Sport

Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í Bestu deild karla

Valur Páll Eiríksson skrifar
Leiknismenn geta farið af fallsvæðinu með sigri.
Leiknismenn geta farið af fallsvæðinu með sigri. Vísir/Hulda Margrét

Tveir fótboltaleikir verða á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Þeir eru báðir mikilvægir upp á framhaldið í neðri hluta Bestu deildar karla.

Leiknir Reykjavík fær Keflavík í heimsókn í Breiðholtið en liðið getur með sigri farið upp af fallsvæðinu og sent FH þar niður í staðinn. Keflavík getur komist nær KR og Val með sigri, sem eru jöfn að stigum sem neðstu lið efri hluta töflunnar.

Bein útsending frá Breiðholti hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.

Áðurnefndir Valsarar eru þá einnig í eldlínunni er þeir heimsækja botnlið ÍA á Akranes. ÍA getur með sigri jafnað FH að stigum en taphrina liðsins er býsna löng. Valsarar geta komist stigi frá Stjörnunni með sigri eftir sigur Garðbæinga á toppliði Breiðabliks í gær.

Bein útsending frá leik ÍA og Vals hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 Besta deildin.

Stúkan verður á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr umferðinni, strax að leikjunum loknum, klukkan 21:15 á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×