Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði. Vísir Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um ágang máva, en íbúar Garðabæjar segja máva trufla svefnfrið, ráðast á fólk og ganga á aðra fuglastofna. Bæjarstjóri Garðabæjar sagði að bærinn ætli markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum, með því að stinga á egg á þeim svæðum þar sem bænum er það heimilt. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur við Háskóla Íslands segir að greinarmun verði að gera á því hvort tilgangur sé að færa varpstaði eða fækka í stofni sílamáva. Hugmyndir um að fækka í stofninum séu mjög flóknar og siðferðilega á gráu svæði. „Mávarnir færa sig mjög mikið á milli svæða og ef aðstæður eru í lagi þá koma þeir inn til varps þó þú fjarlægir fugla úr varpinu, það koma bara nýir fuglar inn í staðinn. En ef hugmyndin er að færa varpsvæðið til, koma þeim í burtu frá ákveðnu svæði, þá er sú aðferð að stinga á egg ekki mjög vænleg til árangurs, það sem raunverulega ýtir mávum frá varpsvæði er mikil truflun.“ Mestu skipti að gera varpsvæðin óaðlaðandi til varps. Til dæmis með því að umbreyta náttúrulegum svæðum mávunum í óhag eða með beinum truflunum. Mörg opin og náttúruleg svæði innan Höguðborgarsvæðisins eru ákjósanleg sem varpsvæði fyrir sílamáva og vilji fólk hafa þessi náttúrulegu svæði í byggð verði það að lifa með mávnum. „Það sem hægt er að hugsa sér er það að ef menn vilja hafa náttúruleg svæði þá þurfa þeir að lifa með dýrum sem eru hluti af náttúrunni. Það er það sem þarf að byrja að skoða og sjá hvort um raunverulega árekstra er að ræða. Það er að mínu mati óheilbrigt viðhorf að gefa sér að hægt sé að stjórna því hvaða lífverur deila umhverfi með okkur. Það er þó munur á því og afgerandi árekstrum. Í mörgum tilvikum þurfum við að læra að lifa með þeim lífverum sem eru í kringum okkur. Mávurinn er hluti af borgarlífríkinu.“ Í kvöldfréttinni í gær kom einnig fram að mávurinn gangi á aðrar fuglategundir á svæðinu. Gunnar segir engin gögn sýna fram á að mávurinn útrými öðrum stofnum í byggð. „Þeir eru tækifærissinnar og éta egg og unga annarra fugla. Það er mikilvægt að halda því til haga að lang stærsti hluti sílamáva lifir á fiski. Hann lifir á sjónum fyrst og fremst.“ Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega, en mávar eru búnir að vera að haga sér eitthvað undarlega, allavega síðan ég kom til landsins. Hefur einhver tekið eftir því líka og/eða veit af hverju? #fuglatwitter— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) August 9, 2022 Ágengi máva er ekki eingöngu bundið við Garðabæ og hefur nokkuð borið á því á Twitter að fólk kvarti undan því að þeir séu orðnir árásargjarnari. Gunnar segir ekkert til í því. Árásargirni máva sé eingöngu tengd varpstað þar sem fuglarnir verja egg og unga. „Vörpin og varpárangurinn er misjafn milli ára og núna í ár virðist varp hafa heppnast vel eða ágætlega til vel hjá sílamávum en að öðru leyti þá er engin breyting á hegðum mávanna.“ Fuglar Dýr Garðabær Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær var fjallað um ágang máva, en íbúar Garðabæjar segja máva trufla svefnfrið, ráðast á fólk og ganga á aðra fuglastofna. Bæjarstjóri Garðabæjar sagði að bærinn ætli markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum, með því að stinga á egg á þeim svæðum þar sem bænum er það heimilt. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur við Háskóla Íslands segir að greinarmun verði að gera á því hvort tilgangur sé að færa varpstaði eða fækka í stofni sílamáva. Hugmyndir um að fækka í stofninum séu mjög flóknar og siðferðilega á gráu svæði. „Mávarnir færa sig mjög mikið á milli svæða og ef aðstæður eru í lagi þá koma þeir inn til varps þó þú fjarlægir fugla úr varpinu, það koma bara nýir fuglar inn í staðinn. En ef hugmyndin er að færa varpsvæðið til, koma þeim í burtu frá ákveðnu svæði, þá er sú aðferð að stinga á egg ekki mjög vænleg til árangurs, það sem raunverulega ýtir mávum frá varpsvæði er mikil truflun.“ Mestu skipti að gera varpsvæðin óaðlaðandi til varps. Til dæmis með því að umbreyta náttúrulegum svæðum mávunum í óhag eða með beinum truflunum. Mörg opin og náttúruleg svæði innan Höguðborgarsvæðisins eru ákjósanleg sem varpsvæði fyrir sílamáva og vilji fólk hafa þessi náttúrulegu svæði í byggð verði það að lifa með mávnum. „Það sem hægt er að hugsa sér er það að ef menn vilja hafa náttúruleg svæði þá þurfa þeir að lifa með dýrum sem eru hluti af náttúrunni. Það er það sem þarf að byrja að skoða og sjá hvort um raunverulega árekstra er að ræða. Það er að mínu mati óheilbrigt viðhorf að gefa sér að hægt sé að stjórna því hvaða lífverur deila umhverfi með okkur. Það er þó munur á því og afgerandi árekstrum. Í mörgum tilvikum þurfum við að læra að lifa með þeim lífverum sem eru í kringum okkur. Mávurinn er hluti af borgarlífríkinu.“ Í kvöldfréttinni í gær kom einnig fram að mávurinn gangi á aðrar fuglategundir á svæðinu. Gunnar segir engin gögn sýna fram á að mávurinn útrými öðrum stofnum í byggð. „Þeir eru tækifærissinnar og éta egg og unga annarra fugla. Það er mikilvægt að halda því til haga að lang stærsti hluti sílamáva lifir á fiski. Hann lifir á sjónum fyrst og fremst.“ Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega, en mávar eru búnir að vera að haga sér eitthvað undarlega, allavega síðan ég kom til landsins. Hefur einhver tekið eftir því líka og/eða veit af hverju? #fuglatwitter— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) August 9, 2022 Ágengi máva er ekki eingöngu bundið við Garðabæ og hefur nokkuð borið á því á Twitter að fólk kvarti undan því að þeir séu orðnir árásargjarnari. Gunnar segir ekkert til í því. Árásargirni máva sé eingöngu tengd varpstað þar sem fuglarnir verja egg og unga. „Vörpin og varpárangurinn er misjafn milli ára og núna í ár virðist varp hafa heppnast vel eða ágætlega til vel hjá sílamávum en að öðru leyti þá er engin breyting á hegðum mávanna.“
Fuglar Dýr Garðabær Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira