„Hústökuleikskóli“ í Ráðhúsinu Vésteinn Örn Pétursson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 13. ágúst 2022 21:00 Eitt barnanna sem hefur ekki enn fengið leikskólapláss í Reykjavík. Vísir/Sigurjón Móðir sautján mánaða gamals barns sem ekki fær leikskólapláss í borginni ætlar að setja upp hústökuleikskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Hún segir algjört neyðarástand ríkja meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Svör borgarinnar til foreldra séu kæruleysisleg. Kristín Tómasdóttir stóð fyrir mótmælum síðasta fimmtudag þar sem foreldrar ungra barna, sem ekki fá pláss á leikskóla í haust, mættu með börn sín upp í Ráðhús Reykjavíkur. Ætlunin var að sýna fram á það ástand sem skapast hefur hjá foreldrum, sem ekki geta unnið meðan börn þeirra komast ekki að á leikskóla. Krafan var aðgerðir, núna strax. Staðið hefur á svörum frá borginni. „Ég meira að segja sendi tölvupóst á alla borgarráðsfulltrúa að kvöldi eftir mótmælin. Það hefur enginn þeirra svarað mér. Þar óskaði ég bara eftir að fá að vita: Um hvað voruð þið að tala og hvaða aðgerðir eruð þið að ræða ykkar á milli?“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Svör við þessum spurningum geti eytt óvissu og kvíða hjá foreldrum. En þar sem lítið virðist hafa breyst hefur verið boðað til áframhaldandi mótmæla. Foreldrar mæta aftur upp í ráðhús næsta fimmtudag og setja upp svokallaðan hústökuleikskóla. Hugmyndin er að nýta plássið í ráðhúsinu, fyrst ekkert leikskólapláss er að fá, og sýna að með viljann að vopni sé ekki svo flókið að koma upp dagvistun í einhverri mynd. „Við mætum náttúrulega bara enn örvæntingarfyllri og örugglega fleiri, gerum bara það sem við getum, sem er að þrýsta meira á borgarráðsfulltrúana.“ Svörin um hvers vegna staðan sé eins og hún er séu ekki heldur foreldrum að skapi. Þau séu öll á eina leið: „Bara fjölþættur vandi. Ofboðslega flókinn, ofboðslega fjölþættur sem ofboðslega margir eru búnir að reyna að leysa. Og við eigum bara að sýna því þolinmæði og skilning.“ Á meðan sitji foreldrar heima með börn sín, með tilheyrandi tekjutapi. „Þetta er algjört ófremdarástand, þetta er algjört neyðarástand. Mér finnst þau taka því mjög léttvægt. Mér finnst við fá bara mjög kæruleysisleg svör.“ Ekki ljóst hvenær ástandið lagast Fréttamaður ræddi einnig við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hún gat ekki svarað því hvenær fengist lausn við plássskortinum en sagði Reykjavíkurborg vera að vinna að lausnum til bæði skamms tíma og lengri tíma. Árelía Eydís segir að Reykjavíkurborg sé að vinna að lausnum til bæði skamms tíma og til lengri tíma.Vísir „Þetta er eitthvað sem skiptir verulega miklu máli. Við viljum að Reykjavíkurborg sé skipulögð í kringum börnin. Við ætlum að reyna að finna lausnir og hugsa eins og við getum út fyrir boxið en það tekur einhvern tíma. Nú eru allar hendur á dekki til að koma til móts við þá foreldra sem bíða í óvissu,“ sagði Árelía Eydís í samtali við fréttamann. Árelía sagðist vera þakklát þeim foreldrum sem væru að mótmæla stöðunni vegna þess að þau hjá Reykjavíkurborg vilji koma til móts við bæði þarfir atvinnulífsins og þarfir barnanna og þeirra fjölskyldna. Hins vegar gat hún ekki fyllilega svarað því hvað það tæki langan tíma að bæta úr ástandinu en sagði að það væri verið að vinna að því að búa til bæði skammtíma- og langtímalausnir. Þá sagði hún að til lengri tíma vildu þau laga kerfið „þannig að þetta sé ekki lengur þannig að fólk þurfi að takast á við þessa óvissa og viti ekki nákvæmlega hvenær það kemur barninu að.“ Nú séu þau hins vegar að vinna að skammtímalausnum til að koma til móts við þá foreldra sem bíða eftir plássum fyrir börn sín. Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Kristín Tómasdóttir stóð fyrir mótmælum síðasta fimmtudag þar sem foreldrar ungra barna, sem ekki fá pláss á leikskóla í haust, mættu með börn sín upp í Ráðhús Reykjavíkur. Ætlunin var að sýna fram á það ástand sem skapast hefur hjá foreldrum, sem ekki geta unnið meðan börn þeirra komast ekki að á leikskóla. Krafan var aðgerðir, núna strax. Staðið hefur á svörum frá borginni. „Ég meira að segja sendi tölvupóst á alla borgarráðsfulltrúa að kvöldi eftir mótmælin. Það hefur enginn þeirra svarað mér. Þar óskaði ég bara eftir að fá að vita: Um hvað voruð þið að tala og hvaða aðgerðir eruð þið að ræða ykkar á milli?“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Svör við þessum spurningum geti eytt óvissu og kvíða hjá foreldrum. En þar sem lítið virðist hafa breyst hefur verið boðað til áframhaldandi mótmæla. Foreldrar mæta aftur upp í ráðhús næsta fimmtudag og setja upp svokallaðan hústökuleikskóla. Hugmyndin er að nýta plássið í ráðhúsinu, fyrst ekkert leikskólapláss er að fá, og sýna að með viljann að vopni sé ekki svo flókið að koma upp dagvistun í einhverri mynd. „Við mætum náttúrulega bara enn örvæntingarfyllri og örugglega fleiri, gerum bara það sem við getum, sem er að þrýsta meira á borgarráðsfulltrúana.“ Svörin um hvers vegna staðan sé eins og hún er séu ekki heldur foreldrum að skapi. Þau séu öll á eina leið: „Bara fjölþættur vandi. Ofboðslega flókinn, ofboðslega fjölþættur sem ofboðslega margir eru búnir að reyna að leysa. Og við eigum bara að sýna því þolinmæði og skilning.“ Á meðan sitji foreldrar heima með börn sín, með tilheyrandi tekjutapi. „Þetta er algjört ófremdarástand, þetta er algjört neyðarástand. Mér finnst þau taka því mjög léttvægt. Mér finnst við fá bara mjög kæruleysisleg svör.“ Ekki ljóst hvenær ástandið lagast Fréttamaður ræddi einnig við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hún gat ekki svarað því hvenær fengist lausn við plássskortinum en sagði Reykjavíkurborg vera að vinna að lausnum til bæði skamms tíma og lengri tíma. Árelía Eydís segir að Reykjavíkurborg sé að vinna að lausnum til bæði skamms tíma og til lengri tíma.Vísir „Þetta er eitthvað sem skiptir verulega miklu máli. Við viljum að Reykjavíkurborg sé skipulögð í kringum börnin. Við ætlum að reyna að finna lausnir og hugsa eins og við getum út fyrir boxið en það tekur einhvern tíma. Nú eru allar hendur á dekki til að koma til móts við þá foreldra sem bíða í óvissu,“ sagði Árelía Eydís í samtali við fréttamann. Árelía sagðist vera þakklát þeim foreldrum sem væru að mótmæla stöðunni vegna þess að þau hjá Reykjavíkurborg vilji koma til móts við bæði þarfir atvinnulífsins og þarfir barnanna og þeirra fjölskyldna. Hins vegar gat hún ekki fyllilega svarað því hvað það tæki langan tíma að bæta úr ástandinu en sagði að það væri verið að vinna að því að búa til bæði skammtíma- og langtímalausnir. Þá sagði hún að til lengri tíma vildu þau laga kerfið „þannig að þetta sé ekki lengur þannig að fólk þurfi að takast á við þessa óvissa og viti ekki nákvæmlega hvenær það kemur barninu að.“ Nú séu þau hins vegar að vinna að skammtímalausnum til að koma til móts við þá foreldra sem bíða eftir plássum fyrir börn sín.
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira