UMFÍ tekur við rekstri Skólabúðanna að Reykjum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. ágúst 2022 22:37 Frá vinstri: Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skóla- og Ungmennabúða, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. UMFÍ Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) mun taka við rekstri Skólabúðanna að Reykjum frá næsta skólaári. Um 3.200 nemendur í 7. bekk í grunnskóla heimsækja búðirnar ár hvert. Í dag skrifaði Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, undir samning um rekstur á Skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði frá og með næsta skólaári. Sveitarstjórn Húnaþings vestra auglýsti í mars á þessu ári um samstarfsaðila um rekstur búðanna. „Þetta er ánægjulegur dagur. Við fögnum því að að náðst hafi samkomulag við UMFÍ og erum spennt fyrir samstarfinu,“ sagði Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, við undirritunina. Áhersla lögð á félagsleg markmið Í umboði Húnaþings vestra mun UMFÍ annast rekstur skólabúðanna en um 3.200 grunnskólabörn af öllu landinu sækja búðirnar á hverju skólaári. Í rekstrarsamningi kemur meðal annars fram að í skólabúðunum sé unnið eftir Heimsmarkmiðum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðalnámskrá grunnskóla. Sérstök áhersla er lögð á uppeldis- og félagsleg markmið. Í skólabúðunum eru nemendur einnig kynntir fyrir sögu og atvinnuháttum á landsbyggðinni með skipulagðri safnakennslu í samstarfi við Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna. „Þetta eru tímamót hjá okkur í UMFÍ. Í Skólabúðunum að Reykjum munum við halda áfram með óformlegt nám eins og við gerum í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Starfsemin verður að mestu með óbreyttu sniði en okkar góðu áherslur UMFÍ og gildi sem fela í sér gleði, þátttöku og samvinnu verður í forgrunni þar sem ungmennafélagsandinn verður leiðarljósið,“ segir Auður Inga. UMFÍ er nú þegar við með starfræktar ungmennabúðir á Laugarvatni en þangað fara um tvö þúsund nemendur í 9. Bekk ár hvert. Börn og uppeldi Húnaþing vestra Skóla - og menntamál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Í dag skrifaði Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, undir samning um rekstur á Skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði frá og með næsta skólaári. Sveitarstjórn Húnaþings vestra auglýsti í mars á þessu ári um samstarfsaðila um rekstur búðanna. „Þetta er ánægjulegur dagur. Við fögnum því að að náðst hafi samkomulag við UMFÍ og erum spennt fyrir samstarfinu,“ sagði Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, við undirritunina. Áhersla lögð á félagsleg markmið Í umboði Húnaþings vestra mun UMFÍ annast rekstur skólabúðanna en um 3.200 grunnskólabörn af öllu landinu sækja búðirnar á hverju skólaári. Í rekstrarsamningi kemur meðal annars fram að í skólabúðunum sé unnið eftir Heimsmarkmiðum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðalnámskrá grunnskóla. Sérstök áhersla er lögð á uppeldis- og félagsleg markmið. Í skólabúðunum eru nemendur einnig kynntir fyrir sögu og atvinnuháttum á landsbyggðinni með skipulagðri safnakennslu í samstarfi við Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna. „Þetta eru tímamót hjá okkur í UMFÍ. Í Skólabúðunum að Reykjum munum við halda áfram með óformlegt nám eins og við gerum í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Starfsemin verður að mestu með óbreyttu sniði en okkar góðu áherslur UMFÍ og gildi sem fela í sér gleði, þátttöku og samvinnu verður í forgrunni þar sem ungmennafélagsandinn verður leiðarljósið,“ segir Auður Inga. UMFÍ er nú þegar við með starfræktar ungmennabúðir á Laugarvatni en þangað fara um tvö þúsund nemendur í 9. Bekk ár hvert.
Börn og uppeldi Húnaþing vestra Skóla - og menntamál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira