Leita til almennings um nýtt heiti á apabólu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2022 23:03 Faraldur apabólu hefur gengið yfir heiminn að undanförnu. Getty/Jakub Porzycki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur efnt til samkeppni sem ætlað er að finna nýtt heiti fyrir sjúkdóminn apabólu. Talskona stofnunarinnar, væntanlega minnug úrslita sambærilegra opinberra nafnakeppna, segist viss um að stofnuninni takist að velja heiti sem er hlutlaust og við hæfi. Faraldur apabólu gengur nú yfir en sjúkdómurinn hefur greinst í meira en fimmtíu löndum. Þrýst hefur verið á að finna betra heiti á sjúkdóminn en apabóla, þar sem nagdýr, frekar en apar, eru hýsildýr veirunnar. Ástæða nafngiftarinnar er sú að apabóla greindist fyrst í öpum, að því er fram kemur á vef Vísindavefs HÍ. Vísindamenn kölluðu eftir því í sumar að fundið yrði nýtt heiti á sjúkdóminn sem væri hlutlausara. Yfirleitt ákveður nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvaða heiti sjúkdómar fá. Vilja ekki að sjúkdómar séu kenndir eftir ríkjum, héruðum, þjóðfélagshópum eða dýrum Í þetta skiptið var hins vegar ákveðið að kalla eftir tillögum frá almenningi. „Það er mjög mikilvægt að við finnum nýtt heiti á apabóla vegna þess að það er við hæfi að koma í veg fyrir að sjúkdómar séu kenndir við þjóðernishópa, svæði, ríki eða dýr og svo framvegis,“ var haft eftir Fadela Chaib, talskonu stofnunarinnar. Boaty McBoatface vakti heimsathygli Stofnunin virðist þó vera á varðbergi hvað varðar svona nafnakeppnir, því dæmin sanna að þær geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Besta dæmið um slíkt er þegar bresk náttúruvísindastofnun efndi til samkeppni um hvað skyldi nefna nýtt rannsóknarskip stofnunarinnar. Fjölmargar tillögur bárust en heitið Boaty McBoatface, sem þýða mætti sem Bátur Bátsson, fékk langflest atkvæði almennings. Stofnunið ákvað síðar að fara framhjá úrslitunum með því að nefna skipið eftir Sir David Attenborough en nefna lítinn kafbát um borð Boaty McBoatface. „Ég er viss um að við fáum ekkert fáránlegt heiti“, var einnig haft eftir Chaib, talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, væntanlega minnug farsans með Boaty McBoatface, sem vakti heimsathygli. Í frétt Reuters er farið yfir nokkur af þeim heitum sem þegar hafa verið send inn. Þar ber helst að nefna Poxy McPoxface, TRUMP-22 og Mpox. Stofnunin hefur ekki gefið út hvenær nýtt heiti verður opinberað. Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Faraldur apabólu gengur nú yfir en sjúkdómurinn hefur greinst í meira en fimmtíu löndum. Þrýst hefur verið á að finna betra heiti á sjúkdóminn en apabóla, þar sem nagdýr, frekar en apar, eru hýsildýr veirunnar. Ástæða nafngiftarinnar er sú að apabóla greindist fyrst í öpum, að því er fram kemur á vef Vísindavefs HÍ. Vísindamenn kölluðu eftir því í sumar að fundið yrði nýtt heiti á sjúkdóminn sem væri hlutlausara. Yfirleitt ákveður nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvaða heiti sjúkdómar fá. Vilja ekki að sjúkdómar séu kenndir eftir ríkjum, héruðum, þjóðfélagshópum eða dýrum Í þetta skiptið var hins vegar ákveðið að kalla eftir tillögum frá almenningi. „Það er mjög mikilvægt að við finnum nýtt heiti á apabóla vegna þess að það er við hæfi að koma í veg fyrir að sjúkdómar séu kenndir við þjóðernishópa, svæði, ríki eða dýr og svo framvegis,“ var haft eftir Fadela Chaib, talskonu stofnunarinnar. Boaty McBoatface vakti heimsathygli Stofnunin virðist þó vera á varðbergi hvað varðar svona nafnakeppnir, því dæmin sanna að þær geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Besta dæmið um slíkt er þegar bresk náttúruvísindastofnun efndi til samkeppni um hvað skyldi nefna nýtt rannsóknarskip stofnunarinnar. Fjölmargar tillögur bárust en heitið Boaty McBoatface, sem þýða mætti sem Bátur Bátsson, fékk langflest atkvæði almennings. Stofnunið ákvað síðar að fara framhjá úrslitunum með því að nefna skipið eftir Sir David Attenborough en nefna lítinn kafbát um borð Boaty McBoatface. „Ég er viss um að við fáum ekkert fáránlegt heiti“, var einnig haft eftir Chaib, talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, væntanlega minnug farsans með Boaty McBoatface, sem vakti heimsathygli. Í frétt Reuters er farið yfir nokkur af þeim heitum sem þegar hafa verið send inn. Þar ber helst að nefna Poxy McPoxface, TRUMP-22 og Mpox. Stofnunin hefur ekki gefið út hvenær nýtt heiti verður opinberað.
Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22
Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29