Vöruskipti óhagstæð um 31 milljarð í júlí Jakob Bjarnar skrifar 8. ágúst 2022 12:58 Íslendingar mega herða sig ef þeir ætla að jafna vöruskiptin. Miklu meiri verðmæti eru flutt inn en út. vísir/vilhelm Hagstofan var að gefa út bráðabirgðatölur um vöruskipti og samkvæmt þeim eru þau óhagstæð um sem nemur 31 milljarð króna. Í tölum Hagstofunnar segir að fluttar hafi verið út vörur fyrir 75,8 milljarða (fob) í júlí á þessu ári en innflutningur nam 106,8 milljarða króna (þar af 95,4 milljarða fob sem þýðir að seljandi greiðir sendingakostnað). Vöruskiptin voru því óhagstæð um sem nemur 31 milljarð króna. Í tilkynningu Hagstofunnar kemur jafnframt fram að til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 14,8 milljarða króna í júlí 2021 á gengi hvors árs fyrir sig. „Vöruskiptajöfnuðurinn í júlí 2022 er því 16,2 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir rúmu ári. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 253,6 milljarða króna sem er 75,6 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr.“ Verðmæti útflutnings jókst um tæp 30 prósent á ársgrundvelli, verðmæti vöruútflutnings í júlí 2022 jókst um 7,6 milljarða króna, eða um 11,2 prósent, frá júlí 2021, úr 68,1 milljarði króna í 75,8 milljarða. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara jókst um 7,0 milljarða króna eða 16,5 prósent ef borið er saman við júlí 2021. Iðnaðarvörur voru 57 prósent alls vöruútflutnings síðustu 12 mánuði en sjávarafurðir voru 35 prósent. skjáskot/hagstofa íslands Íslenska krónan Sjávarútvegur Stóriðja Utanríkismál Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Í tölum Hagstofunnar segir að fluttar hafi verið út vörur fyrir 75,8 milljarða (fob) í júlí á þessu ári en innflutningur nam 106,8 milljarða króna (þar af 95,4 milljarða fob sem þýðir að seljandi greiðir sendingakostnað). Vöruskiptin voru því óhagstæð um sem nemur 31 milljarð króna. Í tilkynningu Hagstofunnar kemur jafnframt fram að til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 14,8 milljarða króna í júlí 2021 á gengi hvors árs fyrir sig. „Vöruskiptajöfnuðurinn í júlí 2022 er því 16,2 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir rúmu ári. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 253,6 milljarða króna sem er 75,6 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr.“ Verðmæti útflutnings jókst um tæp 30 prósent á ársgrundvelli, verðmæti vöruútflutnings í júlí 2022 jókst um 7,6 milljarða króna, eða um 11,2 prósent, frá júlí 2021, úr 68,1 milljarði króna í 75,8 milljarða. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara jókst um 7,0 milljarða króna eða 16,5 prósent ef borið er saman við júlí 2021. Iðnaðarvörur voru 57 prósent alls vöruútflutnings síðustu 12 mánuði en sjávarafurðir voru 35 prósent. skjáskot/hagstofa íslands
Íslenska krónan Sjávarútvegur Stóriðja Utanríkismál Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira