess að von er á nýrri plötu Bjarkar, Fossora. Í viðtalinu fer Björk yfir víðan völl, hvaða áhrif Covid-faraldurinn hafi haft á listsköpun hennar, nýju plötuna, ferilinn og hennar hjartans mál, sem meðal annars eru umhverfismál. Sár og svekkt með Katrínu Ef marka má viðtalið virðist Björk vera sár og svekkt með framgöngu Katrínar í umhverfismálum. Þannig segir í viðtalinu að árið 2019 hafi Björk, Greta Thunberg og Katrín, sem þá hafði verið forsætisráðherra í tvö ár, myndað með sér samstarf um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Katrín ávarpaði loftslagsfund SÞ í september árið 2019. Sama ár og Björk segir að hún, Katrín og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman.Stephanie Keith/Getty Images) Kemur fram í viðtalinu að þegar tími hafi verið kominn til að senda út tilkynningu hafi Katrín hins vegar hætt við, á ögurstundu. „Ég treysti henni, kannski vegna þess að hún er kona. Svo fór hún og hélt ræðu og minntist ekki einu orði á þetta. Hún minntist ekkert á þetta. Og ég varð svo pirruð,“ er haft eftir Björk á vef Guardian þar sem tekið er fram að henni hafi verið heitt í hamsi þegar hún ræddi um þetta. „Ég hafði undirbúið þetta í marga mánuði,“ er haft eftir Björk. Segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið Á þessum tíma hafði Thunberg öðlast heimsfrægð fyrir að krefja leiðtoga heims um aðgerðir í loftslagsmálum, þá aðeins sextán ára gömul. Þær Björk höfðu einnig unnið saman á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, þar sem skilaboð frá Thunberg voru hluti af tónleikum Bjarkar. Greta Thunberg birtist á skjám á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á tónleikum Bjarkar í New York það ár.Santiago Felipe/Getty Images) Ekki kemur fram hvenær eða við hvaða tilefni Katrín á að hafa bakkað út úr því að tilkynna það sem Björk nefnir í viðtalinu. Nefna má að 2019, sama ár og Björk nefndi í viðtalinu og sama ár og skilaboð Thunberg voru birt á tónleikaferðalagi Bjarkar var Katrín valin til þess að ávarpa loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna, auk Thunberg. Í viðtalinu í Guardian er Björk harðorð í garð Katrínar. „Ég vildi geta stutt hana. Það er erfitt að vera kvenkyns forsætisráðherra. Hún er með alla menningarsnauðu ruddana (e. redneck) á bakinu. En hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið,“ er haft eftir Björk í viðtalinu, sem lesa má í heild sinni hér.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Björk Menning Tónlist Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira