Keyptu Mané dýrum dómum en táningurinn stelur fyrirsögnunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 12:31 Jamal Musiala fagnar marki og Sadio Mané fylgir með í humátt. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Þegar Sadio Mané gekk í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München í sumar var talið að hann yrði ein af stjörnum liðsins. Þó hann sé án efa með betri leikmönnum liðsins og í Þýskalandi yfir höfuð þá hefur annar leikmaður Bayern stolið fyrirsögnunum í upphafi móts, sá heitir Jamal Musiala og er aðeins 19 ára gamall. Eftir að valta yfir Eintracht Frankfurt 6-1 í fyrstu umferð þá kom Wolfsburg í heimsókn á Allianz-völlinn í München á sunnudag. Sigurinn var öllu minni en fór það svo að Bæjarar unnu sannfærandi 2-0 sigur þar sem nær allir leikmenn liðsins spiluðu vel, Musiala stóð hins vegar upp úr. Jamal Musiala's start to the season 1 goal, 1 assist vs. Leipzig (Super Cup)2 goals vs. Frankfurt1 goal vs. WolfsburgHis magic is coming to the Champions League pic.twitter.com/h8PHKdqvSA— DAZN Canada (@DAZN_CA) August 14, 2022 „Við verum mjög sveigjanlegir og skiptum reglulega um stöður. Við höfum gríðarlega stjórn ofarlega á vellinum, við komum oft við boltann og getum hlaupið inn fyrir, það er gaman að leika frammi.“ „Það gengur rosalega vel hjá okkur um þessar mundir. Við erum að spila mjög vel, líkt og við æfum. Við erum að reyna koma sömu orku og leikstíl á völlinn,“ sagði Musiala eftir leik en hann skoraði annað marka Bayern á meðan Thomas Müller gerði hitt. JAMAL MUSIALA IS TOO STRONG pic.twitter.com/bwE7xuOOtS— ESPN FC (@ESPNFC) August 14, 2022 Það virðist fara tvennum sögum af hvaða leikkerfi Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, stillti upp í leiknum en annað hvort var um mjög sókndjarft 4-4-2 að ræða eða þá hefðbundnara 4-2-3-1 leikkerfi. Það er ef til vill alger óþarfi að pæla í leikkerfum þar sem þau eru flæðandi og breytileg á meðan leik stendur. Ef skoðað er hvar á vellinum leikmenn Bayern voru er þeir fengu boltann kemur í ljós að liðið var að spila einhverskonar útgáfu af 4-2-4 eða jafnvel 2-4-4. Musiala leikur í treyju númer 42.WhoScored Hinn 19 ára gamli Musiala er þegar orðinn lykilmaður í liði Bayern og sýnir það mikilvægi hans að Leroy Sané hóf leikinn gegn Wolfsburg á bekknum. Musiala er einnig í miklu uppáhaldi hjá Hansa Flick, landsliðsþjálfara Þýskalands, en hann þjálfaði Bayern með góðum árangri þar á undan. Það má því búast við að Musiala fái næg tækifæri til að stela fyrirsögnunum áfram í vetur, bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeild Evrópu og að öllum líkindum á HM sem fram fer í nóvember og desember í Katar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Eftir að valta yfir Eintracht Frankfurt 6-1 í fyrstu umferð þá kom Wolfsburg í heimsókn á Allianz-völlinn í München á sunnudag. Sigurinn var öllu minni en fór það svo að Bæjarar unnu sannfærandi 2-0 sigur þar sem nær allir leikmenn liðsins spiluðu vel, Musiala stóð hins vegar upp úr. Jamal Musiala's start to the season 1 goal, 1 assist vs. Leipzig (Super Cup)2 goals vs. Frankfurt1 goal vs. WolfsburgHis magic is coming to the Champions League pic.twitter.com/h8PHKdqvSA— DAZN Canada (@DAZN_CA) August 14, 2022 „Við verum mjög sveigjanlegir og skiptum reglulega um stöður. Við höfum gríðarlega stjórn ofarlega á vellinum, við komum oft við boltann og getum hlaupið inn fyrir, það er gaman að leika frammi.“ „Það gengur rosalega vel hjá okkur um þessar mundir. Við erum að spila mjög vel, líkt og við æfum. Við erum að reyna koma sömu orku og leikstíl á völlinn,“ sagði Musiala eftir leik en hann skoraði annað marka Bayern á meðan Thomas Müller gerði hitt. JAMAL MUSIALA IS TOO STRONG pic.twitter.com/bwE7xuOOtS— ESPN FC (@ESPNFC) August 14, 2022 Það virðist fara tvennum sögum af hvaða leikkerfi Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, stillti upp í leiknum en annað hvort var um mjög sókndjarft 4-4-2 að ræða eða þá hefðbundnara 4-2-3-1 leikkerfi. Það er ef til vill alger óþarfi að pæla í leikkerfum þar sem þau eru flæðandi og breytileg á meðan leik stendur. Ef skoðað er hvar á vellinum leikmenn Bayern voru er þeir fengu boltann kemur í ljós að liðið var að spila einhverskonar útgáfu af 4-2-4 eða jafnvel 2-4-4. Musiala leikur í treyju númer 42.WhoScored Hinn 19 ára gamli Musiala er þegar orðinn lykilmaður í liði Bayern og sýnir það mikilvægi hans að Leroy Sané hóf leikinn gegn Wolfsburg á bekknum. Musiala er einnig í miklu uppáhaldi hjá Hansa Flick, landsliðsþjálfara Þýskalands, en hann þjálfaði Bayern með góðum árangri þar á undan. Það má því búast við að Musiala fái næg tækifæri til að stela fyrirsögnunum áfram í vetur, bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeild Evrópu og að öllum líkindum á HM sem fram fer í nóvember og desember í Katar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira