Neitaði að svara spurningunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 14:39 Donald Trump fyrir utan Trump-turn í New York í morgun. AP/Julia Nikhinson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki. Sagt var frá því á Vísi í morgun að Trump myndi bera vitni í dag. Málaferlin eru leidd af Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis. Málið snýst um að það að Trump og aðrir forsvarsmenn fyrirtækis hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Rannsókn James er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Lögmenn Trumps hafa haldið því fram að James sé að nota rannsókn sína til að reyna að finna vísbendingar fyrir rannsókn umdæmasaksóknara Manhattan. Það að síðarnefnda rannsóknin er til gerði Trump kleift að beita fyrir sig fimmta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um rétt fólks til að sakbenda sjálft sig ekki. Sjá einnig: Trump ber vitni í New York Í yfirlýsingu segist Trump ekki hafa átt annarra kosta völ en að neita að svara spurningunum. Hann fer hörðum orðum um James og segir hana misheppnaðan pólitíkus sem hafi einsett sér að gera út af við sig. Hún hafi átt í samstarfi við aðra andstæðinga hans og segir hann að framferði hennar undanfarin þrjú ár sé til skammar fyrir réttarkerfi Bandaríkjanna og skattgreiðendur New York. „Ég gerði ekkert rangt,“ sagði Trump. Það sagði hann ástæðu þess að þeir fjölmörgu aðilar á öllum stigum yfirvalda Bandaríkjanna sem hafa rannsakað Trump, í samstarfi við „falska fjölmiðla“, hafi ekkert fundið. „Ég spurði einu sinni: „Ef þú ert saklaus, af hverju ertu að nýta þér fimmta ákvæðið?“ Nú veit ég svarið við þeirri spurningu,“ sagði Trump. Hann lýsti rannsóknunum gegn sér, börnum hans og fyrirtæki þeirra sem nornaveiðum. Forsetinn fyrrverandi sagði í yfirlýsingunni að húsleit sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði á heimili hans í Flórída væri í hans huga sönnun fyrir samsæri núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna gegn sér. Sjá einnig: Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Því hafi hann, í samráði við lögmenn sína, ákveðið að svara spurningunum ekki. NEW: Former president Trump says he invoked his Fifth Amendment rights during his deposition with @NewYorkStateAG s office pic.twitter.com/NQ0gUyCc4U— Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) August 10, 2022 Eins og áður segir, tengist þetta mál ekki húsleit Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Mar-A-Lago á mánudaginn. Fjölmiðlar vestanhafs segja hana hafa verið framkvæmda vegna leynilegra gagna sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Washington Post hefur eftir lögmanni Trumps að starfsmenn FBI hafi lagt hald á um tólf kassa af gögnum á mánudaginn. Það er tilviðbótar við fimmtán kassa af gögnum sem Trump afhenti Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna fyrir um sjö mánuðum. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Það tók nokkra mánuði að fá gögnin afhent en eftir það höfðu starfsmenn Þjóðsjalasafnsins og rannsakendur enn áhyggjur af því að Trump hefði ekki afhent öll gögnin sem hann tók úr Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Sagt var frá því á Vísi í morgun að Trump myndi bera vitni í dag. Málaferlin eru leidd af Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis. Málið snýst um að það að Trump og aðrir forsvarsmenn fyrirtækis hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Rannsókn James er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Lögmenn Trumps hafa haldið því fram að James sé að nota rannsókn sína til að reyna að finna vísbendingar fyrir rannsókn umdæmasaksóknara Manhattan. Það að síðarnefnda rannsóknin er til gerði Trump kleift að beita fyrir sig fimmta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um rétt fólks til að sakbenda sjálft sig ekki. Sjá einnig: Trump ber vitni í New York Í yfirlýsingu segist Trump ekki hafa átt annarra kosta völ en að neita að svara spurningunum. Hann fer hörðum orðum um James og segir hana misheppnaðan pólitíkus sem hafi einsett sér að gera út af við sig. Hún hafi átt í samstarfi við aðra andstæðinga hans og segir hann að framferði hennar undanfarin þrjú ár sé til skammar fyrir réttarkerfi Bandaríkjanna og skattgreiðendur New York. „Ég gerði ekkert rangt,“ sagði Trump. Það sagði hann ástæðu þess að þeir fjölmörgu aðilar á öllum stigum yfirvalda Bandaríkjanna sem hafa rannsakað Trump, í samstarfi við „falska fjölmiðla“, hafi ekkert fundið. „Ég spurði einu sinni: „Ef þú ert saklaus, af hverju ertu að nýta þér fimmta ákvæðið?“ Nú veit ég svarið við þeirri spurningu,“ sagði Trump. Hann lýsti rannsóknunum gegn sér, börnum hans og fyrirtæki þeirra sem nornaveiðum. Forsetinn fyrrverandi sagði í yfirlýsingunni að húsleit sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði á heimili hans í Flórída væri í hans huga sönnun fyrir samsæri núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna gegn sér. Sjá einnig: Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Því hafi hann, í samráði við lögmenn sína, ákveðið að svara spurningunum ekki. NEW: Former president Trump says he invoked his Fifth Amendment rights during his deposition with @NewYorkStateAG s office pic.twitter.com/NQ0gUyCc4U— Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) August 10, 2022 Eins og áður segir, tengist þetta mál ekki húsleit Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Mar-A-Lago á mánudaginn. Fjölmiðlar vestanhafs segja hana hafa verið framkvæmda vegna leynilegra gagna sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Washington Post hefur eftir lögmanni Trumps að starfsmenn FBI hafi lagt hald á um tólf kassa af gögnum á mánudaginn. Það er tilviðbótar við fimmtán kassa af gögnum sem Trump afhenti Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna fyrir um sjö mánuðum. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Það tók nokkra mánuði að fá gögnin afhent en eftir það höfðu starfsmenn Þjóðsjalasafnsins og rannsakendur enn áhyggjur af því að Trump hefði ekki afhent öll gögnin sem hann tók úr Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira