Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2022 14:44 Eldgos í Merardölum Fagradalsfjall 2022 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum er töluverður fjöldi bíla á bílastæðinu við Suðurstrandaveg og við veginn sjálfan. Veðuraðstæður hafa ekki verið sérstakar í dag ef marka má vefmyndavélar sem snúa að eldgosinu. „Nei, það er hífandi rok, grenjandi rigning og svartaþoka upp á Fagradalsfjalli eða á gönguleiðinni, segir Eðvarð Atli Bjarnason í vettvangsstjórn í Grindavík þegar Vísir náði tali af honum á þriðja tímanum. Eitthvað virðist þó þokunni vera að létta akkúrat yfir gosstöðvunum eftir því sem liðið hefur á daginn miðað við útsendingu vefmyndavéla frá svæðinu. Fáir hafa þó lagt leið sína að sprungunni sjálfri þar sem gýs. Mikill fjöldi bíla er við bílastæðið þar sem gönguleiðirnar að eldgosinu hefjast. Eins og sjá má er þoka á svæðinu þó eitthvað hafi létt til síðan þessi mynd var tekin á öðrum tímanum.Vísir/Vésteinn „Það er ekkert fólk staðsett við gígana. Það er mengun þar yfir en það er töluvert af fólki á leiðinni upp á fjall. Öll bílastæði orðin vel pökkuð og fólk farið að leggja við Suðurstrandavegi, segir Eðvarð Atli og bætir við að flestir fari svokallaða gönguleið A. Samkvæmt athugasemd veðurfræðings verða aðstæður til eldgosaskoðunnar lélegar í kvöld en það hvessir af suðaustri með rigningu og súld á umbrotasvæðinu. Betra veður til útsýnisferða verður á morgun, laugardag. Á sunnudag gengur í suðaustan 13-18 m/s á svæðinu með mikilli rigningu og verður ekkert ferðaveður á svæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Bein útsending: Púlsinn tekinn á gosstöðvunum Vísir verður með beina útsendingu frá eldgosinu í Meradölum. 5. ágúst 2022 14:18 Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum er töluverður fjöldi bíla á bílastæðinu við Suðurstrandaveg og við veginn sjálfan. Veðuraðstæður hafa ekki verið sérstakar í dag ef marka má vefmyndavélar sem snúa að eldgosinu. „Nei, það er hífandi rok, grenjandi rigning og svartaþoka upp á Fagradalsfjalli eða á gönguleiðinni, segir Eðvarð Atli Bjarnason í vettvangsstjórn í Grindavík þegar Vísir náði tali af honum á þriðja tímanum. Eitthvað virðist þó þokunni vera að létta akkúrat yfir gosstöðvunum eftir því sem liðið hefur á daginn miðað við útsendingu vefmyndavéla frá svæðinu. Fáir hafa þó lagt leið sína að sprungunni sjálfri þar sem gýs. Mikill fjöldi bíla er við bílastæðið þar sem gönguleiðirnar að eldgosinu hefjast. Eins og sjá má er þoka á svæðinu þó eitthvað hafi létt til síðan þessi mynd var tekin á öðrum tímanum.Vísir/Vésteinn „Það er ekkert fólk staðsett við gígana. Það er mengun þar yfir en það er töluvert af fólki á leiðinni upp á fjall. Öll bílastæði orðin vel pökkuð og fólk farið að leggja við Suðurstrandavegi, segir Eðvarð Atli og bætir við að flestir fari svokallaða gönguleið A. Samkvæmt athugasemd veðurfræðings verða aðstæður til eldgosaskoðunnar lélegar í kvöld en það hvessir af suðaustri með rigningu og súld á umbrotasvæðinu. Betra veður til útsýnisferða verður á morgun, laugardag. Á sunnudag gengur í suðaustan 13-18 m/s á svæðinu með mikilli rigningu og verður ekkert ferðaveður á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Bein útsending: Púlsinn tekinn á gosstöðvunum Vísir verður með beina útsendingu frá eldgosinu í Meradölum. 5. ágúst 2022 14:18 Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Bein útsending: Púlsinn tekinn á gosstöðvunum Vísir verður með beina útsendingu frá eldgosinu í Meradölum. 5. ágúst 2022 14:18
Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30
Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17