Glæpur gegn mannkyni Hjálmtýr Heiðdal skrifar 18. ágúst 2022 12:01 Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid. Skýrsla Amnesty International sýnir sömu niðurstöðu og skýrslur mannréttindasamtakanna Human Right Watch og ísraelsku samtakanna B'Tselem sem voru birtar árið 2021. Skýrslunar byggja á umfangsmikilli gagnaöflun og ítarlegum rannsóknum. Apartheid felur í sér ofsóknir gegn afmörkuðum hópi eða samfélagi vegna stjórnmálaskoðana, kynþáttar, þjóðernis, þjóðernishóps, menningar, trúarbragða og kynferðis. Ofsóknir sem framdar eru innan stofnanabundins kerfis þar sem einn kynþáttur kúgar annan með kerfisbundnum hætti og drottnar yfir honum með þeim ásetningi að viðhalda því kerfi. Samtök Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt aðskilnaðastefnuna og lýst því yfir að apartheid sé glæpur gegn mannkyni, alþjóðlegur glæpur og refsiverður samkvæmt Rómarsamþykkt Alþjóða glæpadómstólsins frá 1988 sem Alþingi Íslendinga fullgilti árið 1999. Þar með undirgengst Ísland þá skilgreiningu að aðskilnaðarstefna -Apartheid - sé brot á alþjóðalögum og glæpur gegn mannkyni. Alþjóðalög varðandi nýlendustefnu og aðskilnaðarstefnu eru ófrávíkjanleg, þau eru viðurkennd af alþjóðasamfélaginu án undanþágu. Hvert einasta ríki er ábyrgt gagnvart öllum öðrum að ástunda ekki slík brot á alþjóðalögum. Það eru hagsmunir allra ríkja að þessum lögum sé fylgt, þau eru grundvallargildi fyrir öll samskipti ríkja. Satt eða ósatt? Líkt og áður, þegar mannréttindabrot Ísraelsríkis eru gagnrýnd, ráðast stjórn landsins og stuðningsmenn hennar heiftarlega gegn mannréttindasamtökunum og saka Amnesty um gyðingaandúð. Forystumenn Ísraels segja þessa gagnrýni ógna tilveru landsins og viðurkenna í raun að þeir muni viðhalda mannréttindabrotunum til frambúðar. Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy skrifaði þ. 3. febrúar grein í dagblaðið Haaretz með fyrirsögninni „Segðu mér hvað er ósatt í skýrslu Amnesty um Ísrael?“ Gideon Levy varpar fram nokkrum spurningum: „Var Ísrael ekki byggt á skýrri stefnu um að viðhalda lýðfræðilegu ofurvaldi gyðinga, en fækka Palestínumönnum innan landamæra sinna? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er þessari stefnu ekki framfylgt enn þann dag í dag? Já eða nei? Satt eða ósatt? Viðheldur Ísrael ekki kúgun og stjórn á Palestínumönnum í Ísrael og á hernumdu svæðunum í þágu ísraelskra gyðinga? Já eða nei? Satt eða ósatt? Endurspegla reglur um samskipti við Palestínumenn ekki stefnu um að skjóta til að drepa, eða að minnsta kosti limlesta? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er brottrekstur Palestínumanna af heimilum sínum og synjun um byggingarleyfi ekki hluti af stefnu Ísraelsmanna? Já eða nei? Satt eða ósatt?“ Alþjóðleg samstaða Orðið Apartheid er upprunnið í Suður Afríku. Stjórn hvíta minnihlutans notaði það til að lýsa stefnu sinni - sem fólst í því að aðskilja meirihluta landsmanna, blökkufólkið, og svipta þau borgaralegum réttindum; ferðafrelsi, atkvæðisrétti og tjáningarfrelsi. Um allt landið voru skilti sem bönnuðu blökkufólki aðgang að samgöngutækjum, skemmtistöðum ofl. ofl. Það var alþjóðleg samstaða þjóðríkja með Sameinuðu þjóðirnar í broddi fylkingar sem kollvarpaði þessu ógnarkerfi. S-Afríka var sett í viðskiptabann og samskipti á sviði menningar og íþrótta voru bönnuð. Alþingi samþykkti bann við viðskiptum við S-Afríku 1988 og felldi það úr gildi 1990 árið sem Nelson Mandela var leystur úr haldi. BDS Palestínumenn hafa barist gegn apartheid-stefnu Ísraels í áratugi. Þeir hafa biðlað til alþjóðasamfélagsins og skorað á ríkisstjórnir að fara sömu leið og felldi apartheid-stefnuna í S-Afríku, að hefja sniðgöngu gegn Ísrael undir merkjum BDS (Boycott, Disinvestment, Sanctions) - sniðganga, fjárfestingabann og refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, skrifaði þ. 6 . febrúar að utanríkismál Íslands hvíli „á þeirri grundvallarstoð að hið stóra og flókna regluverk alþjóðalaga sé virt“...„mikilvægustu hagsmunir Íslands á alþjóðavettvangi [eru] fólgnir í því að standa vörð um frið og alþjóðalög“. Orð að sönnu og mikilvæg. Alþjóðalög kveða á um mannréttindi, grundvöll lýðræðis og friðar. Ísrael brýtur alþjóðleg mannréttindalög án þess að ríki sem vilja stuðla að framgangi lýðræðis og friðar bregðist við með svipuðum hætti og gagnvart öðrum ríkjum sem ganga gegn alþjóðasamningum. Undanþága Ísraels vekur furðu í ljósi yfirlýsinga vestrænna stjórnmálamanna um mikilvægi þess að „regluverk alþjóðalaga sé virt“. Félagið Ísland - Palestína skorar á íslensk stjórnvöld og fulltrúa á Alþingi að fordæma aðskilnaðarstefnu Ísraels og sýna þannig í verki stuðning við mannréttindabaráttu Palestínumanna samkvæmt þeim alþjóðasamþykktum sem Ísland hefur undirgengist. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Ísrael Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid. Skýrsla Amnesty International sýnir sömu niðurstöðu og skýrslur mannréttindasamtakanna Human Right Watch og ísraelsku samtakanna B'Tselem sem voru birtar árið 2021. Skýrslunar byggja á umfangsmikilli gagnaöflun og ítarlegum rannsóknum. Apartheid felur í sér ofsóknir gegn afmörkuðum hópi eða samfélagi vegna stjórnmálaskoðana, kynþáttar, þjóðernis, þjóðernishóps, menningar, trúarbragða og kynferðis. Ofsóknir sem framdar eru innan stofnanabundins kerfis þar sem einn kynþáttur kúgar annan með kerfisbundnum hætti og drottnar yfir honum með þeim ásetningi að viðhalda því kerfi. Samtök Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt aðskilnaðastefnuna og lýst því yfir að apartheid sé glæpur gegn mannkyni, alþjóðlegur glæpur og refsiverður samkvæmt Rómarsamþykkt Alþjóða glæpadómstólsins frá 1988 sem Alþingi Íslendinga fullgilti árið 1999. Þar með undirgengst Ísland þá skilgreiningu að aðskilnaðarstefna -Apartheid - sé brot á alþjóðalögum og glæpur gegn mannkyni. Alþjóðalög varðandi nýlendustefnu og aðskilnaðarstefnu eru ófrávíkjanleg, þau eru viðurkennd af alþjóðasamfélaginu án undanþágu. Hvert einasta ríki er ábyrgt gagnvart öllum öðrum að ástunda ekki slík brot á alþjóðalögum. Það eru hagsmunir allra ríkja að þessum lögum sé fylgt, þau eru grundvallargildi fyrir öll samskipti ríkja. Satt eða ósatt? Líkt og áður, þegar mannréttindabrot Ísraelsríkis eru gagnrýnd, ráðast stjórn landsins og stuðningsmenn hennar heiftarlega gegn mannréttindasamtökunum og saka Amnesty um gyðingaandúð. Forystumenn Ísraels segja þessa gagnrýni ógna tilveru landsins og viðurkenna í raun að þeir muni viðhalda mannréttindabrotunum til frambúðar. Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy skrifaði þ. 3. febrúar grein í dagblaðið Haaretz með fyrirsögninni „Segðu mér hvað er ósatt í skýrslu Amnesty um Ísrael?“ Gideon Levy varpar fram nokkrum spurningum: „Var Ísrael ekki byggt á skýrri stefnu um að viðhalda lýðfræðilegu ofurvaldi gyðinga, en fækka Palestínumönnum innan landamæra sinna? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er þessari stefnu ekki framfylgt enn þann dag í dag? Já eða nei? Satt eða ósatt? Viðheldur Ísrael ekki kúgun og stjórn á Palestínumönnum í Ísrael og á hernumdu svæðunum í þágu ísraelskra gyðinga? Já eða nei? Satt eða ósatt? Endurspegla reglur um samskipti við Palestínumenn ekki stefnu um að skjóta til að drepa, eða að minnsta kosti limlesta? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er brottrekstur Palestínumanna af heimilum sínum og synjun um byggingarleyfi ekki hluti af stefnu Ísraelsmanna? Já eða nei? Satt eða ósatt?“ Alþjóðleg samstaða Orðið Apartheid er upprunnið í Suður Afríku. Stjórn hvíta minnihlutans notaði það til að lýsa stefnu sinni - sem fólst í því að aðskilja meirihluta landsmanna, blökkufólkið, og svipta þau borgaralegum réttindum; ferðafrelsi, atkvæðisrétti og tjáningarfrelsi. Um allt landið voru skilti sem bönnuðu blökkufólki aðgang að samgöngutækjum, skemmtistöðum ofl. ofl. Það var alþjóðleg samstaða þjóðríkja með Sameinuðu þjóðirnar í broddi fylkingar sem kollvarpaði þessu ógnarkerfi. S-Afríka var sett í viðskiptabann og samskipti á sviði menningar og íþrótta voru bönnuð. Alþingi samþykkti bann við viðskiptum við S-Afríku 1988 og felldi það úr gildi 1990 árið sem Nelson Mandela var leystur úr haldi. BDS Palestínumenn hafa barist gegn apartheid-stefnu Ísraels í áratugi. Þeir hafa biðlað til alþjóðasamfélagsins og skorað á ríkisstjórnir að fara sömu leið og felldi apartheid-stefnuna í S-Afríku, að hefja sniðgöngu gegn Ísrael undir merkjum BDS (Boycott, Disinvestment, Sanctions) - sniðganga, fjárfestingabann og refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, skrifaði þ. 6 . febrúar að utanríkismál Íslands hvíli „á þeirri grundvallarstoð að hið stóra og flókna regluverk alþjóðalaga sé virt“...„mikilvægustu hagsmunir Íslands á alþjóðavettvangi [eru] fólgnir í því að standa vörð um frið og alþjóðalög“. Orð að sönnu og mikilvæg. Alþjóðalög kveða á um mannréttindi, grundvöll lýðræðis og friðar. Ísrael brýtur alþjóðleg mannréttindalög án þess að ríki sem vilja stuðla að framgangi lýðræðis og friðar bregðist við með svipuðum hætti og gagnvart öðrum ríkjum sem ganga gegn alþjóðasamningum. Undanþága Ísraels vekur furðu í ljósi yfirlýsinga vestrænna stjórnmálamanna um mikilvægi þess að „regluverk alþjóðalaga sé virt“. Félagið Ísland - Palestína skorar á íslensk stjórnvöld og fulltrúa á Alþingi að fordæma aðskilnaðarstefnu Ísraels og sýna þannig í verki stuðning við mannréttindabaráttu Palestínumanna samkvæmt þeim alþjóðasamþykktum sem Ísland hefur undirgengist. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun