Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2022 10:37 Gæs leitar að vatni á botni Velence-vatns í Ungverjalandi. AP/Anna Szilagyi Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. Loftslagsbreytingar hafa gert ástandið verra þar sem meiri hiti hraðar uppgufun og þyrstar plöntur drekka meira. Minni snjókoma á veturna hefur sömuleiðis dregið úr ferskvatnsbirgðum yfir sumartímann. Vatnsból eru að tæmast víða og árfarvegir hafa þurrkað upp. Vatnsstaða í stærstu ám Evrópu er líka víða mjög lítil. Ástandið hefur sömuleiðis haft gífurleg áhrif á landbúnað víða um heimsálfuna. Þurrkur er í nærri því helmingi Evrópu og búast sérfræðingar við svipuðu ástandi næstu þrjá mánuði. Yfirvöld í Frakklandi segja þurrkana vera þá verstu frá því byrjað var að halda formlega utan um þá.AP/Nicholas Garriga Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er Evrópa ekki eina heimsálfan þar sem þurrkar gera íbúum lífið leitt. Ástandið er einnig verulega slæmt í vesturhluta Bandaríkjanna, Mexíkó og Austur-Afríku. Blaðamaður fréttaveitunnar sótti þorpið Lux í Frakklandi heim. Áin Tille rennur þar í gegn, við hefðbundnar aðstæður en nú er árfarvegurinn þurr og er þar ekkert annað að finna en dauða fiska. Jean-Philippe Couasné, yfirmaður náttúruverndarsamtaka á svæðinu, sagði að rennsli árinnar væri að meðaltali átta þúsund lítrar á sekúndu. Nú væri það núll. Beinagrind fisks liggur á þurrum botni vatns stöðuvatns í Serbíu.AP/Darko Vojinovic Þetta ástand feli í sér að fiskategundir muni hverfa úr ánni. Fiskar hafi fundið skjól ofar í ánni en allt sé dautt neðar í ánni. Guardian sagði frá því í morgun að miðillinn hefði heimildir fyrir því að yfirvöld í Englandi myndu brátt lýsa formlega yfir þurrki í átta af fjórtán héruðum landsins. Það fæli í sér að vatn yrði skammtað í þeim héruðum. Mögulega yrði bannað að þvo bíla, hús og annað með vatni og notkun úðara gæti sömuleiðis verið bönnuð. Galardi áin í suðvestur Frakklandi er svo gott sem tóm. Þessi mynd var tekin þann 12. júlí og lítið hefur rignt á svæðinu síðan þá.AP/Bob Edme Veikari skotvindar Vatnsból hafa lækkað verulega og ár eru sömuleiðis að þorna upp víða. Sérfræðingar óttast að ástandið muni svo versna áfram á næstu árum ef rigning aukist ekki til muna og til lengri tíma. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja loftslagsbreytingar hafa dregið úr hitamuni milli mismunandi svæða jarðarinnar. Það hafi meðal annars dregið úr krafti skotloftavinda (e. jet stream) sem flytja meðal annars rakt loft frá Atlantshafinu yfir Evrópu. Veikara streymi skotvinda veldur því einnig að heitt loft getur auðveldar borist norður frá Afríku og kalt loft suður frá Norðurskautinu. Bátar liggja á þurru í Velence í Ungverjalandi. Vatnsstaða í stærstu ám Evrópu hefur lækkað mikið.AP/Anna Szilagyi Þurrkarnir, sem eru þeir verstu í manna minnum í Frakklandi, hafa mikil áhrif á landbúnað og matvælaframleiðslu.AP/Daniel Cole Hér að neðan má sjá ástandið í Po, lengstu á Ítalíu. Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna fer hækkandi og umfangsmikil leit stendur yfir Að minnsta kosti nítján hafa látist í flóðum í Appalachiafjöllum í Bandaríkjunum, þar á meðal sex börn. Ríkisstjóri Kentucky-héraðs gerir ráð fyrir því að tala látinna fari hækkandi og umfangsmikil leit stendur enn yfir. 30. júlí 2022 10:12 Meira en 70 ferkílómetrar orðið eldunum við Yosemite að bráð Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að hægja verulega á útbreiðslu skógarelda í nágrenni við Yosemite þjóðgarðinn. Nú hafa 55 mannvirki orðið eldunum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. 26. júlí 2022 10:43 Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. 20. júlí 2022 08:17 Met féllu í hrönnum þegar söguleg hitabylgja gekk yfir Bretland Eldar loguðu í Lundúnum í dag í mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir Bretland og fór hitinn þar í fyrsta sinn í sögu landsins yfir 40 gráður. Miklir skógareldar geisa enn víða í suðvestanverðri Evrópu. Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni vonar að hitabylgjan ýti við stjórnmálamönnum. 19. júlí 2022 22:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Loftslagsbreytingar hafa gert ástandið verra þar sem meiri hiti hraðar uppgufun og þyrstar plöntur drekka meira. Minni snjókoma á veturna hefur sömuleiðis dregið úr ferskvatnsbirgðum yfir sumartímann. Vatnsból eru að tæmast víða og árfarvegir hafa þurrkað upp. Vatnsstaða í stærstu ám Evrópu er líka víða mjög lítil. Ástandið hefur sömuleiðis haft gífurleg áhrif á landbúnað víða um heimsálfuna. Þurrkur er í nærri því helmingi Evrópu og búast sérfræðingar við svipuðu ástandi næstu þrjá mánuði. Yfirvöld í Frakklandi segja þurrkana vera þá verstu frá því byrjað var að halda formlega utan um þá.AP/Nicholas Garriga Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er Evrópa ekki eina heimsálfan þar sem þurrkar gera íbúum lífið leitt. Ástandið er einnig verulega slæmt í vesturhluta Bandaríkjanna, Mexíkó og Austur-Afríku. Blaðamaður fréttaveitunnar sótti þorpið Lux í Frakklandi heim. Áin Tille rennur þar í gegn, við hefðbundnar aðstæður en nú er árfarvegurinn þurr og er þar ekkert annað að finna en dauða fiska. Jean-Philippe Couasné, yfirmaður náttúruverndarsamtaka á svæðinu, sagði að rennsli árinnar væri að meðaltali átta þúsund lítrar á sekúndu. Nú væri það núll. Beinagrind fisks liggur á þurrum botni vatns stöðuvatns í Serbíu.AP/Darko Vojinovic Þetta ástand feli í sér að fiskategundir muni hverfa úr ánni. Fiskar hafi fundið skjól ofar í ánni en allt sé dautt neðar í ánni. Guardian sagði frá því í morgun að miðillinn hefði heimildir fyrir því að yfirvöld í Englandi myndu brátt lýsa formlega yfir þurrki í átta af fjórtán héruðum landsins. Það fæli í sér að vatn yrði skammtað í þeim héruðum. Mögulega yrði bannað að þvo bíla, hús og annað með vatni og notkun úðara gæti sömuleiðis verið bönnuð. Galardi áin í suðvestur Frakklandi er svo gott sem tóm. Þessi mynd var tekin þann 12. júlí og lítið hefur rignt á svæðinu síðan þá.AP/Bob Edme Veikari skotvindar Vatnsból hafa lækkað verulega og ár eru sömuleiðis að þorna upp víða. Sérfræðingar óttast að ástandið muni svo versna áfram á næstu árum ef rigning aukist ekki til muna og til lengri tíma. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja loftslagsbreytingar hafa dregið úr hitamuni milli mismunandi svæða jarðarinnar. Það hafi meðal annars dregið úr krafti skotloftavinda (e. jet stream) sem flytja meðal annars rakt loft frá Atlantshafinu yfir Evrópu. Veikara streymi skotvinda veldur því einnig að heitt loft getur auðveldar borist norður frá Afríku og kalt loft suður frá Norðurskautinu. Bátar liggja á þurru í Velence í Ungverjalandi. Vatnsstaða í stærstu ám Evrópu hefur lækkað mikið.AP/Anna Szilagyi Þurrkarnir, sem eru þeir verstu í manna minnum í Frakklandi, hafa mikil áhrif á landbúnað og matvælaframleiðslu.AP/Daniel Cole Hér að neðan má sjá ástandið í Po, lengstu á Ítalíu.
Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna fer hækkandi og umfangsmikil leit stendur yfir Að minnsta kosti nítján hafa látist í flóðum í Appalachiafjöllum í Bandaríkjunum, þar á meðal sex börn. Ríkisstjóri Kentucky-héraðs gerir ráð fyrir því að tala látinna fari hækkandi og umfangsmikil leit stendur enn yfir. 30. júlí 2022 10:12 Meira en 70 ferkílómetrar orðið eldunum við Yosemite að bráð Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að hægja verulega á útbreiðslu skógarelda í nágrenni við Yosemite þjóðgarðinn. Nú hafa 55 mannvirki orðið eldunum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. 26. júlí 2022 10:43 Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. 20. júlí 2022 08:17 Met féllu í hrönnum þegar söguleg hitabylgja gekk yfir Bretland Eldar loguðu í Lundúnum í dag í mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir Bretland og fór hitinn þar í fyrsta sinn í sögu landsins yfir 40 gráður. Miklir skógareldar geisa enn víða í suðvestanverðri Evrópu. Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni vonar að hitabylgjan ýti við stjórnmálamönnum. 19. júlí 2022 22:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Tala látinna fer hækkandi og umfangsmikil leit stendur yfir Að minnsta kosti nítján hafa látist í flóðum í Appalachiafjöllum í Bandaríkjunum, þar á meðal sex börn. Ríkisstjóri Kentucky-héraðs gerir ráð fyrir því að tala látinna fari hækkandi og umfangsmikil leit stendur enn yfir. 30. júlí 2022 10:12
Meira en 70 ferkílómetrar orðið eldunum við Yosemite að bráð Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að hægja verulega á útbreiðslu skógarelda í nágrenni við Yosemite þjóðgarðinn. Nú hafa 55 mannvirki orðið eldunum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. 26. júlí 2022 10:43
Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. 20. júlí 2022 08:17
Met féllu í hrönnum þegar söguleg hitabylgja gekk yfir Bretland Eldar loguðu í Lundúnum í dag í mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir Bretland og fór hitinn þar í fyrsta sinn í sögu landsins yfir 40 gráður. Miklir skógareldar geisa enn víða í suðvestanverðri Evrópu. Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni vonar að hitabylgjan ýti við stjórnmálamönnum. 19. júlí 2022 22:45