Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-2| Aníta Ýr tryggði Stjörnunni stig Andri Már Eggertsson skrifar 9. ágúst 2022 23:00 vísir/diego Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Gyða Kristín Stjörnunni yfir. Gestirnir frá Kópavogi svöruðu með tveimur mörkum og benti allt til þess að Breiðablik myndi vinna leikinn þar til Aníta Ýr Þorvaldsdóttir jafnaði leikinn á 89. mínútu. Leikurinn fór rólega af stað. Gestirnir frá Kópavogi stjórnuðu umferðinni fyrstu tuttugu mínúturnar en gerðu lítið við boltann á síðasta þriðjungi. Agla María Albertsdóttir sem hafði skorað í báðum leikjunum frá því hún kom aftur til Breiðabliks var hættulegust en var í vandræðum með að stýra boltanum á markið. Stjarnan rankaði síðan við sér og komst töluvert betur inn í leikinn. Heimakonur fóru að láta boltann ganga sín á milli og náðu að færa sig framar á völlinn. Stjarnan fékk góðar stöður á síðasta þriðjungi og voru nær því að skora í fyrri hálfleik heldur en Breiðablik. Þó var mesta ógn Stjörnunnar skot fyrir utan teig sem setti Evu Nichole Persson, markmann Breiðabliks, ekki undir mikla pressu. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og var markalaust í hálfleik 0-0. Það var alveg ljóst að þjálfarar beggja liða ræddu það í hálfleik að taka áhættu í síðari hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði af meiri krafti heldur en sá fyrri og á 57. mínútu dró til tíðinda. Jasmín Erla Ingadóttir fékk boltann inn í teig Breiðabliks þar sem hún skaut í varnarmann og fékk boltann aftur. Jasmín gaf á Gyðu sem var ein og óvölduð nálægt markinu og gat hún ekki annað gert en að þruma boltanum í netið og koma Stjörnunni yfir. Tæplega átta mínútum eftir mark Gyðu jafnaði Vigdís Lilja Kristjánsdóttir leikinn. Anna Petryk átti góða fyrirgjöf frá hægri kantinum á fjærsvæðið þar var engin að fylgjast með Vigdísi sem negldi boltanum í þaknetið af stuttu færi. Agla María Albertsdóttir tók aukaspyrnu frá vinstri þar sem hún kom boltanum fyrir markið. Karítas Tómasdóttir skallaði boltann í stöngina en Chante Sherese Sandiford, markmaður Stjörnunnar, skutlaði sér og fékk boltann í bakið og Breiðablik komst yfir. Breiðablik virtist vera að landa sigrinum þar til Aníta Ýr Þorvaldsdóttir jafnaði leikinn á 89. mínútu eftir sendingu frá Jasmín Erlu sem gerði vel í að stíga út varnarmenn Breiðabliks og koma boltanum á Anítu sem skoraði. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og voru í raun allir svekktir eftir leik. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Það gerðist lítið sem ekkert í fyrri hálfleik. Hins vegar var seinni hálfleikur frábær skemmtun sem skilaði fjögurra marka jafntefli. Stjarnan var betri aðilinn í seinni hálfleik og hefðu heimakonur átt að skora fleiri en tvö mörk. Leikur Stjörnunnar datt aðeins niður eftir fyrsta markið. Breiðablik nýtti sér það og jafnaði leikinn. Það má skrifa annað mark Breiðabliks sem heppni þar sem Chante Sherese Sandiford, markmaður Stjörnunnar, varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark þar sem boltinn fór í bakið á henni og inn. Þrátt fyrir sjálfsmark gafst Stjarnan ekki upp og hélt áfram að spila sinn bolta sem skilaði jöfnunarmarki. Hverjar stóðu upp úr? Jasmín Erla Ingadóttir var allt í öllu í sóknarleik Stjörnunnar. Jasmín lagði upp bæði mörkin og var síógnandi sérstaklega í seinni hálfleik. Sóknarleikur Breiðabliks fór að mörgu leyti í gegnum Öglu Maríu Albertsdóttur sem tókst þó ekki að skora þrátt fyrir að vera koma sér í góðar stöður. Hvað gekk illa? Það mátti sjá þreytu merki í varnarleik Breiðabliks í jöfnunarmarki Stjörnunnar. Jasmín Erla nýtti sér klaufagang gestanna og lagði upp jöfnunarmarkið. Hvað gerist næst? Bæði lið taka þátt í undanúrslitum Mjólkurbikarsins um helgina. Á föstudaginn mætast Stjarnan og Valur á Samsung-vellinum klukkan 19:45. Á laugardaginn fer Breiðablik á Jáverk-völlinn og mætir Selfossi klukkan 14:00. Ásmundur: Áttum fá svör við leik Stjörnunnar Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, fannst frammistaðan ekki verðskulda þrjú stigVísir/Diego Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var svekktur með að hafa fengið á sig jöfnunarmark en fannst spilamennska Breiðabliks ekki verðskulda þrjú stig. „Það var svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark. Að harðfylgi komum við okkur í góða stöðu að vera marki yfir þegar lítið var eftir. Frammistaða okkar var ekki merkileg og Stjarnan spilaði vel í hörkuleik. Við áttum fá svör við leik Stjörnunnar en verandi marki yfir var svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark,“ sagði Ásmundur og hélt áfram. „Stjarnan spilaði afar vel í kvöld. Þær voru þéttari en við, héldu betur í boltann og sköpuðu sér fleiri færi.“ Staðan var 0-0 í hálfleik og fannst Ásmundi að hans stelpur hefðu átt að gera betur í bæði vörn og sókn. „Mér fannst við hefðum átt að gera betur bæði varnar og sóknarlega í fyrri hálfleik. Við vorum ekki í réttu skipulagi og okkur gekk illa með að halda boltanum.“ Ásmundi fannst þreyta ekki vera ástæðan fyrir jöfnunarmarki Stjörnunnar heldur bara einbeitingarleysi. Besta deild kvenna Stjarnan Breiðablik
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Gyða Kristín Stjörnunni yfir. Gestirnir frá Kópavogi svöruðu með tveimur mörkum og benti allt til þess að Breiðablik myndi vinna leikinn þar til Aníta Ýr Þorvaldsdóttir jafnaði leikinn á 89. mínútu. Leikurinn fór rólega af stað. Gestirnir frá Kópavogi stjórnuðu umferðinni fyrstu tuttugu mínúturnar en gerðu lítið við boltann á síðasta þriðjungi. Agla María Albertsdóttir sem hafði skorað í báðum leikjunum frá því hún kom aftur til Breiðabliks var hættulegust en var í vandræðum með að stýra boltanum á markið. Stjarnan rankaði síðan við sér og komst töluvert betur inn í leikinn. Heimakonur fóru að láta boltann ganga sín á milli og náðu að færa sig framar á völlinn. Stjarnan fékk góðar stöður á síðasta þriðjungi og voru nær því að skora í fyrri hálfleik heldur en Breiðablik. Þó var mesta ógn Stjörnunnar skot fyrir utan teig sem setti Evu Nichole Persson, markmann Breiðabliks, ekki undir mikla pressu. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og var markalaust í hálfleik 0-0. Það var alveg ljóst að þjálfarar beggja liða ræddu það í hálfleik að taka áhættu í síðari hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði af meiri krafti heldur en sá fyrri og á 57. mínútu dró til tíðinda. Jasmín Erla Ingadóttir fékk boltann inn í teig Breiðabliks þar sem hún skaut í varnarmann og fékk boltann aftur. Jasmín gaf á Gyðu sem var ein og óvölduð nálægt markinu og gat hún ekki annað gert en að þruma boltanum í netið og koma Stjörnunni yfir. Tæplega átta mínútum eftir mark Gyðu jafnaði Vigdís Lilja Kristjánsdóttir leikinn. Anna Petryk átti góða fyrirgjöf frá hægri kantinum á fjærsvæðið þar var engin að fylgjast með Vigdísi sem negldi boltanum í þaknetið af stuttu færi. Agla María Albertsdóttir tók aukaspyrnu frá vinstri þar sem hún kom boltanum fyrir markið. Karítas Tómasdóttir skallaði boltann í stöngina en Chante Sherese Sandiford, markmaður Stjörnunnar, skutlaði sér og fékk boltann í bakið og Breiðablik komst yfir. Breiðablik virtist vera að landa sigrinum þar til Aníta Ýr Þorvaldsdóttir jafnaði leikinn á 89. mínútu eftir sendingu frá Jasmín Erlu sem gerði vel í að stíga út varnarmenn Breiðabliks og koma boltanum á Anítu sem skoraði. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og voru í raun allir svekktir eftir leik. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Það gerðist lítið sem ekkert í fyrri hálfleik. Hins vegar var seinni hálfleikur frábær skemmtun sem skilaði fjögurra marka jafntefli. Stjarnan var betri aðilinn í seinni hálfleik og hefðu heimakonur átt að skora fleiri en tvö mörk. Leikur Stjörnunnar datt aðeins niður eftir fyrsta markið. Breiðablik nýtti sér það og jafnaði leikinn. Það má skrifa annað mark Breiðabliks sem heppni þar sem Chante Sherese Sandiford, markmaður Stjörnunnar, varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark þar sem boltinn fór í bakið á henni og inn. Þrátt fyrir sjálfsmark gafst Stjarnan ekki upp og hélt áfram að spila sinn bolta sem skilaði jöfnunarmarki. Hverjar stóðu upp úr? Jasmín Erla Ingadóttir var allt í öllu í sóknarleik Stjörnunnar. Jasmín lagði upp bæði mörkin og var síógnandi sérstaklega í seinni hálfleik. Sóknarleikur Breiðabliks fór að mörgu leyti í gegnum Öglu Maríu Albertsdóttur sem tókst þó ekki að skora þrátt fyrir að vera koma sér í góðar stöður. Hvað gekk illa? Það mátti sjá þreytu merki í varnarleik Breiðabliks í jöfnunarmarki Stjörnunnar. Jasmín Erla nýtti sér klaufagang gestanna og lagði upp jöfnunarmarkið. Hvað gerist næst? Bæði lið taka þátt í undanúrslitum Mjólkurbikarsins um helgina. Á föstudaginn mætast Stjarnan og Valur á Samsung-vellinum klukkan 19:45. Á laugardaginn fer Breiðablik á Jáverk-völlinn og mætir Selfossi klukkan 14:00. Ásmundur: Áttum fá svör við leik Stjörnunnar Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, fannst frammistaðan ekki verðskulda þrjú stigVísir/Diego Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var svekktur með að hafa fengið á sig jöfnunarmark en fannst spilamennska Breiðabliks ekki verðskulda þrjú stig. „Það var svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark. Að harðfylgi komum við okkur í góða stöðu að vera marki yfir þegar lítið var eftir. Frammistaða okkar var ekki merkileg og Stjarnan spilaði vel í hörkuleik. Við áttum fá svör við leik Stjörnunnar en verandi marki yfir var svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark,“ sagði Ásmundur og hélt áfram. „Stjarnan spilaði afar vel í kvöld. Þær voru þéttari en við, héldu betur í boltann og sköpuðu sér fleiri færi.“ Staðan var 0-0 í hálfleik og fannst Ásmundi að hans stelpur hefðu átt að gera betur í bæði vörn og sókn. „Mér fannst við hefðum átt að gera betur bæði varnar og sóknarlega í fyrri hálfleik. Við vorum ekki í réttu skipulagi og okkur gekk illa með að halda boltanum.“ Ásmundi fannst þreyta ekki vera ástæðan fyrir jöfnunarmarki Stjörnunnar heldur bara einbeitingarleysi.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti