Arnar um Akkilesarhælinn og Óskar Hrafn um léttari leið Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2022 11:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. S2 Sport Víkingur og Breiðablik duttu bæði út úr þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og það vantaði aðeins upp á að fara enn lengra. Þjálfarar liðanna tveggja nefna einbeitingarleysi annars vegar og léttari leið Íslandsmeistaranna hins vegar. Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um hvað klikkaði hjá þeim í Evrópukeppninni en bæði lið duttu út í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Gunnlaugur spurði þjálfarana hreint út hvað þeir og lið þeirra gerðu rangt í Evrópukeppninni. „Þetta er ég hef talað um oft áður það er þetta einbeitingarleysi í íslenskum fótbolta. Við náum ekki að halda einbeitingunni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Okkur leið mjög vel þar „Við erum að tala um að ná upp á ákveðin stig í fótboltanum og okkur leið mjög vel á getustigi eitt sem var umspilið hérna á móti fínum liðum. Levadia var fínasta lið og við unnum það 6-1. Okkur leið mjög vel þar. Stig tvö var velska liðið sem er búið að vera standa sig hrikalega vel í Evrópukeppninni undanfarin ár. Okkur leið mjög vel þar,“ sagði Arnar. „Næsta getustig fyrir ofan, þá erum við að tala um Malmö og Lech Poznań en það má ekkert klikka í þessum leikjum. Við gerðum of mörg mistök varnarlega, fókusleysi og einbeitingarleysi sem hefur hefur verið Akkilesarhæll hjá íslenskum leikmönnum í áratugi,“ sagði Arnar. „Það er eitthvað sem við þurfum að laga og það er ekki endilega bara hausinn á mönnum. Það þarf líka að laga ‚fitness level' og svoleiðis því það er það fyrsta sem fer þegar þú ert ekki í nægilega góðu formi til að spila á þessu getustigi. Þá leyfir þú þér að láta fókusinn flakka í einhverja þvælu. Þetta er ekki bara að laga hausinn því þú þarft líka að bæta ýmsa aðra þætti,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Hvað vantaði upp á í Evrópukeppninni í sumar? Meistararnir á Íslandi eiga raunhæfa möguleika „Ég held að leið þessara liða inn í riðlakeppni sé í gegnum það að verða meistari. Ef þú horfir bara á Víkingana. Ef að þeir hefðu verið aðeins heppnari með lið í fyrstu umferðinni þegar þeir fá Malmö sem er gríðarlega sterkt lið. Þeir hefðu getað slegið þá út og farið þá inn í aðra umferð,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. „Hefðu þeir tapað þar þá hefðu þeir endað í Evrópudeildinni og verið öruggir með sæti í umspilinu og öruggir með sæti í umspili á móti mögulega viðráðanlegu liði. Lech Poznań lendir á móti Dudelange frá Lúxemborg. Klárlega viðráðanlegt lið,“ sagði Óskar Hrafn „Meistaraleið og almenna leiðin og almenna leiðin er miklu erfiðari. Það lið sem verður meistari á Íslandi, er heppið með drátt og er bara gott, það á raunhæfa möguleika á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar,“ sagði Óskar Hrafn. „Leiðin fyrir lið sem ætla að fara hina leiðina, fara leiðin sem við höfum farið síðustu tvö ár, hún er grýtt og torsótt,“ sagði Óskar Hrafn. Það má sjá hluta úr viðtölunum við þjálfarana hér fyrir ofan,. Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um hvað klikkaði hjá þeim í Evrópukeppninni en bæði lið duttu út í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Gunnlaugur spurði þjálfarana hreint út hvað þeir og lið þeirra gerðu rangt í Evrópukeppninni. „Þetta er ég hef talað um oft áður það er þetta einbeitingarleysi í íslenskum fótbolta. Við náum ekki að halda einbeitingunni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Okkur leið mjög vel þar „Við erum að tala um að ná upp á ákveðin stig í fótboltanum og okkur leið mjög vel á getustigi eitt sem var umspilið hérna á móti fínum liðum. Levadia var fínasta lið og við unnum það 6-1. Okkur leið mjög vel þar. Stig tvö var velska liðið sem er búið að vera standa sig hrikalega vel í Evrópukeppninni undanfarin ár. Okkur leið mjög vel þar,“ sagði Arnar. „Næsta getustig fyrir ofan, þá erum við að tala um Malmö og Lech Poznań en það má ekkert klikka í þessum leikjum. Við gerðum of mörg mistök varnarlega, fókusleysi og einbeitingarleysi sem hefur hefur verið Akkilesarhæll hjá íslenskum leikmönnum í áratugi,“ sagði Arnar. „Það er eitthvað sem við þurfum að laga og það er ekki endilega bara hausinn á mönnum. Það þarf líka að laga ‚fitness level' og svoleiðis því það er það fyrsta sem fer þegar þú ert ekki í nægilega góðu formi til að spila á þessu getustigi. Þá leyfir þú þér að láta fókusinn flakka í einhverja þvælu. Þetta er ekki bara að laga hausinn því þú þarft líka að bæta ýmsa aðra þætti,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Hvað vantaði upp á í Evrópukeppninni í sumar? Meistararnir á Íslandi eiga raunhæfa möguleika „Ég held að leið þessara liða inn í riðlakeppni sé í gegnum það að verða meistari. Ef þú horfir bara á Víkingana. Ef að þeir hefðu verið aðeins heppnari með lið í fyrstu umferðinni þegar þeir fá Malmö sem er gríðarlega sterkt lið. Þeir hefðu getað slegið þá út og farið þá inn í aðra umferð,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. „Hefðu þeir tapað þar þá hefðu þeir endað í Evrópudeildinni og verið öruggir með sæti í umspilinu og öruggir með sæti í umspili á móti mögulega viðráðanlegu liði. Lech Poznań lendir á móti Dudelange frá Lúxemborg. Klárlega viðráðanlegt lið,“ sagði Óskar Hrafn „Meistaraleið og almenna leiðin og almenna leiðin er miklu erfiðari. Það lið sem verður meistari á Íslandi, er heppið með drátt og er bara gott, það á raunhæfa möguleika á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar,“ sagði Óskar Hrafn. „Leiðin fyrir lið sem ætla að fara hina leiðina, fara leiðin sem við höfum farið síðustu tvö ár, hún er grýtt og torsótt,“ sagði Óskar Hrafn. Það má sjá hluta úr viðtölunum við þjálfarana hér fyrir ofan,.
Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti