Keyptu Mané dýrum dómum en táningurinn stelur fyrirsögnunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 12:31 Jamal Musiala fagnar marki og Sadio Mané fylgir með í humátt. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Þegar Sadio Mané gekk í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München í sumar var talið að hann yrði ein af stjörnum liðsins. Þó hann sé án efa með betri leikmönnum liðsins og í Þýskalandi yfir höfuð þá hefur annar leikmaður Bayern stolið fyrirsögnunum í upphafi móts, sá heitir Jamal Musiala og er aðeins 19 ára gamall. Eftir að valta yfir Eintracht Frankfurt 6-1 í fyrstu umferð þá kom Wolfsburg í heimsókn á Allianz-völlinn í München á sunnudag. Sigurinn var öllu minni en fór það svo að Bæjarar unnu sannfærandi 2-0 sigur þar sem nær allir leikmenn liðsins spiluðu vel, Musiala stóð hins vegar upp úr. Jamal Musiala's start to the season 1 goal, 1 assist vs. Leipzig (Super Cup)2 goals vs. Frankfurt1 goal vs. WolfsburgHis magic is coming to the Champions League pic.twitter.com/h8PHKdqvSA— DAZN Canada (@DAZN_CA) August 14, 2022 „Við verum mjög sveigjanlegir og skiptum reglulega um stöður. Við höfum gríðarlega stjórn ofarlega á vellinum, við komum oft við boltann og getum hlaupið inn fyrir, það er gaman að leika frammi.“ „Það gengur rosalega vel hjá okkur um þessar mundir. Við erum að spila mjög vel, líkt og við æfum. Við erum að reyna koma sömu orku og leikstíl á völlinn,“ sagði Musiala eftir leik en hann skoraði annað marka Bayern á meðan Thomas Müller gerði hitt. JAMAL MUSIALA IS TOO STRONG pic.twitter.com/bwE7xuOOtS— ESPN FC (@ESPNFC) August 14, 2022 Það virðist fara tvennum sögum af hvaða leikkerfi Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, stillti upp í leiknum en annað hvort var um mjög sókndjarft 4-4-2 að ræða eða þá hefðbundnara 4-2-3-1 leikkerfi. Það er ef til vill alger óþarfi að pæla í leikkerfum þar sem þau eru flæðandi og breytileg á meðan leik stendur. Ef skoðað er hvar á vellinum leikmenn Bayern voru er þeir fengu boltann kemur í ljós að liðið var að spila einhverskonar útgáfu af 4-2-4 eða jafnvel 2-4-4. Musiala leikur í treyju númer 42.WhoScored Hinn 19 ára gamli Musiala er þegar orðinn lykilmaður í liði Bayern og sýnir það mikilvægi hans að Leroy Sané hóf leikinn gegn Wolfsburg á bekknum. Musiala er einnig í miklu uppáhaldi hjá Hansa Flick, landsliðsþjálfara Þýskalands, en hann þjálfaði Bayern með góðum árangri þar á undan. Það má því búast við að Musiala fái næg tækifæri til að stela fyrirsögnunum áfram í vetur, bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeild Evrópu og að öllum líkindum á HM sem fram fer í nóvember og desember í Katar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Eftir að valta yfir Eintracht Frankfurt 6-1 í fyrstu umferð þá kom Wolfsburg í heimsókn á Allianz-völlinn í München á sunnudag. Sigurinn var öllu minni en fór það svo að Bæjarar unnu sannfærandi 2-0 sigur þar sem nær allir leikmenn liðsins spiluðu vel, Musiala stóð hins vegar upp úr. Jamal Musiala's start to the season 1 goal, 1 assist vs. Leipzig (Super Cup)2 goals vs. Frankfurt1 goal vs. WolfsburgHis magic is coming to the Champions League pic.twitter.com/h8PHKdqvSA— DAZN Canada (@DAZN_CA) August 14, 2022 „Við verum mjög sveigjanlegir og skiptum reglulega um stöður. Við höfum gríðarlega stjórn ofarlega á vellinum, við komum oft við boltann og getum hlaupið inn fyrir, það er gaman að leika frammi.“ „Það gengur rosalega vel hjá okkur um þessar mundir. Við erum að spila mjög vel, líkt og við æfum. Við erum að reyna koma sömu orku og leikstíl á völlinn,“ sagði Musiala eftir leik en hann skoraði annað marka Bayern á meðan Thomas Müller gerði hitt. JAMAL MUSIALA IS TOO STRONG pic.twitter.com/bwE7xuOOtS— ESPN FC (@ESPNFC) August 14, 2022 Það virðist fara tvennum sögum af hvaða leikkerfi Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, stillti upp í leiknum en annað hvort var um mjög sókndjarft 4-4-2 að ræða eða þá hefðbundnara 4-2-3-1 leikkerfi. Það er ef til vill alger óþarfi að pæla í leikkerfum þar sem þau eru flæðandi og breytileg á meðan leik stendur. Ef skoðað er hvar á vellinum leikmenn Bayern voru er þeir fengu boltann kemur í ljós að liðið var að spila einhverskonar útgáfu af 4-2-4 eða jafnvel 2-4-4. Musiala leikur í treyju númer 42.WhoScored Hinn 19 ára gamli Musiala er þegar orðinn lykilmaður í liði Bayern og sýnir það mikilvægi hans að Leroy Sané hóf leikinn gegn Wolfsburg á bekknum. Musiala er einnig í miklu uppáhaldi hjá Hansa Flick, landsliðsþjálfara Þýskalands, en hann þjálfaði Bayern með góðum árangri þar á undan. Það má því búast við að Musiala fái næg tækifæri til að stela fyrirsögnunum áfram í vetur, bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeild Evrópu og að öllum líkindum á HM sem fram fer í nóvember og desember í Katar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira