Gagnaleki í skoðun hjá Reykjavíkurborg Árni Sæberg skrifar 10. ágúst 2022 12:09 Dagbjört Hákonardóttir er persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Vísir Upp hefur komið gagnaleki hjá vefþjónustu sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa notað í nokkrum mæli. Persónuverndarfulltrúi borgarinnar vinnur nú að því að leggja mat á umfang og eðli brestsins í samstarfi við upplýsingatæknisvið borgarinnar. Í tilkynningu á starfsmannavef borgarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, segir að lekinn hafi komið upp í QuestionPro, veflausn sem gerir fólki kleift að gera og senda út skoðanakannanir, sem nokkuð hafi verið notuð af starfsfólki borgarinnar. Þar segir að samkvæmt athugun upplýsingatæknisviðs liggi fyrir að nokkuð af upplýsingum hafi orðið aðgengilegar óviðkomandi aðilum, þar á meðal tölvupóstföng og niðurstöður kannana. „Fyrir liggur að netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar falla þar undir, en ekki er vitað hvort hið sama eigi við um niðurstöður kannana á vegum starfsfólks borgarinnar,“ segir í tilkynningunni. Starfsmenn varist svikapósta Í tilkynningunni segir að í framhaldi af gagnaleka sem sé hætt við að aukning verði í tilraunum til að senda svikapósta. Því er starfsfólk beðið um að vera vel á varðbergi og tilkynna með viðeigandi leiðum ef grunur vaknar um svikapósta. Þá minnir upplúsingasvið starfsfólk á að nota einungis samþykktar lausnir til framkvæmdar á verkefnum sínum. Óskar Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, segir í samtali við Vísi að QuestionPro sé ekki samþykkt af upplýsingatæknisviði. Því hafi borgin ekkert með lekan sem slíkan að gera. Gagnalekar óumflýjanlegir í nútímasamfélagi Sem áður segir vinnur persónuverndarfulltrúi borgarinnar nú að því að leggja mat á lekann. Dagbjört Hákonardóttir persónuverndarfulltrúi segir í samtali við Vísi að hún geti litlar upplýsingar veitt um lekann þar sem málið sé á viðkvæmu stigi auk þess að hún hafi ekki upplýsingar um tæknilegar hliðar hans. Hún segir að gagnalekar sem þessi séu óumflýjanlegir í nútímasamfélagi og að markmið persónuverndarfulltrúa og upplýsingatæknisviðs að lágmarka skaða sem verður af þeim. Hún hafi 72 klukkstundir frá því að upp kemst um leka til að ákveða hvort tilkynna þurfi Persónuvernd um hann. Reykjavíkurborg tilkynni Persónuvernd um mögulega öryggisbresti oftast allra. Friðþjófur Bergmann, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi nýti sér þjónustu QuestionPro og því séu mun fleiri netföng undir en netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar. Hann segir að helsta hættan af gagnalekum sem þessum vera að tölvuþrjótar nota netföng sem þeir komast yfir til að senda svikapósta. Því þurfi fólk að hafa varann á. Þá segir hann að ekki sé óalgengt að lekar sem þessi verði og netföng séu notuð til að senda svikapósta. Álíka atvik hafi orðið í maí en borgin hafi ekki merkt aukningu í því að fólk falli fyrir svikapóstum og tekist hafi að verjast tölvuþrjótum vel. Netöryggi Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Í tilkynningu á starfsmannavef borgarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, segir að lekinn hafi komið upp í QuestionPro, veflausn sem gerir fólki kleift að gera og senda út skoðanakannanir, sem nokkuð hafi verið notuð af starfsfólki borgarinnar. Þar segir að samkvæmt athugun upplýsingatæknisviðs liggi fyrir að nokkuð af upplýsingum hafi orðið aðgengilegar óviðkomandi aðilum, þar á meðal tölvupóstföng og niðurstöður kannana. „Fyrir liggur að netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar falla þar undir, en ekki er vitað hvort hið sama eigi við um niðurstöður kannana á vegum starfsfólks borgarinnar,“ segir í tilkynningunni. Starfsmenn varist svikapósta Í tilkynningunni segir að í framhaldi af gagnaleka sem sé hætt við að aukning verði í tilraunum til að senda svikapósta. Því er starfsfólk beðið um að vera vel á varðbergi og tilkynna með viðeigandi leiðum ef grunur vaknar um svikapósta. Þá minnir upplúsingasvið starfsfólk á að nota einungis samþykktar lausnir til framkvæmdar á verkefnum sínum. Óskar Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, segir í samtali við Vísi að QuestionPro sé ekki samþykkt af upplýsingatæknisviði. Því hafi borgin ekkert með lekan sem slíkan að gera. Gagnalekar óumflýjanlegir í nútímasamfélagi Sem áður segir vinnur persónuverndarfulltrúi borgarinnar nú að því að leggja mat á lekann. Dagbjört Hákonardóttir persónuverndarfulltrúi segir í samtali við Vísi að hún geti litlar upplýsingar veitt um lekann þar sem málið sé á viðkvæmu stigi auk þess að hún hafi ekki upplýsingar um tæknilegar hliðar hans. Hún segir að gagnalekar sem þessi séu óumflýjanlegir í nútímasamfélagi og að markmið persónuverndarfulltrúa og upplýsingatæknisviðs að lágmarka skaða sem verður af þeim. Hún hafi 72 klukkstundir frá því að upp kemst um leka til að ákveða hvort tilkynna þurfi Persónuvernd um hann. Reykjavíkurborg tilkynni Persónuvernd um mögulega öryggisbresti oftast allra. Friðþjófur Bergmann, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi nýti sér þjónustu QuestionPro og því séu mun fleiri netföng undir en netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar. Hann segir að helsta hættan af gagnalekum sem þessum vera að tölvuþrjótar nota netföng sem þeir komast yfir til að senda svikapósta. Því þurfi fólk að hafa varann á. Þá segir hann að ekki sé óalgengt að lekar sem þessi verði og netföng séu notuð til að senda svikapósta. Álíka atvik hafi orðið í maí en borgin hafi ekki merkt aukningu í því að fólk falli fyrir svikapóstum og tekist hafi að verjast tölvuþrjótum vel.
Netöryggi Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira