Styðja stjórnvöld starfastuld? Baldur Sigmundsson og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 15. ágúst 2022 14:30 Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að starfastuldur og félagsleg undirboð erlendra hópbifreiðafyrirtækja heyra sögunni til. Breytingin fólst í að nú er erlendum rekstraraðilum hópbifreiða eingöngu heimilt að stunda farþegaflutninga hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almanaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Takmörkunin er í samræmi við ákvæði um gestaflutninga í regluverki ESB um farþegaflutninga. Dönsk stjórnvöld hafa einnig takmarkað gestaflutninga með svipuðum hætti ásamt því að gera þá kröfu að ökumenn erlendra hópbifreiða njóti sömu kjara og danskir kollegar þeirra. Þrátt fyrir lagabreytingu var tekið eftir því seinni part sumars 2021 að erlent ökutæki væri að að stunda starfsemi óáreitt hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila en fengu þau svör að vegna skorts á virku eftirliti og viðurlögum væru afleiðingar engar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtöl við tollverði sem hafa það hlutverk að fylgjast með innflutningi og akstursskrám þeirra sem eru með leyfi fyrir tímabundna farþegaflutninga. Í ljós kom að þar skorti verkferla til að fylgja hinni nýju löggjöf eftir. Er starfastuldur í lagi? Frá þvi lögin um tímabundna gestaflutninga tóku gildi á síðasta ári hafa Samtök ferðaþjónustunnar átt í stöðugum samskiptum við samgönguráðuneytið ásamt lögreglu- og tollayfirvöldum til að tryggja framkvæmd í samræmi við ákvæði laganna. Í vor skrifuðum við grein undir fyrirsögninni „að störfum væri stolið og stjórnvöld væru ráðþrota“ og töldum við okkur trú um, í bjartsýniskasti, að í kjölfarið myndu stjórnvöld bregðast við. Svo var ekki raunin en þó komu fram skýrar ábendingar frá stjórnvöldum um að ekki væri þörf á skýrara regluverki og að eftirlits- og verkferlar væru til staðar. Það gaf innlendum rekstrarðilum von um að starfastuldur væri endanlega úr sögunni en annað hefur því miður komið á daginn. Undanfarnar vikur hefur sami rekstraraðili hópbifreiðar og var hér án allra leyfa síðasta sumar, verið að aka aftur í trássi við gildandi lög með fullfermi farþega. SAF hafa ítrekað vakið athygli á þessu og sent myndir af ökutækinu ásamt dagsetningum á eftirlitsaðila lögreglunnar sem virðast lítið aðhafast. Aðgerðarleysið má túlka sem svo að stjórnvöld styðji félagsleg undirboð og starfastuld. Stéttarfélögin hafa ekkert gert til að verja þau störf sem hér eru að tapast og innlend fyrirtæki standa ráðþrota gagnvart þeirri sjóræningjastarfsemi sem hér þrífst. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna gaumgæfilega í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Brestir í trúverðugleika Vitað er að nokkrir erlendir rekstraraðilar lásu lögin betur en íslensk stjórnvöld hafa gert og hættu allri starfsemi við farþegaflutninga nú í sumar. Erlendir ferðaheildsalar kaupa nú farþegaflutninga af innlendum rekstaraðilum í staðinn. Þessum jákvæðu áhrifum er hins vegar stefnt í hættu með aðgerðaleysi stjórnvalda og skorti á eftirfylgni við lögin. Það gerir það að verkum að nú horfa þessi fyrirtæki á þá ólöglegu starfemi sem hér fær að þrífast og missa trúna á íslensku regluverki og umhverfi. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega starfsemin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri án tilskilinna ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða fólksbílum. Innlendir ökumenn eru hins vegar krafðir um slík ökuréttindi. SAF og félagsmenn samtakanna hafa óskað eftir útskýringum stjórnvalda á þessu ósamræmi og skýringum á því hvað gildir hér á landi en mjög hefur dregist að svara því. Þetta er algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar Þrátt fyrir að nú sé meira en ár frá því takmarkanir á gestaflutningum tóku gildi er eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum enn í fullkomnu uppnámi. Tollayfirvöld og lögregla virðast ekki ná að stjórna verkefninu. Það grefur undan trú á eftirliti og lagaumhverfi hér á landi og eykur líkurnar á að erlend fyrirtæki reyni að komast upp með sjóræningjastarfsemi fremur en að fara eftir lögum og reglum og ýtir undir aukningu á slíkri starfsemi næstu misserin. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld, með ráðherra samgöngumála í broddi fylkingar að bretta upp ermar. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en fleiri erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar taka að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. SAF krefjast þess að stjórnvöld stígi fram og skýri verkferla með skráningu og eftirliti gestaflutninga og hvað þau hyggjast gera til að ná stjórn á vandamálinu. Að öðrum kosti verður ekki annað séð en að stjórnvöld láti sér félagsleg undirboð í greininni í léttu rúmi liggja. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAFGunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að starfastuldur og félagsleg undirboð erlendra hópbifreiðafyrirtækja heyra sögunni til. Breytingin fólst í að nú er erlendum rekstraraðilum hópbifreiða eingöngu heimilt að stunda farþegaflutninga hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almanaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Takmörkunin er í samræmi við ákvæði um gestaflutninga í regluverki ESB um farþegaflutninga. Dönsk stjórnvöld hafa einnig takmarkað gestaflutninga með svipuðum hætti ásamt því að gera þá kröfu að ökumenn erlendra hópbifreiða njóti sömu kjara og danskir kollegar þeirra. Þrátt fyrir lagabreytingu var tekið eftir því seinni part sumars 2021 að erlent ökutæki væri að að stunda starfsemi óáreitt hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila en fengu þau svör að vegna skorts á virku eftirliti og viðurlögum væru afleiðingar engar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtöl við tollverði sem hafa það hlutverk að fylgjast með innflutningi og akstursskrám þeirra sem eru með leyfi fyrir tímabundna farþegaflutninga. Í ljós kom að þar skorti verkferla til að fylgja hinni nýju löggjöf eftir. Er starfastuldur í lagi? Frá þvi lögin um tímabundna gestaflutninga tóku gildi á síðasta ári hafa Samtök ferðaþjónustunnar átt í stöðugum samskiptum við samgönguráðuneytið ásamt lögreglu- og tollayfirvöldum til að tryggja framkvæmd í samræmi við ákvæði laganna. Í vor skrifuðum við grein undir fyrirsögninni „að störfum væri stolið og stjórnvöld væru ráðþrota“ og töldum við okkur trú um, í bjartsýniskasti, að í kjölfarið myndu stjórnvöld bregðast við. Svo var ekki raunin en þó komu fram skýrar ábendingar frá stjórnvöldum um að ekki væri þörf á skýrara regluverki og að eftirlits- og verkferlar væru til staðar. Það gaf innlendum rekstrarðilum von um að starfastuldur væri endanlega úr sögunni en annað hefur því miður komið á daginn. Undanfarnar vikur hefur sami rekstraraðili hópbifreiðar og var hér án allra leyfa síðasta sumar, verið að aka aftur í trássi við gildandi lög með fullfermi farþega. SAF hafa ítrekað vakið athygli á þessu og sent myndir af ökutækinu ásamt dagsetningum á eftirlitsaðila lögreglunnar sem virðast lítið aðhafast. Aðgerðarleysið má túlka sem svo að stjórnvöld styðji félagsleg undirboð og starfastuld. Stéttarfélögin hafa ekkert gert til að verja þau störf sem hér eru að tapast og innlend fyrirtæki standa ráðþrota gagnvart þeirri sjóræningjastarfsemi sem hér þrífst. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna gaumgæfilega í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Brestir í trúverðugleika Vitað er að nokkrir erlendir rekstraraðilar lásu lögin betur en íslensk stjórnvöld hafa gert og hættu allri starfsemi við farþegaflutninga nú í sumar. Erlendir ferðaheildsalar kaupa nú farþegaflutninga af innlendum rekstaraðilum í staðinn. Þessum jákvæðu áhrifum er hins vegar stefnt í hættu með aðgerðaleysi stjórnvalda og skorti á eftirfylgni við lögin. Það gerir það að verkum að nú horfa þessi fyrirtæki á þá ólöglegu starfemi sem hér fær að þrífast og missa trúna á íslensku regluverki og umhverfi. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega starfsemin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri án tilskilinna ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða fólksbílum. Innlendir ökumenn eru hins vegar krafðir um slík ökuréttindi. SAF og félagsmenn samtakanna hafa óskað eftir útskýringum stjórnvalda á þessu ósamræmi og skýringum á því hvað gildir hér á landi en mjög hefur dregist að svara því. Þetta er algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar Þrátt fyrir að nú sé meira en ár frá því takmarkanir á gestaflutningum tóku gildi er eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum enn í fullkomnu uppnámi. Tollayfirvöld og lögregla virðast ekki ná að stjórna verkefninu. Það grefur undan trú á eftirliti og lagaumhverfi hér á landi og eykur líkurnar á að erlend fyrirtæki reyni að komast upp með sjóræningjastarfsemi fremur en að fara eftir lögum og reglum og ýtir undir aukningu á slíkri starfsemi næstu misserin. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld, með ráðherra samgöngumála í broddi fylkingar að bretta upp ermar. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en fleiri erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar taka að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. SAF krefjast þess að stjórnvöld stígi fram og skýri verkferla með skráningu og eftirliti gestaflutninga og hvað þau hyggjast gera til að ná stjórn á vandamálinu. Að öðrum kosti verður ekki annað séð en að stjórnvöld láti sér félagsleg undirboð í greininni í léttu rúmi liggja. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAFGunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun