Frá þessu greinir Fréttablaðið en blaðið segir hvorki Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra né Hafrúnu Olgeirsdóttur formann byggðarráðs vilja hafa tjáð sig um viðræðurnar þegar eftir því var leitað.
Fréttablaðið segir byggðarráð Norðurþings hafa fundað með fulltrúum fyrirtækisins í gær.
Katrín sagði í samtali við blaðið að forsenda viðræna væri að viðkomandi hefði fengið vilyrði frá Landsvirkjun um orkuöflun en hún vildi ekki tjá sig um það hvort Tesseract hefði tryggt sér það.
Mörg gagnaver ganga út á námagröft fyrir rafmyntir en Landsvirkjun hefur gefið það út að fyrirtækið muni ekki veita meiri orku til slíkrar starfsemi.