Lilja skákar Katrínu og Bjarna Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 13:11 Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir voru bæði tekjulægri á síðasta ári en Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, var með hærri laun en bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á síðasta ári. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var með 3.454.000 krónur á mánuði og trónir toppinn á lista Tekjublaðsins í flokknum „Forseti, alþingismenn og ráðherrar“. Lilja var með 2.808.000 krónur á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag en Katrín var með 2.782.000 krónur og Bjarni með 2.522.000 krónur. Því er Lilja tekjuhæst í ríkisstjórninni. Ekki langt á eftir koma Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfismálaráðherra, með 2.500.000 krónur, Sigurður Ingi Jóhannsson með 2.427.000 krónur og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra með 2.409.000 krónur. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var með 2.395.000 krónur á mánuði en hann hætti í ríkisstjórn og á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Þeir óbreyttu þingmenn, sem sagt þeir sem ekki gegndu ráðherrastöðu á síðasta ári, með hæstu tekjurnar voru Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 2.038.000 krónur, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með 1.957.000 krónur, Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis, með 1.953.000 krónur og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 1.852.000 krónur á mánuði. Þrír tekjuhæstu úr hverjum flokki Hér fyrir neðan má sjá þá þrjá úr hverjum flokki sem voru tekjuhæstir á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Allar tölur eru í krónum taldar. Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 2.522.000 Guðlaugur Þór Þórðarson 2.500.000 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 2.221.000 Framsóknarflokkurinn Lilja Alfreðsdóttir 2.808.000 Sigurður Ingi Jóhannsson 2.427.000 Ásmundur Einar Daðason 2.098.000 Vinstri grænir Katrín Jakobsdóttir 2.782.000 Svandís Svavarsdóttir 2.409.000 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 2.309.000 Samfylkingin Logi Einarsson, 1.957.000 Kristrún Frostadóttir 1.445.000 Ágúst Ólafur Ágústsson 1.343.000 Píratar Björn Leví Gunnarsson 1.373.000 Jón Þór Ólafsson 1.315.000 Helgi Hrafn Gunnarsson 1.299.000 Flokkur fólksins Inga Sæland Ástvaldsdóttir 1.850.000 Jakob Frímann Magnússon 1.275.000 Einungis tveir þingmenn Flokks fólksins eru í blaðinu. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 1.852.000 Bergþór Ólason 1.346.000 Gunnar Bragi Sveinsson 1.315.000 Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1.790.000 Hanna Katrín Friðriksson 1.375.000 Jón Steindór Valdimarsson 1.270.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tekjur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Lilja var með 2.808.000 krónur á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag en Katrín var með 2.782.000 krónur og Bjarni með 2.522.000 krónur. Því er Lilja tekjuhæst í ríkisstjórninni. Ekki langt á eftir koma Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfismálaráðherra, með 2.500.000 krónur, Sigurður Ingi Jóhannsson með 2.427.000 krónur og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra með 2.409.000 krónur. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var með 2.395.000 krónur á mánuði en hann hætti í ríkisstjórn og á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Þeir óbreyttu þingmenn, sem sagt þeir sem ekki gegndu ráðherrastöðu á síðasta ári, með hæstu tekjurnar voru Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 2.038.000 krónur, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með 1.957.000 krónur, Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis, með 1.953.000 krónur og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 1.852.000 krónur á mánuði. Þrír tekjuhæstu úr hverjum flokki Hér fyrir neðan má sjá þá þrjá úr hverjum flokki sem voru tekjuhæstir á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Allar tölur eru í krónum taldar. Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 2.522.000 Guðlaugur Þór Þórðarson 2.500.000 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 2.221.000 Framsóknarflokkurinn Lilja Alfreðsdóttir 2.808.000 Sigurður Ingi Jóhannsson 2.427.000 Ásmundur Einar Daðason 2.098.000 Vinstri grænir Katrín Jakobsdóttir 2.782.000 Svandís Svavarsdóttir 2.409.000 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 2.309.000 Samfylkingin Logi Einarsson, 1.957.000 Kristrún Frostadóttir 1.445.000 Ágúst Ólafur Ágústsson 1.343.000 Píratar Björn Leví Gunnarsson 1.373.000 Jón Þór Ólafsson 1.315.000 Helgi Hrafn Gunnarsson 1.299.000 Flokkur fólksins Inga Sæland Ástvaldsdóttir 1.850.000 Jakob Frímann Magnússon 1.275.000 Einungis tveir þingmenn Flokks fólksins eru í blaðinu. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 1.852.000 Bergþór Ólason 1.346.000 Gunnar Bragi Sveinsson 1.315.000 Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1.790.000 Hanna Katrín Friðriksson 1.375.000 Jón Steindór Valdimarsson 1.270.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tekjur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira