Gefa lítið fyrir vælið í Mosfellingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2022 14:00 Sveinn Andri Sveinsson kom lítið við sögu hjá Aftureldingu á þeim tveimur árum sem hann var hjá félaginu. vísir/hulda margrét Þríeykið í Handkastinu gefur lítið fyrir umkvartanir Gunnars Magnússonar, þjálfara Aftureldingar, vegna félagaskipta Sveins Andra Sveinssonar. Sveinn Andri gekk í raðir Aftureldingar frá ÍR fyrir tveimur árum en spilaði lítið sem ekkert með Mosfellingum vegna meiðsla. Hann virðist hafa náð sér af þeim en Afturelding getur ekki nýtt krafta hans því hann hefur samið við Empor Rostock í þýsku B-deildinni. Gunnar fór ekki leynt með svekkelsi sitt í viðtali við handbolta.is og sagði félagaskiptin vera mikil vonbrigði. „Loksins þegar við sáum fram á að geta teflt honum fram í góðu formi þá gerist þetta,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Strákarnir í Handkastinu skilja ákvörðun Sveins Andra og segja að hann hafi verið í fullum rétti til að taka hana. „Sveinn Andri hefur nákvæmlega ekkert gert þarna og bara búinn að vera meiddur. Afturelding hefur örugglega staðið við bakið á honum en maðurinn var samningsbundinn og er bara að hugsa um sig og sinn feril,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í fyrsta þætti Handkastsins sem kom inn á Vísi í gær. „Afturelding vissi að þeir væru að taka leikmann sem hefur átt í erfiðleikum með meiðsli. En þetta er sérstaklega svekkjandi þar sem þetta var eini miðjumaðurinn þeirra. En Sveinn Andri er bara að hugsa um sinn feril og lítur á þetta sem spennandi tækifæri og hoppar á það. Hann á ekkert að vera að hugsa að hann skuldi Gunna Magg og Aftureldingu því þeir hafi verið svo góðir við mig í minni endurhæfingu. Ég get lofað þér því að ef það hefði hentað Aftureldingu að losa sig við hann hefðu þeir gert það. Þannig virkar þetta í íþróttum og atvinnulífinu. Þetta var bara væll.“ Arnar Daði Arnarsson tók undir með Theodóri og varpaði ábyrgðinni frekar á Aftureldingu. „Ég er eins mikið sammála og hægt er. Ég set miklu frekar spurningarmerki við það að Afturelding sé með klásúlu í samningi hjá lykilleikmanni að hann geti bara farið kortér í mót. Það er klúðrið,“ sagði Arnar Daði. Afturelding tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í 1. umferð Olís-deildarinnar 8. september. Olís-deild karla Afturelding Handkastið Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Sjá meira
Sveinn Andri gekk í raðir Aftureldingar frá ÍR fyrir tveimur árum en spilaði lítið sem ekkert með Mosfellingum vegna meiðsla. Hann virðist hafa náð sér af þeim en Afturelding getur ekki nýtt krafta hans því hann hefur samið við Empor Rostock í þýsku B-deildinni. Gunnar fór ekki leynt með svekkelsi sitt í viðtali við handbolta.is og sagði félagaskiptin vera mikil vonbrigði. „Loksins þegar við sáum fram á að geta teflt honum fram í góðu formi þá gerist þetta,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Strákarnir í Handkastinu skilja ákvörðun Sveins Andra og segja að hann hafi verið í fullum rétti til að taka hana. „Sveinn Andri hefur nákvæmlega ekkert gert þarna og bara búinn að vera meiddur. Afturelding hefur örugglega staðið við bakið á honum en maðurinn var samningsbundinn og er bara að hugsa um sig og sinn feril,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í fyrsta þætti Handkastsins sem kom inn á Vísi í gær. „Afturelding vissi að þeir væru að taka leikmann sem hefur átt í erfiðleikum með meiðsli. En þetta er sérstaklega svekkjandi þar sem þetta var eini miðjumaðurinn þeirra. En Sveinn Andri er bara að hugsa um sinn feril og lítur á þetta sem spennandi tækifæri og hoppar á það. Hann á ekkert að vera að hugsa að hann skuldi Gunna Magg og Aftureldingu því þeir hafi verið svo góðir við mig í minni endurhæfingu. Ég get lofað þér því að ef það hefði hentað Aftureldingu að losa sig við hann hefðu þeir gert það. Þannig virkar þetta í íþróttum og atvinnulífinu. Þetta var bara væll.“ Arnar Daði Arnarsson tók undir með Theodóri og varpaði ábyrgðinni frekar á Aftureldingu. „Ég er eins mikið sammála og hægt er. Ég set miklu frekar spurningarmerki við það að Afturelding sé með klásúlu í samningi hjá lykilleikmanni að hann geti bara farið kortér í mót. Það er klúðrið,“ sagði Arnar Daði. Afturelding tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í 1. umferð Olís-deildarinnar 8. september.
Olís-deild karla Afturelding Handkastið Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Sjá meira