Ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstrinum Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2022 07:46 Ítalarnir skildu eftir sig ljót för á Kverkfjallaleið. Þórhallur Þorsteinsson Þrír ítalskir ferðamenn hafa gengist við utanvegaakstri sem reyndur maður hefur sagt hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. Í byrjun vikunnar var tilkynnt um ljót ummerki utanvegaaksturs á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Ferðamennirnir virðast hafa ekið í hringi sér til yndisauka.Þórhallur Þorsteinsson Lögreglan á Húsavík leit málið alvarlegum augum og fór strax í leit að sökudólgum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins hafði hún fljótlega upp á þeim og reyndust það hafa verið þrír ítalskir ferðamenn sem voru að verki. Haft er eftir Hreiðari Hreiðarssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Húsavík, að mennirnir hafi játað verknaðinn enda hafi verið greinileg ummerki um utanvegaakstur á hjólbörðum bíls eins þeirra. Ummerkin hafi bent til þess að djúpir slóðar hefðu verið markaðir á þremur stöðum hið minnsta, á Kverkfjallavegi inn af Möðrudal, á gatnamótunum við Herðubreiðartöglin og við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga. Hreiðar segir skemmdirnar hafa verið verstar við Upptyppinga. Sektir hlaupa á hundruðum þúsunda Haft er eftir Hreiðari að Ítölunum verði gert að greiða háar sektir. Lögreglan á Húsavík flokki brot af þessu tagi í þrjá flokka og brot Ítalanna lendi í flokki tvö sem ber með sér sektir upp á 250 þúsund krónur fyrir hvert tilvik. Því er ljóst að aksturinn mun reynast Ítölunum dýrkeyptur. Hreiðar segir að aðeins í þeim tilvikum sem unnin eru spjöll á grónu landi séu hæstu leyfilegum sektum beitt en þær nema 500 þúsund krónum. Hann telur að kynna ætti betur fyrir ferðamönnum sem koma hingað til lands að utanvegaakstur sé stranglega bannaður, ekki síst fyrir pyngjur þeirra. Það versta á áratugaferli Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í fyrradag myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaaksturinn á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ sagði Þórhallur í samtali við Vísi í gær. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Myndir af skemmdunum má sjá í fréttinni hér að neðan: Umhverfismál Múlaþing Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Í byrjun vikunnar var tilkynnt um ljót ummerki utanvegaaksturs á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Ferðamennirnir virðast hafa ekið í hringi sér til yndisauka.Þórhallur Þorsteinsson Lögreglan á Húsavík leit málið alvarlegum augum og fór strax í leit að sökudólgum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins hafði hún fljótlega upp á þeim og reyndust það hafa verið þrír ítalskir ferðamenn sem voru að verki. Haft er eftir Hreiðari Hreiðarssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Húsavík, að mennirnir hafi játað verknaðinn enda hafi verið greinileg ummerki um utanvegaakstur á hjólbörðum bíls eins þeirra. Ummerkin hafi bent til þess að djúpir slóðar hefðu verið markaðir á þremur stöðum hið minnsta, á Kverkfjallavegi inn af Möðrudal, á gatnamótunum við Herðubreiðartöglin og við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga. Hreiðar segir skemmdirnar hafa verið verstar við Upptyppinga. Sektir hlaupa á hundruðum þúsunda Haft er eftir Hreiðari að Ítölunum verði gert að greiða háar sektir. Lögreglan á Húsavík flokki brot af þessu tagi í þrjá flokka og brot Ítalanna lendi í flokki tvö sem ber með sér sektir upp á 250 þúsund krónur fyrir hvert tilvik. Því er ljóst að aksturinn mun reynast Ítölunum dýrkeyptur. Hreiðar segir að aðeins í þeim tilvikum sem unnin eru spjöll á grónu landi séu hæstu leyfilegum sektum beitt en þær nema 500 þúsund krónum. Hann telur að kynna ætti betur fyrir ferðamönnum sem koma hingað til lands að utanvegaakstur sé stranglega bannaður, ekki síst fyrir pyngjur þeirra. Það versta á áratugaferli Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í fyrradag myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaaksturinn á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ sagði Þórhallur í samtali við Vísi í gær. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Myndir af skemmdunum má sjá í fréttinni hér að neðan:
Umhverfismál Múlaþing Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent