Þórsarar reyndu ekki að fá bulldómnum breytt Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2022 13:01 Bæði leikmenn Þórs og Selfoss reyndu að benda dómaranum reynslumikla Erlendi Eiríkssyni á það að hann væri að reka rangan leikmann af velli. Skjáskot/433.is Knattspyrnudeild Þórs ákvað að sækjast ekki formlega eftir því að Hermann Helgi Rúnarsson slyppi við leikbann eftir rauða spjaldið sem hann fékk ranglega vegna misskilnings dómarans reynslumikla, Erlends Eiríkssonar, í leik gegn Selfossi. Ákvörðun Þórsara þýddi að Orri Sigurjónsson, sem með réttu hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum hefði Erlendur ekki ruglast á mönnum, gat spilað leik Þórs gegn HK á sunnudaginn. Á meðan að Hermann Helgi húkti upp í stúku léku Orri og félagar þeirra í Þórsliðinu til 2-0 sigurs gegn toppliði HK sem ekki hafði tapað neinum af síðustu átta leikjum sínum. Hermann Helgi sendi mynd á Twitter í banni sínu á leiknum og skrifaði: „Stúkan í dag í boði KSÍ.“ Stúkan í dag í boði KSÍ. pic.twitter.com/57lYxZrH6n— Hermann Helgi (@Hermannhelgi) August 14, 2022 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, staðfesti hins vegar við Vísi í dag að ekkert erindi hefði borist til sín eða aga- og úrskurðanefndar KSÍ, frá Þórsurum eða öðrum aðilum, vegna málsins. „Við ákváðum bara að gera ekki neitt í þessu. Þetta voru bara dómaramistök og það þarf að lifa með því,“ sagði Bjarni Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, þegar Vísir bað hann að útskýra ákvörðun Þórsara. Bjarni sagði Þórsara þó hafa ráðfært sig við Akureyringinn Þórodd Hjaltalín, sem starfar við dómaramál hjá KSÍ, og fengið þau svör að ekki myndi takast í tæka tíð að gera nokkuð í málinu vegna þess hve skammt hefði verið á milli leikja. Að fundir aga- og úrskurðanefndar væru bara einu sinni í viku og næsti fundur hefði verið eftir leik Þórs gegn HK. Heimild til að leiðrétta leikbann Þórsarar gerðu hins vegar enga formlega tilraun til að fá banni Hermanns hnekkt og virðast ekki hafa talið það áhættunnar virði að missa Orra í leikbann. „Það kom ekkert erindi til mín eða aganefndar út af þessu máli, hvorki frá dómurum, eftirlitsmönnum eða Þór eða Selfossi,“ segir Haukur, sem sér um aga- og kærumál hjá KSÍ. „Það er heimild í FIFA-reglugerð til að leiðrétta leikbann, ef um er að ræða „mistaken identity“, en í öllum slíkum tilvikum þarf að beina því til nefndarinnar að skoða það. Fyrst að það var ekki gert í þessu tilviki þá gildir þetta rauða spjald, og það hefur þau áhrif að menn fara sjálfkrafa í eins leiks bann. Ef að það á að skoða málið eða leiðrétta þennan sjálfkrafa úrskurð þá þarf að beina erindi til aganefndarinnar því það er ekki hægt að gera þær kröfur til hennar að hún taki upp mál að sjálfsdáðum. Þá væri hún alltaf í einhverju rannsóknarhlutverki,“ segir Haukur. Úr þessu sé hins vegar ljóst að búið sé að taka út bannið og málinu lokið. Lengjudeild karla Þór Akureyri Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Ákvörðun Þórsara þýddi að Orri Sigurjónsson, sem með réttu hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum hefði Erlendur ekki ruglast á mönnum, gat spilað leik Þórs gegn HK á sunnudaginn. Á meðan að Hermann Helgi húkti upp í stúku léku Orri og félagar þeirra í Þórsliðinu til 2-0 sigurs gegn toppliði HK sem ekki hafði tapað neinum af síðustu átta leikjum sínum. Hermann Helgi sendi mynd á Twitter í banni sínu á leiknum og skrifaði: „Stúkan í dag í boði KSÍ.“ Stúkan í dag í boði KSÍ. pic.twitter.com/57lYxZrH6n— Hermann Helgi (@Hermannhelgi) August 14, 2022 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, staðfesti hins vegar við Vísi í dag að ekkert erindi hefði borist til sín eða aga- og úrskurðanefndar KSÍ, frá Þórsurum eða öðrum aðilum, vegna málsins. „Við ákváðum bara að gera ekki neitt í þessu. Þetta voru bara dómaramistök og það þarf að lifa með því,“ sagði Bjarni Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, þegar Vísir bað hann að útskýra ákvörðun Þórsara. Bjarni sagði Þórsara þó hafa ráðfært sig við Akureyringinn Þórodd Hjaltalín, sem starfar við dómaramál hjá KSÍ, og fengið þau svör að ekki myndi takast í tæka tíð að gera nokkuð í málinu vegna þess hve skammt hefði verið á milli leikja. Að fundir aga- og úrskurðanefndar væru bara einu sinni í viku og næsti fundur hefði verið eftir leik Þórs gegn HK. Heimild til að leiðrétta leikbann Þórsarar gerðu hins vegar enga formlega tilraun til að fá banni Hermanns hnekkt og virðast ekki hafa talið það áhættunnar virði að missa Orra í leikbann. „Það kom ekkert erindi til mín eða aganefndar út af þessu máli, hvorki frá dómurum, eftirlitsmönnum eða Þór eða Selfossi,“ segir Haukur, sem sér um aga- og kærumál hjá KSÍ. „Það er heimild í FIFA-reglugerð til að leiðrétta leikbann, ef um er að ræða „mistaken identity“, en í öllum slíkum tilvikum þarf að beina því til nefndarinnar að skoða það. Fyrst að það var ekki gert í þessu tilviki þá gildir þetta rauða spjald, og það hefur þau áhrif að menn fara sjálfkrafa í eins leiks bann. Ef að það á að skoða málið eða leiðrétta þennan sjálfkrafa úrskurð þá þarf að beina erindi til aganefndarinnar því það er ekki hægt að gera þær kröfur til hennar að hún taki upp mál að sjálfsdáðum. Þá væri hún alltaf í einhverju rannsóknarhlutverki,“ segir Haukur. Úr þessu sé hins vegar ljóst að búið sé að taka út bannið og málinu lokið.
Lengjudeild karla Þór Akureyri Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira