Sýnt verður frá þrem golfmótum í dag og við hefjum leik á D+D Real Czech Masters klukkan 11:00 á Stöð 2 Golf, en það er hluti af Evrópumótaröðinni, DP World Tour.
Klukkan 15:00 er svo komið að Aramco Team Series Sotogrande á LET-mótaröðinni á Stöð 2 Sport 4 áður en BMW Championship lokar golfdeginum á Stöð 2 Golf klukkan 19:00.
Þá er einn leikur á dagskrá í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar Hlín Eiríksdóttir og stöllur hennar í Piteå taka á móti Guðrúnu Arnardóttur og stöllum hennar í Rosengård á Stöð 2 Sport 2 klukkan 15:55.
Að lokum er pökkuð dagskrá á Stöð 2 eSport þar sem sýnt verður frá BLAST Premier mótinu í CS:GO frá klukkan 10:30 og fram á kvöld.