Heimildir E! News segja þau hafa þó skilið við hvort annað í góðu: „Fullt af ást og virðingu fyrir hvort öðru.“ Samkvæmt heimildinni komust þau að því að fjarsambandið, þar sem Pete er að taka upp mynd í Ástralíu og erfið dagskrá þeirra beggja gerði þeim erfitt fyrir að halda sambandinu gangandi.
Parið byrjaði saman eftir að hafa kynnst við tökur á þættinum Saturday Night Live í október í fyrra. Í kjölfarið tóku ýmsar ljótar athugasemdir sem Kanye West lét falla um Pete að birtast á samfélagsmiðlum. Saman eiga Kim og Kanye börnin North, Psalm, Chicago og Saint.