Lífið

Anne Heche er látin

Bjarki Sigurðsson skrifar
Anne Heche er látin.
Anne Heche er látin. Jesse Grant/Getty

Leikkonan Anne Heche er látin, 53 ára að aldri. Heche slasaðist alvarlega í bílslysi fyrir viku síðan og hefur verið í dái síðan þá.

Í dag var greint frá því að Heche hafi hlotið mikinn heilaskaða af völdum súrefnisskorts eftir slysið. Hjarta hennar er haldið gangandi með aðstoð öndunarvélar en TMZ greinir frá því að engin virkni sé í heila hennar og því sé hún, samkvæmt lögum í Kaliforníu, látin. Hjarta hennar verður haldið gangandi eitthvað áfram þar til ákveðið verður hvort nota eigi líffæri hennar í líffæragjöf. 

Blóðmælingar hafa gefið til kynna að Heche hafi verið undir áhrifum kókaíns og jafnvel fentanýls en lögreglan í Los Angeles rannsakar bílslysið sem alríkisglæp.

Eftir bílslysið kviknaði í bílnum og íbúðarhúsinu sem hún keyrði á og hlaut Heche mikil brunasár. Það tók slökkviliðs menn alls klukkutíma að slökkva eldinn í íbúðarhúsinu.

Heche var þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Six Days, Seven Nights, Spread og Donnie Brasco. Þá vann hún til verðlauna fyrir leik sinn í sápuóperunni Another World.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Heche sögð liggja bana­leguna

Fjölskylda leikonunnar Anne Heche hefur tilkynnt að ekki sé búist við því að hún lifi eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi fyrir viku síðan.

Anne Heche í lífs­hættu eftir bíl­­slys

Leikkonan Anne Heche er lífshættulega slösuð eftir bílslys sem átti sér stað í Los Angeles í gær. Að sögn vitna ók leikkonan bifreið sinni á miklum hraða, þar til að bifreiðin lenti utan vegar og hafnaði á íbúðarhúsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.