Keyptu Mané dýrum dómum en táningurinn stelur fyrirsögnunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 12:31 Jamal Musiala fagnar marki og Sadio Mané fylgir með í humátt. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Þegar Sadio Mané gekk í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München í sumar var talið að hann yrði ein af stjörnum liðsins. Þó hann sé án efa með betri leikmönnum liðsins og í Þýskalandi yfir höfuð þá hefur annar leikmaður Bayern stolið fyrirsögnunum í upphafi móts, sá heitir Jamal Musiala og er aðeins 19 ára gamall. Eftir að valta yfir Eintracht Frankfurt 6-1 í fyrstu umferð þá kom Wolfsburg í heimsókn á Allianz-völlinn í München á sunnudag. Sigurinn var öllu minni en fór það svo að Bæjarar unnu sannfærandi 2-0 sigur þar sem nær allir leikmenn liðsins spiluðu vel, Musiala stóð hins vegar upp úr. Jamal Musiala's start to the season 1 goal, 1 assist vs. Leipzig (Super Cup)2 goals vs. Frankfurt1 goal vs. WolfsburgHis magic is coming to the Champions League pic.twitter.com/h8PHKdqvSA— DAZN Canada (@DAZN_CA) August 14, 2022 „Við verum mjög sveigjanlegir og skiptum reglulega um stöður. Við höfum gríðarlega stjórn ofarlega á vellinum, við komum oft við boltann og getum hlaupið inn fyrir, það er gaman að leika frammi.“ „Það gengur rosalega vel hjá okkur um þessar mundir. Við erum að spila mjög vel, líkt og við æfum. Við erum að reyna koma sömu orku og leikstíl á völlinn,“ sagði Musiala eftir leik en hann skoraði annað marka Bayern á meðan Thomas Müller gerði hitt. JAMAL MUSIALA IS TOO STRONG pic.twitter.com/bwE7xuOOtS— ESPN FC (@ESPNFC) August 14, 2022 Það virðist fara tvennum sögum af hvaða leikkerfi Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, stillti upp í leiknum en annað hvort var um mjög sókndjarft 4-4-2 að ræða eða þá hefðbundnara 4-2-3-1 leikkerfi. Það er ef til vill alger óþarfi að pæla í leikkerfum þar sem þau eru flæðandi og breytileg á meðan leik stendur. Ef skoðað er hvar á vellinum leikmenn Bayern voru er þeir fengu boltann kemur í ljós að liðið var að spila einhverskonar útgáfu af 4-2-4 eða jafnvel 2-4-4. Musiala leikur í treyju númer 42.WhoScored Hinn 19 ára gamli Musiala er þegar orðinn lykilmaður í liði Bayern og sýnir það mikilvægi hans að Leroy Sané hóf leikinn gegn Wolfsburg á bekknum. Musiala er einnig í miklu uppáhaldi hjá Hansa Flick, landsliðsþjálfara Þýskalands, en hann þjálfaði Bayern með góðum árangri þar á undan. Það má því búast við að Musiala fái næg tækifæri til að stela fyrirsögnunum áfram í vetur, bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeild Evrópu og að öllum líkindum á HM sem fram fer í nóvember og desember í Katar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Eftir að valta yfir Eintracht Frankfurt 6-1 í fyrstu umferð þá kom Wolfsburg í heimsókn á Allianz-völlinn í München á sunnudag. Sigurinn var öllu minni en fór það svo að Bæjarar unnu sannfærandi 2-0 sigur þar sem nær allir leikmenn liðsins spiluðu vel, Musiala stóð hins vegar upp úr. Jamal Musiala's start to the season 1 goal, 1 assist vs. Leipzig (Super Cup)2 goals vs. Frankfurt1 goal vs. WolfsburgHis magic is coming to the Champions League pic.twitter.com/h8PHKdqvSA— DAZN Canada (@DAZN_CA) August 14, 2022 „Við verum mjög sveigjanlegir og skiptum reglulega um stöður. Við höfum gríðarlega stjórn ofarlega á vellinum, við komum oft við boltann og getum hlaupið inn fyrir, það er gaman að leika frammi.“ „Það gengur rosalega vel hjá okkur um þessar mundir. Við erum að spila mjög vel, líkt og við æfum. Við erum að reyna koma sömu orku og leikstíl á völlinn,“ sagði Musiala eftir leik en hann skoraði annað marka Bayern á meðan Thomas Müller gerði hitt. JAMAL MUSIALA IS TOO STRONG pic.twitter.com/bwE7xuOOtS— ESPN FC (@ESPNFC) August 14, 2022 Það virðist fara tvennum sögum af hvaða leikkerfi Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, stillti upp í leiknum en annað hvort var um mjög sókndjarft 4-4-2 að ræða eða þá hefðbundnara 4-2-3-1 leikkerfi. Það er ef til vill alger óþarfi að pæla í leikkerfum þar sem þau eru flæðandi og breytileg á meðan leik stendur. Ef skoðað er hvar á vellinum leikmenn Bayern voru er þeir fengu boltann kemur í ljós að liðið var að spila einhverskonar útgáfu af 4-2-4 eða jafnvel 2-4-4. Musiala leikur í treyju númer 42.WhoScored Hinn 19 ára gamli Musiala er þegar orðinn lykilmaður í liði Bayern og sýnir það mikilvægi hans að Leroy Sané hóf leikinn gegn Wolfsburg á bekknum. Musiala er einnig í miklu uppáhaldi hjá Hansa Flick, landsliðsþjálfara Þýskalands, en hann þjálfaði Bayern með góðum árangri þar á undan. Það má því búast við að Musiala fái næg tækifæri til að stela fyrirsögnunum áfram í vetur, bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeild Evrópu og að öllum líkindum á HM sem fram fer í nóvember og desember í Katar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira